Lettnesk tennisstjarna mátti ekki heita því nafni sem móðir hennar vildi skíra hana Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 9. júlí 2017 22:45 Jelena Ostapenko etur kappi á Wimbledon-mótinu í tennis. vísir/getty Lettneska tennisstjarnan Jelena Ostapenko gengur undir nafninu Alona í heimalandinu og skammar fólk fyrir að kalla hana Jelena. Ostapenko vann Opna franska risamótið í tennis í byrjun júnímánaðar og hvöttu áhorfendur á mótinu hana áfram sem Alona, ekki Jelena. „Það veit næstum enginn að ég heiti Alona. Í Lettlandi vita það flestir, en í alþjóðatennisheiminum vita það fáir,“ sagði Ostapenko í viðtali við New York Times. Ostapenko er um þessar mundir að keppa á Wimbledon-mótinu í Lundúnum. Þar er hún komin í fjórðu umferð mótsins í fyrsta skipti á ferlinum og mætir Elina Svitolina á morgun, mánudag. Móðir Ostapenko vildi skíra dóttur sína Alona en nafnið, sem er af úkraínskum uppruna, sé ekki löglegt í Lettlandi því það sé ekki á nafnadagatalinu þar í landi.Ostapenko með verðlaunagripinn á Opna franska risamótinuvísir/getty„Þegar foreldrar mínir nefndu mig Alona þá gátu þeir ekki skráð það á vegabréfið mitt. Þetta nafn var ekki á lettneska dagatalinu. Ég þurfti lettneskt nafn, eitthvað sem er á dagatalinu, svo ég var skírð Jelena því það er svipað nafn.“ Mörg lönd eru með ýmsar reglur varðandi nafngift á börnum, við þurfum ekki að leita lengra en til mannanafnanefndar hér á Íslandi. Sérfræðingar í lettneskri menningu segja þó að Ostapenko og móðir hennar séu ekki að fara með rétt mál. Lettneska dagatalið sem þær vitna í er notað til þess að halda upp á nafnadaga, hefð sem er við lýði til dæmis í Svíþjóð. Á hvern dag eru skráð nokkur nöfn og á þeim degi getur fólk sem heitir nöfnum dagsins haldið upp á nafnadaginn sinn. Paula Pralina, starfsmaður utanríkisráðuneytis Lettlands, sagði að það væru engin lög sem kæmu í veg fyrir að fólk skírði börnin sín nöfnum sem væru ekki á nafnadagatalinu. Ostapenko segist hafa hugsað um að breyta nafninu sínu í Alona, en telur það sé of mikil hætta á misskilningi í tennisheiminum geri hún það. Eftir að hún náði þeim frábæra árangri að vinna Opna franska risamótið þá er lettneska ríkisstjórnin að íhuga að bæta Alona-nafninu inn á nafnadagatalið. Tennis Tengdar fréttir Afrekaði það á afmæli sínu sem engin kona hefur náð í 34 ár Jelena Ostapenko er komin í úrslit á opna franska meistaramótinu í tennis og skrifaði þar með bæði íþróttasögu Lettlands og franska meistaramótsins. 9. júní 2017 13:30 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Lettneska tennisstjarnan Jelena Ostapenko gengur undir nafninu Alona í heimalandinu og skammar fólk fyrir að kalla hana Jelena. Ostapenko vann Opna franska risamótið í tennis í byrjun júnímánaðar og hvöttu áhorfendur á mótinu hana áfram sem Alona, ekki Jelena. „Það veit næstum enginn að ég heiti Alona. Í Lettlandi vita það flestir, en í alþjóðatennisheiminum vita það fáir,“ sagði Ostapenko í viðtali við New York Times. Ostapenko er um þessar mundir að keppa á Wimbledon-mótinu í Lundúnum. Þar er hún komin í fjórðu umferð mótsins í fyrsta skipti á ferlinum og mætir Elina Svitolina á morgun, mánudag. Móðir Ostapenko vildi skíra dóttur sína Alona en nafnið, sem er af úkraínskum uppruna, sé ekki löglegt í Lettlandi því það sé ekki á nafnadagatalinu þar í landi.Ostapenko með verðlaunagripinn á Opna franska risamótinuvísir/getty„Þegar foreldrar mínir nefndu mig Alona þá gátu þeir ekki skráð það á vegabréfið mitt. Þetta nafn var ekki á lettneska dagatalinu. Ég þurfti lettneskt nafn, eitthvað sem er á dagatalinu, svo ég var skírð Jelena því það er svipað nafn.“ Mörg lönd eru með ýmsar reglur varðandi nafngift á börnum, við þurfum ekki að leita lengra en til mannanafnanefndar hér á Íslandi. Sérfræðingar í lettneskri menningu segja þó að Ostapenko og móðir hennar séu ekki að fara með rétt mál. Lettneska dagatalið sem þær vitna í er notað til þess að halda upp á nafnadaga, hefð sem er við lýði til dæmis í Svíþjóð. Á hvern dag eru skráð nokkur nöfn og á þeim degi getur fólk sem heitir nöfnum dagsins haldið upp á nafnadaginn sinn. Paula Pralina, starfsmaður utanríkisráðuneytis Lettlands, sagði að það væru engin lög sem kæmu í veg fyrir að fólk skírði börnin sín nöfnum sem væru ekki á nafnadagatalinu. Ostapenko segist hafa hugsað um að breyta nafninu sínu í Alona, en telur það sé of mikil hætta á misskilningi í tennisheiminum geri hún það. Eftir að hún náði þeim frábæra árangri að vinna Opna franska risamótið þá er lettneska ríkisstjórnin að íhuga að bæta Alona-nafninu inn á nafnadagatalið.
Tennis Tengdar fréttir Afrekaði það á afmæli sínu sem engin kona hefur náð í 34 ár Jelena Ostapenko er komin í úrslit á opna franska meistaramótinu í tennis og skrifaði þar með bæði íþróttasögu Lettlands og franska meistaramótsins. 9. júní 2017 13:30 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Afrekaði það á afmæli sínu sem engin kona hefur náð í 34 ár Jelena Ostapenko er komin í úrslit á opna franska meistaramótinu í tennis og skrifaði þar með bæði íþróttasögu Lettlands og franska meistaramótsins. 9. júní 2017 13:30