Sport

Bolt örugglega áfram í undanúrslit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bolt í hlaupinu í kvöld.
Bolt í hlaupinu í kvöld. Vísir/AFP
Usain Bolt frá Jamaíku komst örugglega áfram í undanúrslit 100 m hlaups karla á HM í frjálsum sem hófst í Lundúnum í dag.

Bolt var á sjöundu braut í sjötta og síðasta riðli undanrásanna og skokkaði í mark á 10,07 sekúndum. Hann þurfti ekki að hafa mikið fyrir tímanum en heimsmet hans í greininni, sem er nú átta ára gamalt, er 9,58 sekúndur.

Þetta verður að öllum líkindum í síðasta sinn sem að Bolt keppir í 100 m hlaupi á ferlinum en bæði undanúrslitin og úrslitin fara fram annað kvöld.

Julian Forte frá Jamaíku átti besta tíma undanrásanna eða 9,99 sekúndur. Christian Coleman frá Bandaríkjunum kom næstur á 10,01 sekúndum.

Bolt var gríðarlega vel fagnað á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum í dag en meðal annarra sem komust áfram má nefna Justin Gatlin og Yohan Blake.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×