Óhugnanlegar lýsingar réttarmeinafræðings á áverkum Birnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 14:41 Réttarmeinafræðingurinn Urs Wiesbrock (til hægri) ásamt túlki sínum, Magnúsi Diðrik Baldurssyni. Vísir/Sunna Kristín Það er ekki ofsögum sagt að lýsingar þýska réttarmeinafræðingsins Urs Wiesbrock á þeim áverkum sem Birna Brjánsdóttir hlaut í rauðu Kia Rio-bifreiðinni hafi verið óhugnanlegar. Ákæruvaldið telur að Thomas Möller Olsen hafi veitt Birnu þessa áverka og svo varpað henni í sjó eða vatn þar sem hún drukknaði en Thomas er ákærður fyrir að hafa banað Birnu aðfaranótt 14. janúar síðastliðinn. Thomas var með bílinn á leigu á þeim tíma.Vísir fylgist með því sem fram fer í dómsal í beinni textalýsingu. Hér á eftir verður greint frá vitnisburði réttarmeinafræðingsins við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag.Rétt er að vara við lýsingum hans á áverkum Birnu þar sem þær geta valdið óhug.Hátt í hundrað björgunarsveitarfólk að störfum í Selvogi þar sem lík Birnu fannst.Vísir/Gunnar AtliBrotið nefbein Réttarmeinafræðingurinn var dómkvaddur sem matsmaður í málinu og var fenginn til að svara nokkrum spurningum sem flestar sneru að áverkunum sem Birna hlaut við þau átök sem áttu sér stað í Kia Rio-bílnum. Wiesbrock fór yfir áverkana á grundvelli mynda sem hann fékk sendar af líki Birnu. Dómarar málsins voru með myndirnar hjá sér við skýrslutökuna en þeim var ekki varpað upp á skjá í dómsalnum. „Á mynd eitt sem sýnir andlit hinnar látnu sést greinilega að nefið er útflatt og breikkað. Þó það sjáist ekki á ljósmyndinni þá er nefbeinið einnig brotið en það kemur fram í skanna. Á myndum eitt og tvo sést áverki á hægra efra augnloki sem sýnir ummerki um blæðingu og á vörunum sjást stakir smærri yfirborðsáverkar í húð,“ sagði Wiesbrock og hélt áfram.Thomas Möller Olsen bærðist lengst af varla meðan hann gaf skýrslu fyrir dómi í gær. Þó voru augnablik þar sem hann var órólegri og hagræddi sér í sæti sínu.Fréttablaðið/halldórLíkblettir eða merki um áverka „Á mynd þrjú sést dökkt svæði á enni og á vinstri vanga einnig hægra megin. Þetta geta hafa verið líkblettir en geta líka verið ummerki um áverka.“ Á mynd fjögur sem Wiesbrock lagði fram sást svo blæðing undir höfuðhúð hægra megin og á mynd fimm sagði hann að þar sæist blæðingar á stóru svæði hægra megin á höfði og einnig á hnakka. „Á mynd sjö sést áverki á innanverðri efri vör sem teygir sig inn að tannholdi, einkum hægra megin. [...] Einnig er um að ræða áverka vegna þrýstings þar sem vefurinn er rifinn. [...] Á mynd átta sést svo hægra eyra og það vantar hluta þess. Þetta má rekja til þess að þarna hafi dýr verið að verki.“ Wiesbrock sagði síðan frá mynd níu þar sem hægra eyra sást einnig og framan við það voru ummerki um blæðingu sem gætu verið ummerki um höggáverka. Á mynd ellefu væri síðan að sjá ummerki um ytri áverka eða þrýstiáverka beggja megin á hálsi og myndir þrettán og fjórtán sýndu svo blæðingar inni í mjúkvefi hálsins.Lögreglumenn stóðu vaktina í gær þegar Thomas Möller Olsen bar vitni.Vísir/Anton BrinkHnefahögg líklegast „Þegar þetta er allt tekið saman er um að ræða greinilega áverka við mitt höfuð við nef og munn en þó einkum hægra megin. Þessir áverkar sýna engin skýr form og þetta um formgerð varðar spurninguna um hvort notuð hafi verið tiltekin tól til að veita áverkana,“ sagði Wiesbrock og bætti því síðar við að þetta væri vísbending um að ekki hafi verið notuð verk sem væru með hörðu eða hrjúfu yfirborði. „Á grundvelli aðstæðna í bílnum og ummerkja væri hægt að segja með nokkurri vissu að ekki hafi verið um að ræða spark eða að olnbogi hafi verið notaður [til að veita áverkana.] Líklegast er að notaður hafi verið hnefi,“ sagði Wiesbrock. Hann óskaði síðan eftir því að fá að sýna nokkrar myndir úr rauða Kia Rio-bílnum til að geta haldið áfram og sýndu myndirnar blóðið sem fannst í bílnum. Notaði hann myndir annars vegar af blóðslettum á mælaborði og hins vegar af blóðdropum í þakklæðningu bílsins fyrir ofan aftursætið hægra megin til þess að færa rök fyrir því að gerandinn hafi bæði notað vinstri hönd til að veita Birnu höggin og hægri hönd. Wiesbrock gat hins vegar ekkert fullyrt um það hvort að gerandinn væri rétthentur eða örvhentur. „Þegar horft er til áverkanna þá liggur fyrir að áverkarnir á brotaþola eru einkum á hægri hlið höfuð. Áverkarnir sem eru einkum hægra megin hafa að öllum líkindum orðið til fyrir tilstilli vinstri hnefa en áverkar við munn og nef hafa orðið til við högg með vinstri eða hægri hönd.