Varð heimsmeistari eftir áratugar bið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. ágúst 2017 22:58 Barbora Spotakova fagnaði sigrinum í spjótkasti vel og innilega. vísir/getty Úrslit réðust í fimm greinum á HM í frjálsum íþróttum í London í kvöld. Barbora Spotakova frá Tékklandi vann sigur í spjóstkasti kvenna með kasti upp á 66,76 metra. Þetta er í annað sinn sem Spotakova vinnur til gullverðlauna á HM en hún gerði það einnig í Osaka í Japan fyrir 10 árum síðan. Lingwei Li frá Kína varð önnur með kast upp á 66,25 og landa hennar, Huihui Lyu, þriðja með 65,26 metra kast.Ásdís Hjálmsdóttir var á meðal keppenda í úrslitum í spjótkastinu og endaði í 11. sæti sem er hennar besti árangur á HM. Bandaríkjamaðurinn Sam Kendricks varð hlutskarpastur í stangarstökki karla. Þetta er hans fyrsti heimsmeistaratitill. Pólverjinn Piotr Lisek og Frakkinn Renaud Lavilleine komu næstir.Wayde van Niekerk varði heimsmeistaratitilinn í 400 metra hlaupi karla.vísir/gettySuður-Afríkumaðurinn Wayde van Niekerk vann til gullverðlauna í 400 metra á öðru heimsmeistaramótinu í röð. Hann vann einnig gull á Ólympíuleikunum í fyrra. Van Niekerk hljóp á 43,98 sekúndum. Steven Gardiner frá Bahama varð í 2. sæti á 44,41 sekúndu og Adbelah Haroun frá Katar í því þriðja á 44,48 sekúndum. Pierre-Ambroise Bosse frá Frakklandi kom fyrstur í mark í 800 metra hlaupi karla. Hann hljóp á 1:44,67 mínútum. Adam Kszczot frá Póllandi kom næstur á 1:44,95 mínútum og Kipyegon Bett frá Kenýu tók bronsið á 1:45,21 mínútum. Conselus Kipruto frá Kenýu hrósaði sigri í 3000 metra hindrunarhlaupi. Hann kom í mark á 8:14,12 mínútum. Soufiane Elbakkali frá Marokkó varð annar á 8:14,49 mínútum og Bandaríkjamaðurinn Evan Jager þriðji á 8:15,53 mínútum. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ásdís ellefta í úrslitum Ásdís Hjálmsdóttir endaði í 11. sæti í úrslitum í spjótkasti á HM í frjálsum íþróttum sem fer fram á Lundúnaleikvanginum. 8. ágúst 2017 19:00 Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjá meira
Úrslit réðust í fimm greinum á HM í frjálsum íþróttum í London í kvöld. Barbora Spotakova frá Tékklandi vann sigur í spjóstkasti kvenna með kasti upp á 66,76 metra. Þetta er í annað sinn sem Spotakova vinnur til gullverðlauna á HM en hún gerði það einnig í Osaka í Japan fyrir 10 árum síðan. Lingwei Li frá Kína varð önnur með kast upp á 66,25 og landa hennar, Huihui Lyu, þriðja með 65,26 metra kast.Ásdís Hjálmsdóttir var á meðal keppenda í úrslitum í spjótkastinu og endaði í 11. sæti sem er hennar besti árangur á HM. Bandaríkjamaðurinn Sam Kendricks varð hlutskarpastur í stangarstökki karla. Þetta er hans fyrsti heimsmeistaratitill. Pólverjinn Piotr Lisek og Frakkinn Renaud Lavilleine komu næstir.Wayde van Niekerk varði heimsmeistaratitilinn í 400 metra hlaupi karla.vísir/gettySuður-Afríkumaðurinn Wayde van Niekerk vann til gullverðlauna í 400 metra á öðru heimsmeistaramótinu í röð. Hann vann einnig gull á Ólympíuleikunum í fyrra. Van Niekerk hljóp á 43,98 sekúndum. Steven Gardiner frá Bahama varð í 2. sæti á 44,41 sekúndu og Adbelah Haroun frá Katar í því þriðja á 44,48 sekúndum. Pierre-Ambroise Bosse frá Frakklandi kom fyrstur í mark í 800 metra hlaupi karla. Hann hljóp á 1:44,67 mínútum. Adam Kszczot frá Póllandi kom næstur á 1:44,95 mínútum og Kipyegon Bett frá Kenýu tók bronsið á 1:45,21 mínútum. Conselus Kipruto frá Kenýu hrósaði sigri í 3000 metra hindrunarhlaupi. Hann kom í mark á 8:14,12 mínútum. Soufiane Elbakkali frá Marokkó varð annar á 8:14,49 mínútum og Bandaríkjamaðurinn Evan Jager þriðji á 8:15,53 mínútum.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ásdís ellefta í úrslitum Ásdís Hjálmsdóttir endaði í 11. sæti í úrslitum í spjótkasti á HM í frjálsum íþróttum sem fer fram á Lundúnaleikvanginum. 8. ágúst 2017 19:00 Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjá meira
Ásdís ellefta í úrslitum Ásdís Hjálmsdóttir endaði í 11. sæti í úrslitum í spjótkasti á HM í frjálsum íþróttum sem fer fram á Lundúnaleikvanginum. 8. ágúst 2017 19:00