Tónskáldið Hans Zimmer tekur við af Jóhanni Jóhannssyni í Blade Runner 2049 Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 1. ágúst 2017 13:51 Jóhann er farsælt tónskáld sem hefur gert það gott vestanhafs. Vísir/Getty Kvikmyndatónskáldið Hans Zimmer mun sjá um að semja tónlistina fyrir nýjustu mynd Denis Villeneuve, Blade Runner 2049. Upprunalega stóð til að íslenska tónskáldið Jóhann Jóhannsson, sem hlaut Golden Globe verðlaunin árið 2015 fyrir tónsmíðar sínar í kvikmyndinni Theory of Everything, myndi semja tónlistina fyrir kvikmyndina. Skjótt skipast veður í lofti og nú hefur verið ákveðið að Zimmer muni taka við verkefninu. Jóhann mun þó ekki stíga alveg til hliðar því hann mun vera Zimmer og aðstoðarmanni hans innan handar í ferlinu. Jóhann hefur áður unnið að tónlistinni fyrir kvikmyndir Villeneuve nú síðast í kvikmyndinni Arrival sem kom út árið 2016. Jóhann var jafnframt tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna í ár fyrir tónsmíðar sínar í þeirri mynd. Samkvæmt Vanity Fair ákvað Jóhann að stíga til hliðar til að taka þátt í öðru verkefni enda nóg fyrir stafni hjá honum á næstunni. Menning Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Kvikmyndatónskáldið Hans Zimmer mun sjá um að semja tónlistina fyrir nýjustu mynd Denis Villeneuve, Blade Runner 2049. Upprunalega stóð til að íslenska tónskáldið Jóhann Jóhannsson, sem hlaut Golden Globe verðlaunin árið 2015 fyrir tónsmíðar sínar í kvikmyndinni Theory of Everything, myndi semja tónlistina fyrir kvikmyndina. Skjótt skipast veður í lofti og nú hefur verið ákveðið að Zimmer muni taka við verkefninu. Jóhann mun þó ekki stíga alveg til hliðar því hann mun vera Zimmer og aðstoðarmanni hans innan handar í ferlinu. Jóhann hefur áður unnið að tónlistinni fyrir kvikmyndir Villeneuve nú síðast í kvikmyndinni Arrival sem kom út árið 2016. Jóhann var jafnframt tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna í ár fyrir tónsmíðar sínar í þeirri mynd. Samkvæmt Vanity Fair ákvað Jóhann að stíga til hliðar til að taka þátt í öðru verkefni enda nóg fyrir stafni hjá honum á næstunni.
Menning Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira