ESPN segir Tryggva spennandi kost fyrir NBA-lið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júlí 2017 13:57 Tryggvi Snær í leik með íslenska landsliðinu. vísir/ernir Ítarlega er fjallað um Tryggva Snæ Hlinason á heimasíðu ESPN í dag og hann sagður spennandi kostur fyrir NBA-lið. Tryggvi sló nýlega í gegn á EM U-20 í körfubolta þar sem hann var valinn í úrvalslið mótsins. Eins og áður hefur verið fjallað um byrjuðu NBA-spekingar að tjá sig um Tryggva á samfélagsmiðlum en greinilegt er að hann hefur fangað athygli vestanhafs með frammistöðu sinni. Sjá einnig: NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva Í viðtalinu, sem má sjá hér, er Tryggvi spurður um bakgrunn sinn en eins og frægt er orðið ólst Tryggvi upp á bóndabænum Svartárkoti í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu. Í greininni er mikið gert úr því að Tryggvi ólst ekki upp við að leika eftir takta Michael Jordan eða LeBron James, raunar kynntist Tryggvi ekki körfubolta fyrr en hann fluttist til Akureyrar fyrir hálfu fjórða ári síðan. Í dag sé hann framtíð íslensks körfubolta. „Þetta eru aðstæður sem er ekki hægt að útskýra fyrir fólki sem ekki býr á Íslandi eða í þessum landshluta,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem einnig er rætt við í greininni. „Þegar veður er slæmt er í raun ekki hægt að komast þangað eða frá því. Maður er bara fastur þarna. Þetta er einstök saga.“ Tryggvi Snær samdi nýlega við Valencia, gamla félag Jóns Arnórs, en það er spurning hvort að frammistaða hans á EM hafi gert það að verkum að stórlið í Bandaríkjunum muni koma kallandi. „Hann er óslípaður demantur. Honum eru engin takmörk sett,“ sagði Jón Arnór. Fram kemur í greininni að Tryggvi Snær hafi skilað tölum á mótinu sem sjaldan hafi sést hjá miðherja á EM U-20 í körfubolta. Tryggvi Snær var með 14 fráköst, þrjú varin skot og tvær stoðsendingar í leik. Aðrir miðherjar sem hafa skilað álíka tölum eru Andris Biedrins og Anzejs Pasecniks sem báðir hafa spilað í NBA-deildinni.Smelltu hér til að lesa ítarlega umfjöllun um Tryggva Snæ á vefsíðu ESPN. Íslenski körfuboltinn NBA Tengdar fréttir Tryggvi í úrvalsliði EM Tryggvi Snær Hlinason var valinn í fimm manna úrvalslið A-deildar Evrópumóts U-20 ára í körfubolta. 23. júlí 2017 21:03 Evrópuævintýri drengjanna á enda Eftir magnaða frammistöðu á EM U-20 ára liða kom því miður að því að okkar drengir mættu ofjarli sínum. 20. júlí 2017 13:15 NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva Íslensku strákarnir í tuttugu ára landsliðinu eru að gera frábæra hluti á Evrópumóti U20 í Grikklandi og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum í dag með sannfærandi sigri á Svíum. 19. júlí 2017 16:00 Tap á móti Serbum á Evrópumóti U20 liða í körfubolta Íslenska U20 ára landsliðið í körfubolta tapaði gegn Serbíu 71-89 í Grikklandi í kvöld. 22. júlí 2017 20:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
Ítarlega er fjallað um Tryggva Snæ Hlinason á heimasíðu ESPN í dag og hann sagður spennandi kostur fyrir NBA-lið. Tryggvi sló nýlega í gegn á EM U-20 í körfubolta þar sem hann var valinn í úrvalslið mótsins. Eins og áður hefur verið fjallað um byrjuðu NBA-spekingar að tjá sig um Tryggva á samfélagsmiðlum en greinilegt er að hann hefur fangað athygli vestanhafs með frammistöðu sinni. Sjá einnig: NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva Í viðtalinu, sem má sjá hér, er Tryggvi spurður um bakgrunn sinn en eins og frægt er orðið ólst Tryggvi upp á bóndabænum Svartárkoti í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu. Í greininni er mikið gert úr því að Tryggvi ólst ekki upp við að leika eftir takta Michael Jordan eða LeBron James, raunar kynntist Tryggvi ekki körfubolta fyrr en hann fluttist til Akureyrar fyrir hálfu fjórða ári síðan. Í dag sé hann framtíð íslensks körfubolta. „Þetta eru aðstæður sem er ekki hægt að útskýra fyrir fólki sem ekki býr á Íslandi eða í þessum landshluta,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem einnig er rætt við í greininni. „Þegar veður er slæmt er í raun ekki hægt að komast þangað eða frá því. Maður er bara fastur þarna. Þetta er einstök saga.“ Tryggvi Snær samdi nýlega við Valencia, gamla félag Jóns Arnórs, en það er spurning hvort að frammistaða hans á EM hafi gert það að verkum að stórlið í Bandaríkjunum muni koma kallandi. „Hann er óslípaður demantur. Honum eru engin takmörk sett,“ sagði Jón Arnór. Fram kemur í greininni að Tryggvi Snær hafi skilað tölum á mótinu sem sjaldan hafi sést hjá miðherja á EM U-20 í körfubolta. Tryggvi Snær var með 14 fráköst, þrjú varin skot og tvær stoðsendingar í leik. Aðrir miðherjar sem hafa skilað álíka tölum eru Andris Biedrins og Anzejs Pasecniks sem báðir hafa spilað í NBA-deildinni.Smelltu hér til að lesa ítarlega umfjöllun um Tryggva Snæ á vefsíðu ESPN.
Íslenski körfuboltinn NBA Tengdar fréttir Tryggvi í úrvalsliði EM Tryggvi Snær Hlinason var valinn í fimm manna úrvalslið A-deildar Evrópumóts U-20 ára í körfubolta. 23. júlí 2017 21:03 Evrópuævintýri drengjanna á enda Eftir magnaða frammistöðu á EM U-20 ára liða kom því miður að því að okkar drengir mættu ofjarli sínum. 20. júlí 2017 13:15 NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva Íslensku strákarnir í tuttugu ára landsliðinu eru að gera frábæra hluti á Evrópumóti U20 í Grikklandi og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum í dag með sannfærandi sigri á Svíum. 19. júlí 2017 16:00 Tap á móti Serbum á Evrópumóti U20 liða í körfubolta Íslenska U20 ára landsliðið í körfubolta tapaði gegn Serbíu 71-89 í Grikklandi í kvöld. 22. júlí 2017 20:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
Tryggvi í úrvalsliði EM Tryggvi Snær Hlinason var valinn í fimm manna úrvalslið A-deildar Evrópumóts U-20 ára í körfubolta. 23. júlí 2017 21:03
Evrópuævintýri drengjanna á enda Eftir magnaða frammistöðu á EM U-20 ára liða kom því miður að því að okkar drengir mættu ofjarli sínum. 20. júlí 2017 13:15
NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva Íslensku strákarnir í tuttugu ára landsliðinu eru að gera frábæra hluti á Evrópumóti U20 í Grikklandi og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum í dag með sannfærandi sigri á Svíum. 19. júlí 2017 16:00
Tap á móti Serbum á Evrópumóti U20 liða í körfubolta Íslenska U20 ára landsliðið í körfubolta tapaði gegn Serbíu 71-89 í Grikklandi í kvöld. 22. júlí 2017 20:30