Magnaður Farah vann enn og aftur gull Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. ágúst 2017 20:51 Mo Farah fagnar er hann kemur í mark í kvöld. Vísir/AFP Mo Farah tryggði sér í kvöld sinn þriðja heimsmeistaratitil í röð í 10 þúsund metra hlaupi á HM í frjálsum. Hlaupið fór fram á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum, þar sem Farah vann frægt Ólympíugull í greininni fyrir fimm árum síðan. Farah naut gríðarlega mikils stuðnings á heimavelli en fór sér hægt í upphafi. Hann hélt sér um miðjan hóp framan af hlaupi en svo virtist sem að hlauparar frá Kenýu og Úganda höfðu samráð um að halda uppi hraða í hlaupinu í þeirri von um að draga úr endaspretti Farah. Hann tók forystu þegar tveir hringir voru eftir en þrátt fyrir að keppinautar hans hafi náð að hanga í honum stakk hann einfaldlega af á síðustu 150 metrunum og bar sigur úr býtum á 26:49,51 mínútum. Joshua Cheptegei frá Úganda varð annar á 26:49,94 mínútum en Paul Tanui, sem lagði hvað harðast að Farah á lokasprettinum, vann brons á 26:50,60 mínútum. Heimsmetið í greininni er 26:17,53 mínútur en Farah var þremur sekúndum frá sínum besta tíma á ferlinum. Farah hefur verið nánast ósigrandi á stórmótum síðustu árin en hann vann gull í bæði fimm og tíu þúsund metra hlaupi á leikunum í Lundúnum og svo aftur í Ríó í fyrra. Hann vann einnig báðar greinar á HM í Moskvu fyrir fjórum árum sem og í Peking fyrir tveimur árum. Hann vann sitt fyrsta heimsmeistaratitil er hann fagnaði sigri í fimm þúsund metra hlaupi á HM í Suður-Kóreu árið 2011 en hann varð að sætta sig þá við silfur í tíu þúsund metra hlaupinu. Farah er sigursælasti frjálsíþróttamaður Breta frá upphafi en gullið sem hann vann í kvöld var tíunda gull hans á annað hvort heimsmeistaramóti eða Ólympíuleikum.An emotional Mo Farah reflects on that incredible 10,000m race at #London2017. pic.twitter.com/ML2lczxWKr— BBC Sport (@BBCSport) August 4, 2017 Frjálsar íþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Sjá meira
Mo Farah tryggði sér í kvöld sinn þriðja heimsmeistaratitil í röð í 10 þúsund metra hlaupi á HM í frjálsum. Hlaupið fór fram á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum, þar sem Farah vann frægt Ólympíugull í greininni fyrir fimm árum síðan. Farah naut gríðarlega mikils stuðnings á heimavelli en fór sér hægt í upphafi. Hann hélt sér um miðjan hóp framan af hlaupi en svo virtist sem að hlauparar frá Kenýu og Úganda höfðu samráð um að halda uppi hraða í hlaupinu í þeirri von um að draga úr endaspretti Farah. Hann tók forystu þegar tveir hringir voru eftir en þrátt fyrir að keppinautar hans hafi náð að hanga í honum stakk hann einfaldlega af á síðustu 150 metrunum og bar sigur úr býtum á 26:49,51 mínútum. Joshua Cheptegei frá Úganda varð annar á 26:49,94 mínútum en Paul Tanui, sem lagði hvað harðast að Farah á lokasprettinum, vann brons á 26:50,60 mínútum. Heimsmetið í greininni er 26:17,53 mínútur en Farah var þremur sekúndum frá sínum besta tíma á ferlinum. Farah hefur verið nánast ósigrandi á stórmótum síðustu árin en hann vann gull í bæði fimm og tíu þúsund metra hlaupi á leikunum í Lundúnum og svo aftur í Ríó í fyrra. Hann vann einnig báðar greinar á HM í Moskvu fyrir fjórum árum sem og í Peking fyrir tveimur árum. Hann vann sitt fyrsta heimsmeistaratitil er hann fagnaði sigri í fimm þúsund metra hlaupi á HM í Suður-Kóreu árið 2011 en hann varð að sætta sig þá við silfur í tíu þúsund metra hlaupinu. Farah er sigursælasti frjálsíþróttamaður Breta frá upphafi en gullið sem hann vann í kvöld var tíunda gull hans á annað hvort heimsmeistaramóti eða Ólympíuleikum.An emotional Mo Farah reflects on that incredible 10,000m race at #London2017. pic.twitter.com/ML2lczxWKr— BBC Sport (@BBCSport) August 4, 2017
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Sjá meira