Trump gagnrýndur fyrir náðun umdeilds fógeta Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2017 08:39 Arpaio var tíður gestur á fjöldafundum Trump í kosningabaráttunni. Þeir hafa verið bandamenn frá því að báðir sökuðu Barack Obama um að vera ekki löglegur forseti. Vísir/AFP Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings úr röðum repúblikana segir að Donald Trump forseti hefði ekki átt að náða fógeta frá Arizona sem var sakfelldur fyrir að óhlýðnast tilskipun dómstóls. Trump tilkynnti á föstudagskvöld, í þann mund sem stærsti fellibylur í áratug gekk á land í Texas, að hann hefði náðað Joe Arpaio, fyrrverandi fógeta í Maricopa-sýslu í Arizona. Arpaio var sakfelldur fyrir að óhlýðnast tilskipun dómstóls um að hann skyldi hætta að stöðva fólk eingöngu vegna þess að það leit út fyrir að vera innflytjendur. „Löggæsluembættismenn ættu að bera sérstaka ábyrgð á því að virða réttindi allra í Bandaríkjunum. Við ættum ekki að leyfa neinum að trúa því að sú ábyrgð sé skert með þessari náðun. Þingforsetinn er ekki sammála þessari ákvörðun,“ segir í yfirlýsingu Pauls Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar og einum hæst setta repúblikananaum á Bandaríkjaþingi. Fleiri háttsettir repúblikanar eins og John McCain, öldungadeildarþingmaður frá Arizona, og Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Flórída, hafa gagnrýnt ákvörðun Trump, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.Arpaio lét fanga hafast við í tjaldbúðum og klæðast bleikum nærfötum til þess að niðurlægja þá.Vísir/GettyKannaði hvort að hægt væri að fella málið niður í vorArpaio var fógeti í Maricopa-sýslu í rétt tæpan aldarfjórðung en hann tapaði kosningu til embættisins í fyrra. Í embættistíð sinni var hann alræmdur fyrir að reka harða stefnu gegn innflytjendum en einnig ýmis önnur vafasöm vinnubrögð. Þannig lét hann fanga búa í tjaldbúðum í eyðimörk Arizona í mesta sumarhitanum, lét þá ganga um götur í keðjum og koma jafnvel fyrir vefmyndavélum í sumum hlutum fangelsis sýslunnar og sýndi beint þaðan á netinu. Slíkt var kapp hans í að berjast gegn ólöglegum innflytjendum að rannsóknir annarra mála sátu á hakanum, þar á meðal kynferðisofbeldismála. Þeir Trump urðu bandamenn í kringum falska samsæriskenningu þeirra um að Barack Obama, fyrrverandi forseti, hefði ekki fæðst í Bandaríkjunum. Arpaio sendi meðal annars fulltrúa til Havaí, heimaríkis Obama, til að rannsaka það. Washington Post greindi frá því í gær að Trump hefði spurt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, hvort hægt væri að fella málið gegn Arpaio niður þegar í vor. Forsetanum hafi verið ráðlagt að það væri óviðeigandi. Trump hafi þá ákveðið að náða Arpaio yrði hann sakfelldur. Fógetinn fyrrverandi var sakfelldur í síðasta mánuði fyrir að lítilsvirða alríkisdómstól. Refsing hafði enn ekki verið ákveðin en Arpaio, sem er 85 ára gamall, hefði geta átt hálfs árs fangelsi yfir höfði sér. Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26 Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings úr röðum repúblikana segir að Donald Trump forseti hefði ekki átt að náða fógeta frá Arizona sem var sakfelldur fyrir að óhlýðnast tilskipun dómstóls. Trump tilkynnti á föstudagskvöld, í þann mund sem stærsti fellibylur í áratug gekk á land í Texas, að hann hefði náðað Joe Arpaio, fyrrverandi fógeta í Maricopa-sýslu í Arizona. Arpaio var sakfelldur fyrir að óhlýðnast tilskipun dómstóls um að hann skyldi hætta að stöðva fólk eingöngu vegna þess að það leit út fyrir að vera innflytjendur. „Löggæsluembættismenn ættu að bera sérstaka ábyrgð á því að virða réttindi allra í Bandaríkjunum. Við ættum ekki að leyfa neinum að trúa því að sú ábyrgð sé skert með þessari náðun. Þingforsetinn er ekki sammála þessari ákvörðun,“ segir í yfirlýsingu Pauls Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar og einum hæst setta repúblikananaum á Bandaríkjaþingi. Fleiri háttsettir repúblikanar eins og John McCain, öldungadeildarþingmaður frá Arizona, og Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Flórída, hafa gagnrýnt ákvörðun Trump, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.Arpaio lét fanga hafast við í tjaldbúðum og klæðast bleikum nærfötum til þess að niðurlægja þá.Vísir/GettyKannaði hvort að hægt væri að fella málið niður í vorArpaio var fógeti í Maricopa-sýslu í rétt tæpan aldarfjórðung en hann tapaði kosningu til embættisins í fyrra. Í embættistíð sinni var hann alræmdur fyrir að reka harða stefnu gegn innflytjendum en einnig ýmis önnur vafasöm vinnubrögð. Þannig lét hann fanga búa í tjaldbúðum í eyðimörk Arizona í mesta sumarhitanum, lét þá ganga um götur í keðjum og koma jafnvel fyrir vefmyndavélum í sumum hlutum fangelsis sýslunnar og sýndi beint þaðan á netinu. Slíkt var kapp hans í að berjast gegn ólöglegum innflytjendum að rannsóknir annarra mála sátu á hakanum, þar á meðal kynferðisofbeldismála. Þeir Trump urðu bandamenn í kringum falska samsæriskenningu þeirra um að Barack Obama, fyrrverandi forseti, hefði ekki fæðst í Bandaríkjunum. Arpaio sendi meðal annars fulltrúa til Havaí, heimaríkis Obama, til að rannsaka það. Washington Post greindi frá því í gær að Trump hefði spurt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, hvort hægt væri að fella málið gegn Arpaio niður þegar í vor. Forsetanum hafi verið ráðlagt að það væri óviðeigandi. Trump hafi þá ákveðið að náða Arpaio yrði hann sakfelldur. Fógetinn fyrrverandi var sakfelldur í síðasta mánuði fyrir að lítilsvirða alríkisdómstól. Refsing hafði enn ekki verið ákveðin en Arpaio, sem er 85 ára gamall, hefði geta átt hálfs árs fangelsi yfir höfði sér.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26 Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26
Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00