Nýir ráðherrar taka sæti í ríkisstjórn Macron Atli Ísleifsson skrifar 21. júní 2017 23:30 Francois Bayrou er formaður MoDem og fyrrverandi dómsmálaráðherra. Vísir/afp Einn af þungavigtarmönnunum í ríkisstjórn Emmanuel Macron Frakklandsforseta, miðjumaðurinn François Bayrou, hefur sagt af sér sem dómsmálaráðherra landsins til að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin verði bendluð við rannsókn á meintri spillingu. „Macron er tækifæri okkar lands,“ sagði Bayrou sem segist þó áfram styðja forsetann heilshugar. Ráðherrar úr röðum flokks Bayrou, MoDem, hafa hver á fætur öðrum sagt af sér á þessum fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar. Varnarmálaráðherrann Sylvie Goulard sagði af sér í gær og Evrópusambandsmálaráðherrann Marielle de Sarnez og dómsmálaráðherrann Bayrou í dag. Rannsóknin snýr að meintum brotum Evrópuþingmanna flokksins, sem eru sagðir hafa gerst brotlegir varðandi greiðslur til aðstoðarmanna sinna. Þeir neita allir sök í málinu og segir Bayrou að Evrópuþingmennirnir hafi aldrei haft neina ímyndaða starfsmenn á launaskrá.Sylvie Goulard, Francois Bayrou og Marielle de Sarnez.Vísir/AFPBayrou og samflokksmenn hans vilja hins vegar ekki að rannsóknin þvælist fyrir ríkisstjórn Macron, sér í lagi eftir að Macron talaði mikið fyrir því í kosningabaráttunni að útrýma spillingu úr frönskum stjórnmálum. Hinn 66 ára Bayrou mun nú einbeita sér að starfi sem borgarstjóri í Pau í suðurhluta landsins. Richard Ferrand lét af starfi sem ráðherra héraðsmála fyrr í vikunni og tók við formennsku í þingflokki LREM, flokki Macron forseta. Ferrand er nú til rannsóknar vegna mála frá þeim tíma þegar hann starfaði sem þingmaður Sósíalistaflokksins frá árinu 2012. Nicole Belloubet frá stjórnarskrárráði landsins, hefur verið skipuð nýr dómsmálaráðherra, Florence Parly frá járnbrautafélaginu SNCF nýr varnarmálaráðherra og Nathalie Loiseau,rektor skólans ENA, nýr Evrópusambandsmálaráðherra. Frakkland Tengdar fréttir Le-Pen krefst afsagnar dóttur sinnar Samband þeirra feðgina hefur ekki verið náið síðan dóttirin rak föður sinn úr flokknum árið 2015 vegna þess að hann hafði gert lítið úr helförinni. 21. júní 2017 07:00 Ný öfl í frönskum stjórnmálum: Flokkur Macron með meirihluta franska þingsins Flokkur Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur unnið meirihluta þingsæta í seinni umferð frönsku þingkosninganna sem haldin var í gær. Flokkurinn forsetans, La République en Marche ásamt Modem, Lýðræðishreyfingunni, fengu samtals 350 þingsæti. 19. júní 2017 08:54 Macron hvetur til samstöðu á fundi með Samtökum múslíma í Frakklandi Macron lagði áherslu á að hann væri að taka við embætti á tímum þar sem landið hefði þurft að þola árásir hryðjuverkamanna sem vildu sverta mannorð múslíma í landinu og hvetja til sundrungar meðal þjóðarinnar. 21. júní 2017 10:05 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Einn af þungavigtarmönnunum í ríkisstjórn Emmanuel Macron Frakklandsforseta, miðjumaðurinn François Bayrou, hefur sagt af sér sem dómsmálaráðherra landsins til að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin verði bendluð við rannsókn á meintri spillingu. „Macron er tækifæri okkar lands,“ sagði Bayrou sem segist þó áfram styðja forsetann heilshugar. Ráðherrar úr röðum flokks Bayrou, MoDem, hafa hver á fætur öðrum sagt af sér á þessum fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar. Varnarmálaráðherrann Sylvie Goulard sagði af sér í gær og Evrópusambandsmálaráðherrann Marielle de Sarnez og dómsmálaráðherrann Bayrou í dag. Rannsóknin snýr að meintum brotum Evrópuþingmanna flokksins, sem eru sagðir hafa gerst brotlegir varðandi greiðslur til aðstoðarmanna sinna. Þeir neita allir sök í málinu og segir Bayrou að Evrópuþingmennirnir hafi aldrei haft neina ímyndaða starfsmenn á launaskrá.Sylvie Goulard, Francois Bayrou og Marielle de Sarnez.Vísir/AFPBayrou og samflokksmenn hans vilja hins vegar ekki að rannsóknin þvælist fyrir ríkisstjórn Macron, sér í lagi eftir að Macron talaði mikið fyrir því í kosningabaráttunni að útrýma spillingu úr frönskum stjórnmálum. Hinn 66 ára Bayrou mun nú einbeita sér að starfi sem borgarstjóri í Pau í suðurhluta landsins. Richard Ferrand lét af starfi sem ráðherra héraðsmála fyrr í vikunni og tók við formennsku í þingflokki LREM, flokki Macron forseta. Ferrand er nú til rannsóknar vegna mála frá þeim tíma þegar hann starfaði sem þingmaður Sósíalistaflokksins frá árinu 2012. Nicole Belloubet frá stjórnarskrárráði landsins, hefur verið skipuð nýr dómsmálaráðherra, Florence Parly frá járnbrautafélaginu SNCF nýr varnarmálaráðherra og Nathalie Loiseau,rektor skólans ENA, nýr Evrópusambandsmálaráðherra.
Frakkland Tengdar fréttir Le-Pen krefst afsagnar dóttur sinnar Samband þeirra feðgina hefur ekki verið náið síðan dóttirin rak föður sinn úr flokknum árið 2015 vegna þess að hann hafði gert lítið úr helförinni. 21. júní 2017 07:00 Ný öfl í frönskum stjórnmálum: Flokkur Macron með meirihluta franska þingsins Flokkur Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur unnið meirihluta þingsæta í seinni umferð frönsku þingkosninganna sem haldin var í gær. Flokkurinn forsetans, La République en Marche ásamt Modem, Lýðræðishreyfingunni, fengu samtals 350 þingsæti. 19. júní 2017 08:54 Macron hvetur til samstöðu á fundi með Samtökum múslíma í Frakklandi Macron lagði áherslu á að hann væri að taka við embætti á tímum þar sem landið hefði þurft að þola árásir hryðjuverkamanna sem vildu sverta mannorð múslíma í landinu og hvetja til sundrungar meðal þjóðarinnar. 21. júní 2017 10:05 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Le-Pen krefst afsagnar dóttur sinnar Samband þeirra feðgina hefur ekki verið náið síðan dóttirin rak föður sinn úr flokknum árið 2015 vegna þess að hann hafði gert lítið úr helförinni. 21. júní 2017 07:00
Ný öfl í frönskum stjórnmálum: Flokkur Macron með meirihluta franska þingsins Flokkur Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur unnið meirihluta þingsæta í seinni umferð frönsku þingkosninganna sem haldin var í gær. Flokkurinn forsetans, La République en Marche ásamt Modem, Lýðræðishreyfingunni, fengu samtals 350 þingsæti. 19. júní 2017 08:54
Macron hvetur til samstöðu á fundi með Samtökum múslíma í Frakklandi Macron lagði áherslu á að hann væri að taka við embætti á tímum þar sem landið hefði þurft að þola árásir hryðjuverkamanna sem vildu sverta mannorð múslíma í landinu og hvetja til sundrungar meðal þjóðarinnar. 21. júní 2017 10:05