Spice selt utan fangelsisveggja Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. júlí 2017 07:00 Spice er manngert kannabis og getur tekið nánast hvaða form sem er. Algengast er að það sé líkt eftir kryddi og þaðan kemur nafnið. Vísir/EPA Vísbendingar eru um að fíkniefnið Spice, sem hingað til hefur nánast eingöngu verið notað af föngum, sé komið út fyrir veggi fangelsa hér á landi og sé að ná almennri útbreiðslu á íslenskum fíkniefnamarkaði. Efnið er stórhættulegt og hefur dregið fjölmarga til dauða, en í janúar síðastliðnum þurfti að kalla til sjúkrabíl eftir að þrír fangar á Litla-Hrauni misstu meðvitund vegna ofskömmtunar af Spice. Spice er nýjasta tískudópið á Litla-Hrauni, en hefur ekki náð miklum vinsældum utan fangelsisins. Samkvæmt eftirgrennslan Fréttablaðsins er talsvert um sölu Spice á Facebook. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga, segist taka eftir söluaukningu á Spice utan fangelsanna, sem sé mikið áhyggjuefni. Blaðamannafundur. Lögregla. Birna Brjánsdóttir. Mannshvarf. GrÃmur GrÃmsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuvísir/anton brink„Þetta er eitthvað sem var hægt að sjá fyrir. Fangelsin endurspegla svolítið það sem mun gerast í þjóðfélaginu, því neysla á nýjum fíkniefnum hefst oftast fyrst í fangelsum, og svo er bara tímaspursmál hvenær þau eru komin inn í samfélagið. Þetta er bara þróunin og það eru allar líkur á því að Spice verði að faraldri,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir að til séu mörg hundruð tegundir af Spice. Fíkniefnið sé manngert og því ómögulegt að vita hvaða efni séu sett í það. „Þetta er mjög hættulegt efni og við hjá Afstöðu höfum miklar áhyggjur af þessu. Við erum til dæmis að sjá það í fangelsunum að það er verið að kalla til lækna og menn eru að fara í hjartastopp, og það verður mjög alvarlegt þegar þetta dóp verður að faraldri á Íslandi,“ segir Guðmundur Ingi hjá Afstöðu. Spice telst til löglegra efna hér á landi, en listi yfir ólögleg fíkniefni hefur ekki verið uppfærður frá 2001. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, segir að þar af leiðandi séu þessi fíkniefni ekki haldlögð..Hann segist vita til þess að efnið sé í dreifingu, en ekki hvort það hafi náð mikilli dreifingu. „Þessar upplýsingar byggi ég bara á því sem er að koma inn til okkar. Spice er ekki á lista yfir ólögleg fíkniefni og þar af leiðandi væri ekkert sem við gætum gert í því – það er ekkert til að leggja hald á. Það er hins vegar eitthvað sem er alveg hægt að gagnrýna, það hvað efni eru lengi að komast inn á þennan lista,“ segir Grímur. Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Litla-Hrauns, segir að sífellt sé verið að auka eftirlit með notkun efnisins. Starfsfólk sé með meiri kunnáttu og þekkingu á meðhöndlun þess en áður. „Við þekkjum betur einkenni manna sem eru undir áhrifum og erum vakandi fyrir ákveðnum hlutum sem við erum að finna í klefunum og geta mögulega verið Spice,“ segir Halldór. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Vísbendingar eru um að fíkniefnið Spice, sem hingað til hefur nánast eingöngu verið notað af föngum, sé komið út fyrir veggi fangelsa hér á landi og sé að ná almennri útbreiðslu á íslenskum fíkniefnamarkaði. Efnið er stórhættulegt og hefur dregið fjölmarga til dauða, en í janúar síðastliðnum þurfti að kalla til sjúkrabíl eftir að þrír fangar á Litla-Hrauni misstu meðvitund vegna ofskömmtunar af Spice. Spice er nýjasta tískudópið á Litla-Hrauni, en hefur ekki náð miklum vinsældum utan fangelsisins. Samkvæmt eftirgrennslan Fréttablaðsins er talsvert um sölu Spice á Facebook. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga, segist taka eftir söluaukningu á Spice utan fangelsanna, sem sé mikið áhyggjuefni. Blaðamannafundur. Lögregla. Birna Brjánsdóttir. Mannshvarf. GrÃmur GrÃmsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuvísir/anton brink„Þetta er eitthvað sem var hægt að sjá fyrir. Fangelsin endurspegla svolítið það sem mun gerast í þjóðfélaginu, því neysla á nýjum fíkniefnum hefst oftast fyrst í fangelsum, og svo er bara tímaspursmál hvenær þau eru komin inn í samfélagið. Þetta er bara þróunin og það eru allar líkur á því að Spice verði að faraldri,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir að til séu mörg hundruð tegundir af Spice. Fíkniefnið sé manngert og því ómögulegt að vita hvaða efni séu sett í það. „Þetta er mjög hættulegt efni og við hjá Afstöðu höfum miklar áhyggjur af þessu. Við erum til dæmis að sjá það í fangelsunum að það er verið að kalla til lækna og menn eru að fara í hjartastopp, og það verður mjög alvarlegt þegar þetta dóp verður að faraldri á Íslandi,“ segir Guðmundur Ingi hjá Afstöðu. Spice telst til löglegra efna hér á landi, en listi yfir ólögleg fíkniefni hefur ekki verið uppfærður frá 2001. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, segir að þar af leiðandi séu þessi fíkniefni ekki haldlögð..Hann segist vita til þess að efnið sé í dreifingu, en ekki hvort það hafi náð mikilli dreifingu. „Þessar upplýsingar byggi ég bara á því sem er að koma inn til okkar. Spice er ekki á lista yfir ólögleg fíkniefni og þar af leiðandi væri ekkert sem við gætum gert í því – það er ekkert til að leggja hald á. Það er hins vegar eitthvað sem er alveg hægt að gagnrýna, það hvað efni eru lengi að komast inn á þennan lista,“ segir Grímur. Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Litla-Hrauns, segir að sífellt sé verið að auka eftirlit með notkun efnisins. Starfsfólk sé með meiri kunnáttu og þekkingu á meðhöndlun þess en áður. „Við þekkjum betur einkenni manna sem eru undir áhrifum og erum vakandi fyrir ákveðnum hlutum sem við erum að finna í klefunum og geta mögulega verið Spice,“ segir Halldór.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira