Fyrsta lagið á íslensku rauk á toppinn Stefán Þór Hjartarson skrifar 17. ágúst 2017 11:30 Chase og Oddur ákváðu í fyrra að leggja tónlistina fyrir sig og það hefur ekki staðið á árangrinum. Vísir/Anton Brink Lagið Ég vil það með Chase og Jóa Pé hefur verið gríðarlega vinsælt síðan það kom út fyrir tæpum þremur vikum og er á toppi Spotify vinsældarlistans auk þess sem áhorf á myndbandið eru farin að nálgast 80 þúsund á ekki lengri tíma. Chase Anthony er aðeins 18 ára og ekki búinn að vera lengi að – hann gaf út sitt fyrsta lag í október í fyrra. „Við erum tveir sem byrjuðum þetta saman – ég og Oddur Þórisson. Við hittumst fyrst 24. október til að gera tónlist, við höfðum verið í skóla saman og þekktumst, og svo kom fyrsta lagið þarna 28. október. Eftir það vorum við að vinna saman með skólanum, hægt og rólega. Við erum búnir að gefa út þrjú lög á ensku en núna í sumar prófuðum við að gefa út lag á íslensku. Þá fengum við Jóa með, við vorum búnir að vera góðir kunningjar og gáfum út Ég vil það,“ segir Chase en honum fannst enskan ekki vera að virka neitt og því var ákveðið að skipta yfir í okkar ástkæra og ylhýra – og það virkaði heldur betur vel fyrir þá.Bjuggust þið við þessum viðtökum? „Nei, eiginlega ekki, maður býst alltaf við því besta auðvitað – en ég var eiginlega bara „what, hvað er að gerast?!“ Ég var í Bandaríkjunum á meðan á þessu stóð og ég hugsaði með mér „af hverju er ég ekki á Íslandi núna?““ Chase hefur nokkrum sinnum spilað á tónleikum en málsháttur í íslensku rappsenunni er svohljóðandi: „ef þú hefur ekki spilað á Prikinu, hefur þú þá í raun og veru spilað?“. Eða það gæti allt eins verið svona málsháttur.“ Allavega verður Chase með „showcase“ á Prikinu í kvöld þar sem hann sýnir kröfuhörðum Prikurum hvers megnugur hann er og verða þetta hans fyrstu tónleikar í Mekka rappsins á Íslandi – og alveg örugglega ekki þeir síðustu.Hvað muntu bjóða upp á á Prikinu í kvöld? „Við erum að gera plötu á Íslensku núna – hún ætti að vera tilbúin í byrjun september. Við ætlum líklega að sýna alveg tvö ný lög á Prikinu á morgun. Jói P verður þarna, ég held að Króli verði líka og auðvitað Oddur. Síðan er möguleiki á að það mæti leynigestur en það kemur auðvitað í ljós á morgun hver það er.“ Tónleikarnir hefjast á Prikinu klukkan tíu en örugglega er gáfulegt að mæta fyrr enda rúmar staðurinn ekki endalausan fjölda. Tónlist Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Lagið Ég vil það með Chase og Jóa Pé hefur verið gríðarlega vinsælt síðan það kom út fyrir tæpum þremur vikum og er á toppi Spotify vinsældarlistans auk þess sem áhorf á myndbandið eru farin að nálgast 80 þúsund á ekki lengri tíma. Chase Anthony er aðeins 18 ára og ekki búinn að vera lengi að – hann gaf út sitt fyrsta lag í október í fyrra. „Við erum tveir sem byrjuðum þetta saman – ég og Oddur Þórisson. Við hittumst fyrst 24. október til að gera tónlist, við höfðum verið í skóla saman og þekktumst, og svo kom fyrsta lagið þarna 28. október. Eftir það vorum við að vinna saman með skólanum, hægt og rólega. Við erum búnir að gefa út þrjú lög á ensku en núna í sumar prófuðum við að gefa út lag á íslensku. Þá fengum við Jóa með, við vorum búnir að vera góðir kunningjar og gáfum út Ég vil það,“ segir Chase en honum fannst enskan ekki vera að virka neitt og því var ákveðið að skipta yfir í okkar ástkæra og ylhýra – og það virkaði heldur betur vel fyrir þá.Bjuggust þið við þessum viðtökum? „Nei, eiginlega ekki, maður býst alltaf við því besta auðvitað – en ég var eiginlega bara „what, hvað er að gerast?!“ Ég var í Bandaríkjunum á meðan á þessu stóð og ég hugsaði með mér „af hverju er ég ekki á Íslandi núna?““ Chase hefur nokkrum sinnum spilað á tónleikum en málsháttur í íslensku rappsenunni er svohljóðandi: „ef þú hefur ekki spilað á Prikinu, hefur þú þá í raun og veru spilað?“. Eða það gæti allt eins verið svona málsháttur.“ Allavega verður Chase með „showcase“ á Prikinu í kvöld þar sem hann sýnir kröfuhörðum Prikurum hvers megnugur hann er og verða þetta hans fyrstu tónleikar í Mekka rappsins á Íslandi – og alveg örugglega ekki þeir síðustu.Hvað muntu bjóða upp á á Prikinu í kvöld? „Við erum að gera plötu á Íslensku núna – hún ætti að vera tilbúin í byrjun september. Við ætlum líklega að sýna alveg tvö ný lög á Prikinu á morgun. Jói P verður þarna, ég held að Króli verði líka og auðvitað Oddur. Síðan er möguleiki á að það mæti leynigestur en það kemur auðvitað í ljós á morgun hver það er.“ Tónleikarnir hefjast á Prikinu klukkan tíu en örugglega er gáfulegt að mæta fyrr enda rúmar staðurinn ekki endalausan fjölda.
Tónlist Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira