Rebekka Sif frumsýnir myndband Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. ágúst 2017 18:04 Rebekka Sif segir frá gerð nýja myndbandsins við lagið Wondering. Rebekka Sif Rebekka Sif Stefánsdóttir, tónlistarkona, gefur út sína fyrstu plötu fimmtudaginn 17. ágúst og af því tilefni gefur hún út tónlistarmynd við tiltillag plötunnar „Wondering“ sem er frumsýnt hér á Vísi. Myndbandið við lagið var tekið upp á Hellisgerði í Hafnarfirði fyrir nokkrum vikum. „Það er fyndið að segja frá því að þrjár þýskar konur, túristar, tylltu sér á bekk rétt hjá okkur til að horfa á myndbandsupptökuna og sátu þar í allavega einn og hálfan tíma. Þær klöppuðu meira að segja inn á milli þegar ég stóð mig sérstaklega vel við að mæma lagið,“ segir Rebekka og hlær. Lagið sjálft er líflegur poppsmellur sem Rebekka segir að fjalli um „kómísk samskipti“ tveggja einstaklinga sem fara á mis. „Ef þú hefur verið að hitta einhvern og liðið eins og ekki sé allt með felldu ættirðu að geta tengt við þetta lag,“ segir Rebekka og bætir við: „Það er svo þreytandi þegar manneskja neitar að horfast í augu við mann og viðurkenna hvað er að, að það verður að lokum fyndið.“ Rebekka segir að maður geti annað hvort varið orku í að eltast við manneskjuna eða hlegið að þessu öllu saman og jafnvel samið lag um samskiptin.Rebekka Sif gefur út sína fyrstu plötu 17. ágúst næstkomandi og gefur út myndband af því tilefni.Rebekka SifEn hvað er fram undan hjá Rebekku? „Eftir útgáfutónleikana fer ég beint í það að pakka saman öllu dótinu mínu þar sem ég og kærastinn erum að flytja til Svíþjóðar í lok ágúst. Ég mun hefja söngkennaranám í byrjun september í Complete Vocal Institute sem ég er gífurlega spennt fyrir og síðan mun ég auðvitað halda áfram að semja, koma fram og skapa,“ segir Rebekka sem er spennt fyrir komandi tímum. Á plötunni eru ellefu lög sem hún samdi yfir fimm ára skeið. Hún segist sjálf hafa samið öll lögin en Aron Andri Magnússon samdi auk þess með henni lögin Wondering og The One Who Gets Away. Þá samdi Sindri Snær Thorlacious lagið Disappear sem Rebekka samdi textann við.Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Gunnjón Gestsson og Orri Snær Karlsson sáu um gerð myndbandsins og þá spila þeir Aron Andri Magnússon, Sindri Snær Thorlacius, Daniel Alexander Catcart-Jones og Arnór Sigurðsson með henni. Arnór sá um upptökustjórn og hljóðblöndun. Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Rebekka Sif Stefánsdóttir, tónlistarkona, gefur út sína fyrstu plötu fimmtudaginn 17. ágúst og af því tilefni gefur hún út tónlistarmynd við tiltillag plötunnar „Wondering“ sem er frumsýnt hér á Vísi. Myndbandið við lagið var tekið upp á Hellisgerði í Hafnarfirði fyrir nokkrum vikum. „Það er fyndið að segja frá því að þrjár þýskar konur, túristar, tylltu sér á bekk rétt hjá okkur til að horfa á myndbandsupptökuna og sátu þar í allavega einn og hálfan tíma. Þær klöppuðu meira að segja inn á milli þegar ég stóð mig sérstaklega vel við að mæma lagið,“ segir Rebekka og hlær. Lagið sjálft er líflegur poppsmellur sem Rebekka segir að fjalli um „kómísk samskipti“ tveggja einstaklinga sem fara á mis. „Ef þú hefur verið að hitta einhvern og liðið eins og ekki sé allt með felldu ættirðu að geta tengt við þetta lag,“ segir Rebekka og bætir við: „Það er svo þreytandi þegar manneskja neitar að horfast í augu við mann og viðurkenna hvað er að, að það verður að lokum fyndið.“ Rebekka segir að maður geti annað hvort varið orku í að eltast við manneskjuna eða hlegið að þessu öllu saman og jafnvel samið lag um samskiptin.Rebekka Sif gefur út sína fyrstu plötu 17. ágúst næstkomandi og gefur út myndband af því tilefni.Rebekka SifEn hvað er fram undan hjá Rebekku? „Eftir útgáfutónleikana fer ég beint í það að pakka saman öllu dótinu mínu þar sem ég og kærastinn erum að flytja til Svíþjóðar í lok ágúst. Ég mun hefja söngkennaranám í byrjun september í Complete Vocal Institute sem ég er gífurlega spennt fyrir og síðan mun ég auðvitað halda áfram að semja, koma fram og skapa,“ segir Rebekka sem er spennt fyrir komandi tímum. Á plötunni eru ellefu lög sem hún samdi yfir fimm ára skeið. Hún segist sjálf hafa samið öll lögin en Aron Andri Magnússon samdi auk þess með henni lögin Wondering og The One Who Gets Away. Þá samdi Sindri Snær Thorlacious lagið Disappear sem Rebekka samdi textann við.Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Gunnjón Gestsson og Orri Snær Karlsson sáu um gerð myndbandsins og þá spila þeir Aron Andri Magnússon, Sindri Snær Thorlacius, Daniel Alexander Catcart-Jones og Arnór Sigurðsson með henni. Arnór sá um upptökustjórn og hljóðblöndun.
Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira