Íslendingar flýja regnið Sæunn Gísladóttir skrifar 1. júlí 2017 06:00 Íslendingar fara helst til Tenerife þegar skúrir eru hér á landi. vísir/epa „Fólk hringir og vill fara og vill helst bara fara strax eftir hádegi. Það er sáralítið eftir af sólarlandaferðum í júlímánuði.“ Þetta segir Guðrún Sigurgeirsdóttir, framleiðslustjóri hjá ferðaskrifstofunni VITA. Svalt hefur verið í veðri víða um landið og skúrir. Ekki er útlit fyrir batnandi veður á næstunni samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og virðast Íslendingar því í auknum mæli vera að hoppa út í sól. „Það er í sjálfu sér ekki skrítið. Fjölskyldan er komin í fríið, þau langar í sólina. Fólk vill leyfa börnunum sínum að labba um án þess að þau séu í pollagöllum,“ segir Guðrún. Hún segir meiri ásókn í sólina nú en í fyrra. Helsta ástæðan fyrir aukinni eftirspurn núna, sé miðað við sama tíma í fyrra sé EM í fótbolta sem dró marga til Frakklands til að fylgjast með ævintýrum íslenska landsliðsins. Krít, Tenerife og aðrir áfangastaðir á Spáni eru vinsælir hjá VITA. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, finnur einnig fyrir meiri eftirspurn. „Það er svolítið sérstakt að það þarf stundum nokkra daga í einu af slæmu veðri. Kannski heldur fólk að veðrið breytist eftir nokkra daga. En þegar fólk er búið að vera í rigningartíð í þrjá fjóra daga og spáin ekki góð þá kemur holskeflan. Við höfum fundið fyrir því síðustu daga. Ég held að veðráttan spili dálítið mikið inn núna.“ Aukningin sé mikil í sumar en enn meiri áhugi sé fyrir ferðum í haust. Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri hjá Úrval Útsýn, segir fólk vera að stökkva í sólina. „Kanarí er mjög vinsælt, Almería er líka mjög vinsælt sem og Alicante og Tenerife. Það er töluverður munur milli ára – aukning.“ Svo er almennt meiri ferðagleði hjá Íslendingum að mati Þórunnar. „Það er mikilvægt að Íslendingar létti á þjóðvegi 1 og fari í sólina á meðan útlendingarnir eru hérna,“ segir hún kímin. Forsvarsmenn leitarvélarinnar Dohop segjast ekki taka eftir því að fólk sé að bóka í flýti í sólina hjá þeim. „Við höfum fundið fyrir mikilli aukningu í ferðalögum almennt, allt að 50%, en ekki sérstaklega núna með skömmum fyrirvara,“ segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
„Fólk hringir og vill fara og vill helst bara fara strax eftir hádegi. Það er sáralítið eftir af sólarlandaferðum í júlímánuði.“ Þetta segir Guðrún Sigurgeirsdóttir, framleiðslustjóri hjá ferðaskrifstofunni VITA. Svalt hefur verið í veðri víða um landið og skúrir. Ekki er útlit fyrir batnandi veður á næstunni samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og virðast Íslendingar því í auknum mæli vera að hoppa út í sól. „Það er í sjálfu sér ekki skrítið. Fjölskyldan er komin í fríið, þau langar í sólina. Fólk vill leyfa börnunum sínum að labba um án þess að þau séu í pollagöllum,“ segir Guðrún. Hún segir meiri ásókn í sólina nú en í fyrra. Helsta ástæðan fyrir aukinni eftirspurn núna, sé miðað við sama tíma í fyrra sé EM í fótbolta sem dró marga til Frakklands til að fylgjast með ævintýrum íslenska landsliðsins. Krít, Tenerife og aðrir áfangastaðir á Spáni eru vinsælir hjá VITA. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, finnur einnig fyrir meiri eftirspurn. „Það er svolítið sérstakt að það þarf stundum nokkra daga í einu af slæmu veðri. Kannski heldur fólk að veðrið breytist eftir nokkra daga. En þegar fólk er búið að vera í rigningartíð í þrjá fjóra daga og spáin ekki góð þá kemur holskeflan. Við höfum fundið fyrir því síðustu daga. Ég held að veðráttan spili dálítið mikið inn núna.“ Aukningin sé mikil í sumar en enn meiri áhugi sé fyrir ferðum í haust. Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri hjá Úrval Útsýn, segir fólk vera að stökkva í sólina. „Kanarí er mjög vinsælt, Almería er líka mjög vinsælt sem og Alicante og Tenerife. Það er töluverður munur milli ára – aukning.“ Svo er almennt meiri ferðagleði hjá Íslendingum að mati Þórunnar. „Það er mikilvægt að Íslendingar létti á þjóðvegi 1 og fari í sólina á meðan útlendingarnir eru hérna,“ segir hún kímin. Forsvarsmenn leitarvélarinnar Dohop segjast ekki taka eftir því að fólk sé að bóka í flýti í sólina hjá þeim. „Við höfum fundið fyrir mikilli aukningu í ferðalögum almennt, allt að 50%, en ekki sérstaklega núna með skömmum fyrirvara,“ segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira