Ekkert barn útundan! Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 10:00 Ég þekki sex ára gamla skottu sem fékk sína fyrstu skólatösku um daginn. Hún er svo heppin að hún fékk töskuna sem hana langaði mest í – eða réttara sagt einu töskuna sem hana langaði í eftir að hafa rekið augun í hana í búðinni með mömmu sinni. Nú sefur stelpuskottið með töskuna uppi í rúmi hjá sér og getur varla beðið eftir því að skólinn byrji. Hjálparstarf kirkjunnar styður heilshugar baráttu Barnaheilla og tekur undir áskorun þeirra til stjórnvalda um að virða réttindi hvers barns til gjaldfrjálsrar grunnskólamenntunar sem og rétt barna á vernd gegn mismunun. Það er mikið gleðiefni hve mörg sveitarfélög í landinu hafa ákveðið að skólar útvegi námsgögn endurgjaldslaust nú í haust. Það er nefnilega svo að í uppsveiflu í efnahagslífinu situr eftir hópur fólks sem býr við efnislegan skort. Fyrir barnafjölskyldur sem þannig er statt um reynist haustið erfiður tími. Skólataska, pennaveski, íþróttaföt, vetrarfatnaður, skór og stígvél, allt kostar þetta peninga svo ekki sé minnst á útgjöld vegna íþrótta- og tómstundastarfs sem falla til í upphafi skólaárs sem og kostnað vegna námsgagna þar sem enn þarf að greiða fyrir þau. Auðvitað endurnýtir fólk skóladót og íþróttabúnað frá fyrra ári og yngri börn fá frá þeim eldri en stundum dugar það ekki til og þá eru góð ráð dýr. Foreldrar grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör leita um þessar mundir stuðnings hjá Hjálparstarfi kirkjunnar til að geta útbúið börnin í upphafi skólaárs. Í fyrrahaust fengu foreldrar um 200 barna aðstoð hjá Hjálparstarfinu og við búumst við að álíka margar fjölskyldur leiti til okkar nú. Hjálparstarfið aðstoðar fjölskyldur sem búa við kröpp kjör í upphafi skólaárs því efnaleysi á ekki að hindra börn í námi eða í íþrótta- og frístundastarfi með jafnöldrum sínum. Öll börn eiga að geta hlakkað til að byrja í skóla!Höfundur er fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ég þekki sex ára gamla skottu sem fékk sína fyrstu skólatösku um daginn. Hún er svo heppin að hún fékk töskuna sem hana langaði mest í – eða réttara sagt einu töskuna sem hana langaði í eftir að hafa rekið augun í hana í búðinni með mömmu sinni. Nú sefur stelpuskottið með töskuna uppi í rúmi hjá sér og getur varla beðið eftir því að skólinn byrji. Hjálparstarf kirkjunnar styður heilshugar baráttu Barnaheilla og tekur undir áskorun þeirra til stjórnvalda um að virða réttindi hvers barns til gjaldfrjálsrar grunnskólamenntunar sem og rétt barna á vernd gegn mismunun. Það er mikið gleðiefni hve mörg sveitarfélög í landinu hafa ákveðið að skólar útvegi námsgögn endurgjaldslaust nú í haust. Það er nefnilega svo að í uppsveiflu í efnahagslífinu situr eftir hópur fólks sem býr við efnislegan skort. Fyrir barnafjölskyldur sem þannig er statt um reynist haustið erfiður tími. Skólataska, pennaveski, íþróttaföt, vetrarfatnaður, skór og stígvél, allt kostar þetta peninga svo ekki sé minnst á útgjöld vegna íþrótta- og tómstundastarfs sem falla til í upphafi skólaárs sem og kostnað vegna námsgagna þar sem enn þarf að greiða fyrir þau. Auðvitað endurnýtir fólk skóladót og íþróttabúnað frá fyrra ári og yngri börn fá frá þeim eldri en stundum dugar það ekki til og þá eru góð ráð dýr. Foreldrar grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör leita um þessar mundir stuðnings hjá Hjálparstarfi kirkjunnar til að geta útbúið börnin í upphafi skólaárs. Í fyrrahaust fengu foreldrar um 200 barna aðstoð hjá Hjálparstarfinu og við búumst við að álíka margar fjölskyldur leiti til okkar nú. Hjálparstarfið aðstoðar fjölskyldur sem búa við kröpp kjör í upphafi skólaárs því efnaleysi á ekki að hindra börn í námi eða í íþrótta- og frístundastarfi með jafnöldrum sínum. Öll börn eiga að geta hlakkað til að byrja í skóla!Höfundur er fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar