Fiskeldi í Ísafjarðardjúpi – fólk, laxar og sameiginleg framtíð Jón Páll Hreinsson skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Ísafjarðardjúp er talið afar heppilegt svæði til að halda úti fiskeldi. Hafrannsóknastofnun hefur metið að Ísafjarðardjúp þoli 30.000 tonna eldi eins og fram kemur í burðarþolsmati sem stofnunin gaf út sl. vetur. Eldislax er verðmætur fiskur og skilar meiri verðmætum á hvert kíló en bolfiskur. Þannig mun 30.000 tonna fiskeldi á laxi skila meiri verðmætum en allur bolfiskafli sem kemur á land í Bolungarvík, Ísafirði og Súðavík. Samkvæmt tölum um fjölda starfa í norsku fiskeldi, má gera ráð fyrir að 30.000 tonna fiskeldi í Ísafjarðardjúpi skapi á bilinu 400 til 600 störf. Þá eru ótalin afleiddu störfin, störfin sem skapast í samfélaginu vegna aukningar á opinberri þjónustu og annarri almennri þjónustu. Áhrifin af þessum nýjum störfum myndu leiða til þess að fjölgun íbúa væri ekki talin í hundruðum, heldur þúsundum íbúa í sveitarfélögum við Djúp. Utan þessa hefur starfsemi fiskeldisfyrirtækja jákvæð áhrif á rekstur sveitarfélaga, en fiskeldisfyrirtæki eru t.d. mikilvægir viðskiptavinir hafnarsjóða sveitarfélaganna. Þessi 30.000 tonn af eldislaxi gætu skilað 300 til 400 milljónum í tekjur til hafnarsjóða þessara sveitarfélaga sem eru svipaðar tekjur og af 200-300 skemmtiferðaskipum. Það þarf því ekki að efast um að fyrirhugað fiskeldi í Ísafjarðardjúpi mun skipta sköpum fyrir samfélögin við Djúp. Þúsundir nýrra starfa og fjölgun íbúa munu auka getu sveitarfélaganna til að byggja upp betra samfélag. Betra samfélag sem ekki verður lengur í stöðugri varnarbaráttu með tilheyrandi fækkun íbúa þar sem sífellt erfiðara verður að halda uppi þeirri þjónustu sem íbúar eiga skilið. Betra samfélag er sjálfbært samfélag , sem viðheldur sér og vex í sátt við menn, líf, umhverfi og framtíð. Þessi mikilvæga uppbygging má ekki ganga á náttúruna með óafturkræfum hætti og nauðsynlegt að finna jafnvægi milli nýtingar og verndunar. Í nýlegri skýrslu Hafrannsóknastofnunar er komist að þeirri niðurstöðu að of mikil áhætta er á að þrjár laxveiðiár í Ísafjarðardjúpi verði fyrir skaða vegna erfðablöndunar við strokufiska úr fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Ýmsir hafa gagnrýnt skýrsluna og forsendur hennar og viljað hunsa niðurstöður hennar. Aðrir hafa jafnvel ýjað að því að fórna mætti laxastofninum í þessum fallegu laxveiðiám. Þess þarf ekki og að sjálfsögðu á náttúran að njóta vafans, eins og hún hefur fengið að gera í gegnum allt leyfisferli fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Í skýrslu Hafrannsóknastofnunar er hins vegar einnig fjallað um mótvægisaðgerðir sem fiskeldisfyrirtæki geta gripið til til að minnka áhættuna á erfðablöndun. Fiskeldisfyrirtækin hafa sjálf talað fyrir mótvægisaðgerðum og hafa þau fjallað um þær í sínum umsóknum um fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Það er krafa okkar að samfélagið við djúp fái líka að njóta vafans og það verði reynt á umræddar mótvægisaðgerðir. Áhættumatið verði endurmetið á forsendum mótvægisaðgerða og ný sviðsmynd verði gerð á forsendum þess. Umræddar laxveiðiár verði jafnframt vaktaðar sérstaklega og fylgst með hvernig villti stofninn bregst við fiskeldi. Ef vel tekst til með fiskeldið og sannanlega verði sýnt fram á að mótvægisaðgerðir virki, þá er ekkert því til fyrirstöðu að hefja fiskeldi í Ísafjarðardjúpi strax á næsta ári. Á sama tíma fær náttúran áfram að njóta vafans. Það er ófrávíkjanleg krafa að hagsmunir samfélagsins við Djúp séu jafnframt hafðir til hliðsjónar í þeirri stóru ákvörðun um hvort leyfa eigi fiskeldi í Ísafjarðardjúpi sem nú er fram undan. Það eru allar forsendur fyrir hendi, lýðfræðilegar, líffræðilegar, vistvænar og hagrænar að menn og laxar, hvort sem þeir lifa villt eða í eldi, eigi sér öfluga sameiginlega framtíð við Ísafjarðardjúp. Það er kjarni málsins.Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðun Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Ísafjarðardjúp er talið afar heppilegt svæði til að halda úti fiskeldi. Hafrannsóknastofnun hefur metið að Ísafjarðardjúp þoli 30.000 tonna eldi eins og fram kemur í burðarþolsmati sem stofnunin gaf út sl. vetur. Eldislax er verðmætur fiskur og skilar meiri verðmætum á hvert kíló en bolfiskur. Þannig mun 30.000 tonna fiskeldi á laxi skila meiri verðmætum en allur bolfiskafli sem kemur á land í Bolungarvík, Ísafirði og Súðavík. Samkvæmt tölum um fjölda starfa í norsku fiskeldi, má gera ráð fyrir að 30.000 tonna fiskeldi í Ísafjarðardjúpi skapi á bilinu 400 til 600 störf. Þá eru ótalin afleiddu störfin, störfin sem skapast í samfélaginu vegna aukningar á opinberri þjónustu og annarri almennri þjónustu. Áhrifin af þessum nýjum störfum myndu leiða til þess að fjölgun íbúa væri ekki talin í hundruðum, heldur þúsundum íbúa í sveitarfélögum við Djúp. Utan þessa hefur starfsemi fiskeldisfyrirtækja jákvæð áhrif á rekstur sveitarfélaga, en fiskeldisfyrirtæki eru t.d. mikilvægir viðskiptavinir hafnarsjóða sveitarfélaganna. Þessi 30.000 tonn af eldislaxi gætu skilað 300 til 400 milljónum í tekjur til hafnarsjóða þessara sveitarfélaga sem eru svipaðar tekjur og af 200-300 skemmtiferðaskipum. Það þarf því ekki að efast um að fyrirhugað fiskeldi í Ísafjarðardjúpi mun skipta sköpum fyrir samfélögin við Djúp. Þúsundir nýrra starfa og fjölgun íbúa munu auka getu sveitarfélaganna til að byggja upp betra samfélag. Betra samfélag sem ekki verður lengur í stöðugri varnarbaráttu með tilheyrandi fækkun íbúa þar sem sífellt erfiðara verður að halda uppi þeirri þjónustu sem íbúar eiga skilið. Betra samfélag er sjálfbært samfélag , sem viðheldur sér og vex í sátt við menn, líf, umhverfi og framtíð. Þessi mikilvæga uppbygging má ekki ganga á náttúruna með óafturkræfum hætti og nauðsynlegt að finna jafnvægi milli nýtingar og verndunar. Í nýlegri skýrslu Hafrannsóknastofnunar er komist að þeirri niðurstöðu að of mikil áhætta er á að þrjár laxveiðiár í Ísafjarðardjúpi verði fyrir skaða vegna erfðablöndunar við strokufiska úr fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Ýmsir hafa gagnrýnt skýrsluna og forsendur hennar og viljað hunsa niðurstöður hennar. Aðrir hafa jafnvel ýjað að því að fórna mætti laxastofninum í þessum fallegu laxveiðiám. Þess þarf ekki og að sjálfsögðu á náttúran að njóta vafans, eins og hún hefur fengið að gera í gegnum allt leyfisferli fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Í skýrslu Hafrannsóknastofnunar er hins vegar einnig fjallað um mótvægisaðgerðir sem fiskeldisfyrirtæki geta gripið til til að minnka áhættuna á erfðablöndun. Fiskeldisfyrirtækin hafa sjálf talað fyrir mótvægisaðgerðum og hafa þau fjallað um þær í sínum umsóknum um fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Það er krafa okkar að samfélagið við djúp fái líka að njóta vafans og það verði reynt á umræddar mótvægisaðgerðir. Áhættumatið verði endurmetið á forsendum mótvægisaðgerða og ný sviðsmynd verði gerð á forsendum þess. Umræddar laxveiðiár verði jafnframt vaktaðar sérstaklega og fylgst með hvernig villti stofninn bregst við fiskeldi. Ef vel tekst til með fiskeldið og sannanlega verði sýnt fram á að mótvægisaðgerðir virki, þá er ekkert því til fyrirstöðu að hefja fiskeldi í Ísafjarðardjúpi strax á næsta ári. Á sama tíma fær náttúran áfram að njóta vafans. Það er ófrávíkjanleg krafa að hagsmunir samfélagsins við Djúp séu jafnframt hafðir til hliðsjónar í þeirri stóru ákvörðun um hvort leyfa eigi fiskeldi í Ísafjarðardjúpi sem nú er fram undan. Það eru allar forsendur fyrir hendi, lýðfræðilegar, líffræðilegar, vistvænar og hagrænar að menn og laxar, hvort sem þeir lifa villt eða í eldi, eigi sér öfluga sameiginlega framtíð við Ísafjarðardjúp. Það er kjarni málsins.Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun