Meintir einræðistilburðir Macron Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. júlí 2017 07:00 Emmanuel Macron Frakklandsforseti, eða Júpíter eins og hann er gjarnan kallaður í frönskum fjölmiðlum, hélt ræðu í Versölum í gær. Nordicphotos/AFP „Macron fer yfir strikið og reynir, líkt og einhvers konar faraó, að koma á einræði forseta,“ sagði Jean-Luc Mélénchon, formaður sósíalistaflokksins Óbeygt Frakkland, um Emmanuel Macron Frakklandsforseta í gær. Flokkur Mélénchon var einn þriggja sem sniðgengu stefnuræðu Macron í Versalahöll í gær. Þá var Mélénchon einnig einn mótframbjóðenda Macron í forsetakosningunum. Fékk hann tæp 20 prósent atkvæða. Macron lagði í gær til að þingmönnum Frakklands yrði fækkað um þriðjung. Yrðu þannig 385 í fulltrúadeildinni í stað 577 og 232 í öldungadeildinni í stað 348. „Þannig munum við gera ríkisstjórnina skilvirkari og koma Frakklandi á nýja og róttæka leið,“ sagði forsetinn. Í ljósi úrslita forsetakosninganna sem og þingmeirihlutans sem bandamenn forsetans fengu í nýliðnum þingkosningum sagðist forsetinn telja sig hafa umboð til að gera róttækar breytingar á frönsku stjórnkerfi. Sagði hann að ef þingið myndi ekki samþykkja ofangreindar breytingar innan árs myndi forsetinn efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Hingað til hefur verklag verið ofar niðurstöðum, reglur ofar frumkvæði og það að sjúga spena skattgreiðenda verið ofar sanngirni,“ sagði Macron og bætti því við að hann myndi endurreisa virðingu Frakklands. Fækkun þingmanna er þó ekki eina málið sem Macron setti á dagskrá í gær. Ætlar hann einnig að breyta kosningakerfi landsins með það að markmiði að fjöldi kjörinna þingmanna endurspegli betur skoðanir almennings. Þá ætlar Macron að aflétta neyðarástandinu sem ríkt hefur í landinu frá hryðjuverkaárásunum í París í síðasta lagi í haust. Mélénchon var einkar harðorður í garð forsetans í gær. Auk þess sem áður segir líkti hann Macron við Napóleon Bónaparte í Facebook-færslu sinni.Frakkar eru hrifnir af þessum Júpítersstíl en þeir búast samt við því að Júpíter stigi niður af himnum þegar þess gerist þörf Fleiri eru þó ósáttir við forsetann en Mélénchon. Á forsíðu franska fréttablaðsins Libération í gær mátti sjá Macron í líki rómverska goðsins Júpíters þar sem hann handlék eldingar. Lýsti blaðið áhyggjum sínum af því að fundur Macron í Versölum væri nýjasta dæmið um alræðishyggjuna sem byggi innra með forsetanum. Hefur valið á fundarstað einnig verið gagnrýnt. Macron er þó ekki fyrsti forsetinn til að kalla þing saman í Versölum, höll Loðvíks fjórtánda Frakklandskonungs. Gerði FranÇois Hollande slíkt hið sama eftir hryðjuverkin í París og þá gerði Nicolas Sarkozy það árið 2009. Politico greinir frá því að hinn svokallaði Júpítersstíll forsetans gangi út á að stýra ríkinu af mikilli festu. Þannig hafi hann minnkað samskipti sín við fjölmiðla til muna frá því hann tók við. „Frakkar eru hrifnir af þessum Júpítersstíl en þeir búast samt við því að Júpíter stigi niður af himnum þegar þess gerist þörf,“ sagði fyrrverandi aðstoðarmaður Macron í samtali við Politico. Svo virðist sem aðstoðarmaðurinn hafi rétt fyrir sér. Ef marka má könnun Reuters frá því í lok júní nýtur Macron stuðnings 64 prósenta Frakka. Skýrt dæmi um stjórnunarstíl Macron má sjá í frétt Le Monde um að Macron hyggist ekki halda blaðamannafund á Bastilludaginn, eins og hefð er fyrir að forsetar geri. Vitnaði blaðið til heimildarmanna sem sögðu Macron ekki vilja halda blaðamannafund þar sem þankagangur hans væri of flókinn fyrir fjölmiðla. Frakkland Tengdar fréttir Talinn hafa haft í hyggju að myrða Macron Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 23 ára karlmann vegna orða sem hann lét falla á spjallsvæði á netinu. 3. júlí 2017 10:32 Macron vill fækka þingmönnum um þriðjung Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í ræðu sinni að Frakkland væri nú reiðubúið að gera róttækar breytingar og feta nýja braut. 3. júlí 2017 14:17 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
„Macron fer yfir strikið og reynir, líkt og einhvers konar faraó, að koma á einræði forseta,“ sagði Jean-Luc Mélénchon, formaður sósíalistaflokksins Óbeygt Frakkland, um Emmanuel Macron Frakklandsforseta í gær. Flokkur Mélénchon var einn þriggja sem sniðgengu stefnuræðu Macron í Versalahöll í gær. Þá var Mélénchon einnig einn mótframbjóðenda Macron í forsetakosningunum. Fékk hann tæp 20 prósent atkvæða. Macron lagði í gær til að þingmönnum Frakklands yrði fækkað um þriðjung. Yrðu þannig 385 í fulltrúadeildinni í stað 577 og 232 í öldungadeildinni í stað 348. „Þannig munum við gera ríkisstjórnina skilvirkari og koma Frakklandi á nýja og róttæka leið,“ sagði forsetinn. Í ljósi úrslita forsetakosninganna sem og þingmeirihlutans sem bandamenn forsetans fengu í nýliðnum þingkosningum sagðist forsetinn telja sig hafa umboð til að gera róttækar breytingar á frönsku stjórnkerfi. Sagði hann að ef þingið myndi ekki samþykkja ofangreindar breytingar innan árs myndi forsetinn efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Hingað til hefur verklag verið ofar niðurstöðum, reglur ofar frumkvæði og það að sjúga spena skattgreiðenda verið ofar sanngirni,“ sagði Macron og bætti því við að hann myndi endurreisa virðingu Frakklands. Fækkun þingmanna er þó ekki eina málið sem Macron setti á dagskrá í gær. Ætlar hann einnig að breyta kosningakerfi landsins með það að markmiði að fjöldi kjörinna þingmanna endurspegli betur skoðanir almennings. Þá ætlar Macron að aflétta neyðarástandinu sem ríkt hefur í landinu frá hryðjuverkaárásunum í París í síðasta lagi í haust. Mélénchon var einkar harðorður í garð forsetans í gær. Auk þess sem áður segir líkti hann Macron við Napóleon Bónaparte í Facebook-færslu sinni.Frakkar eru hrifnir af þessum Júpítersstíl en þeir búast samt við því að Júpíter stigi niður af himnum þegar þess gerist þörf Fleiri eru þó ósáttir við forsetann en Mélénchon. Á forsíðu franska fréttablaðsins Libération í gær mátti sjá Macron í líki rómverska goðsins Júpíters þar sem hann handlék eldingar. Lýsti blaðið áhyggjum sínum af því að fundur Macron í Versölum væri nýjasta dæmið um alræðishyggjuna sem byggi innra með forsetanum. Hefur valið á fundarstað einnig verið gagnrýnt. Macron er þó ekki fyrsti forsetinn til að kalla þing saman í Versölum, höll Loðvíks fjórtánda Frakklandskonungs. Gerði FranÇois Hollande slíkt hið sama eftir hryðjuverkin í París og þá gerði Nicolas Sarkozy það árið 2009. Politico greinir frá því að hinn svokallaði Júpítersstíll forsetans gangi út á að stýra ríkinu af mikilli festu. Þannig hafi hann minnkað samskipti sín við fjölmiðla til muna frá því hann tók við. „Frakkar eru hrifnir af þessum Júpítersstíl en þeir búast samt við því að Júpíter stigi niður af himnum þegar þess gerist þörf,“ sagði fyrrverandi aðstoðarmaður Macron í samtali við Politico. Svo virðist sem aðstoðarmaðurinn hafi rétt fyrir sér. Ef marka má könnun Reuters frá því í lok júní nýtur Macron stuðnings 64 prósenta Frakka. Skýrt dæmi um stjórnunarstíl Macron má sjá í frétt Le Monde um að Macron hyggist ekki halda blaðamannafund á Bastilludaginn, eins og hefð er fyrir að forsetar geri. Vitnaði blaðið til heimildarmanna sem sögðu Macron ekki vilja halda blaðamannafund þar sem þankagangur hans væri of flókinn fyrir fjölmiðla.
Frakkland Tengdar fréttir Talinn hafa haft í hyggju að myrða Macron Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 23 ára karlmann vegna orða sem hann lét falla á spjallsvæði á netinu. 3. júlí 2017 10:32 Macron vill fækka þingmönnum um þriðjung Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í ræðu sinni að Frakkland væri nú reiðubúið að gera róttækar breytingar og feta nýja braut. 3. júlí 2017 14:17 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Talinn hafa haft í hyggju að myrða Macron Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 23 ára karlmann vegna orða sem hann lét falla á spjallsvæði á netinu. 3. júlí 2017 10:32
Macron vill fækka þingmönnum um þriðjung Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í ræðu sinni að Frakkland væri nú reiðubúið að gera róttækar breytingar og feta nýja braut. 3. júlí 2017 14:17