“ Birna Brjánsdóttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Það er ekki ofsögum sagt að lýsingar þýska réttarmeinafræðingsins Urs Wiesbrock á þeim áverkum sem Birna Brjánsdóttir hlaut í rauðu Kia Rio-bifreiðinni hafi verið óhugnanlegar. Ákæruvaldið telur að Thomas Möller Olsen hafi veitt Birnu þessa áverka og svo varpað henni í sjó eða vatn þar sem hún drukknaði en Thomas er ákærður fyrir að hafa banað Birnu aðfaranótt 14. janúar síðastliðinn. Thomas var með bílinn á leigu á þeim tíma.Vísir fylgist með því sem fram fer í dómsal í beinni textalýsingu. Hér á eftir verður greint frá vitnisburði réttarmeinafræðingsins við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag.Rétt er að vara við lýsingum hans á áverkum Birnu þar sem þær geta valdið óhug.Hátt í hundrað björgunarsveitarfólk að störfum í Selvogi þar sem lík Birnu fannst.Vísir/Gunnar AtliBrotið nefbein Réttarmeinafræðingurinn var dómkvaddur sem matsmaður í málinu og var fenginn til að svara nokkrum spurningum sem flestar sneru að áverkunum sem Birna hlaut við þau átök sem áttu sér stað í Kia Rio-bílnum. Wiesbrock fór yfir áverkana á grundvelli mynda sem hann fékk sendar af líki Birnu. Dómarar málsins voru með myndirnar hjá sér við skýrslutökuna en þeim var ekki varpað upp á skjá í dómsalnum. „Á mynd eitt sem sýnir andlit hinnar látnu sést greinilega að nefið er útflatt og breikkað. Þó það sjáist ekki á ljósmyndinni þá er nefbeinið einnig brotið en það kemur fram í skanna. Á myndum eitt og tvo sést áverki á hægra efra augnloki sem sýnir ummerki um blæðingu og á vörunum sjást stakir smærri yfirborðsáverkar í húð,“ sagði Wiesbrock og hélt áfram.Thomas Möller Olsen bærðist lengst af varla meðan hann gaf skýrslu fyrir dómi í gær. Þó voru augnablik þar sem hann var órólegri og hagræddi sér í sæti sínu.Fréttablaðið/halldórLíkblettir eða merki um áverka „Á mynd þrjú sést dökkt svæði á enni og á vinstri vanga einnig hægra megin. Þetta geta hafa verið líkblettir en geta líka verið ummerki um áverka.“ Á mynd fjögur sem Wiesbrock lagði fram sást svo blæðing undir höfuðhúð hægra megin og á mynd fimm sagði hann að þar sæist blæðingar á stóru svæði hægra megin á höfði og einnig á hnakka. „Á mynd sjö sést áverki á innanverðri efri vör sem teygir sig inn að tannholdi, einkum hægra megin. [...] Einnig er um að ræða áverka vegna þrýstings þar sem vefurinn er rifinn. [...] Á mynd átta sést svo hægra eyra og það vantar hluta þess. Þetta má rekja til þess að þarna hafi dýr verið að verki.“ Wiesbrock sagði síðan frá mynd níu þar sem hægra eyra sást einnig og framan við það voru ummerki um blæðingu sem gætu verið ummerki um höggáverka. Á mynd ellefu væri síðan að sjá ummerki um ytri áverka eða þrýstiáverka beggja megin á hálsi og myndir þrettán og fjórtán sýndu svo blæðingar inni í mjúkvefi hálsins.Lögreglumenn stóðu vaktina í gær þegar Thomas Möller Olsen bar vitni.Vísir/Anton BrinkHnefahögg líklegast „Þegar þetta er allt tekið saman er um að ræða greinilega áverka við mitt höfuð við nef og munn en þó einkum hægra megin. Þessir áverkar sýna engin skýr form og þetta um formgerð varðar spurninguna um hvort notuð hafi verið tiltekin tól til að veita áverkana,“ sagði Wiesbrock og bætti því síðar við að þetta væri vísbending um að ekki hafi verið notuð verk sem væru með hörðu eða hrjúfu yfirborði. „Á grundvelli aðstæðna í bílnum og ummerkja væri hægt að segja með nokkurri vissu að ekki hafi verið um að ræða spark eða að olnbogi hafi verið notaður [til að veita áverkana.] Líklegast er að notaður hafi verið hnefi,“ sagði Wiesbrock. Hann óskaði síðan eftir því að fá að sýna nokkrar myndir úr rauða Kia Rio-bílnum til að geta haldið áfram og sýndu myndirnar blóðið sem fannst í bílnum. Notaði hann myndir annars vegar af blóðslettum á mælaborði og hins vegar af blóðdropum í þakklæðningu bílsins fyrir ofan aftursætið hægra megin til þess að færa rök fyrir því að gerandinn hafi bæði notað vinstri hönd til að veita Birnu höggin og hægri hönd. Wiesbrock gat hins vegar ekkert fullyrt um það hvort að gerandinn væri rétthentur eða örvhentur. „Þegar horft er til áverkanna þá liggur fyrir að áverkarnir á brotaþola eru einkum á hægri hlið höfuð. Áverkarnir sem eru einkum hægra megin hafa að öllum líkindum orðið til fyrir tilstilli vinstri hnefa en áverkar við munn og nef hafa orðið til við högg með vinstri eða hægri hönd.“
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira