Myndband: Hildur dúndrar í haustslagara Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. ágúst 2017 16:00 Hildur hefur engan áhuga á að hætta fjörinu þó að sumarið sé búið. Vísir/Ernir Lagið heitir Næsta sumar. Ég vann þetta lag með StopWaitGo – þetta er fyrsta lagið sem ég hef gert með þeim, þannig að þetta lag er poppslagari eins og þeir eru svo frægir fyrir að gera. Þetta finnst mér svolítið forvitnileg samvinna. Næsta sumar var samið í sumar og ég var svolítið innblásin af því hversu uppteknir Íslendingar eru af því að hafa ógeðslega gaman á sumrin og að þeim finnst allt best á þeim árstíma – lagið fjallar svolítið um það að stoppa ekki fjörið þó að sumarið sé búið heldur halda því áfram fram að næsta sumri,“ segir Hildur um nýjasta lagið sem hún sendir frá sér í dag. Og það kemur heldur betur í tæka tíð enda er ágúst um það bil að klárast og haustið fer að taka við. „Já, þetta kemur á réttum tíma, sumarið alveg að verða búið og haustið handan við hornið. Núna getum við haldið áfram að hafa gaman fram á næsta sumar.“Þannig að það má segja að hér sé fæddur poppslagari vetrarins? „Ég er að spá í hvort þetta geti heitið haustslagari eða eitthvað. Þetta er svolítið fyndið – það er eins og fólk geti bara gert slagara á sumrin og það er ekkert viðurkennt orð yfir haust- og vetrarslagara. Ég er vonandi að breyta því,“ segir Hildur hlæjandi. Laginu fylgir að sjálfsögðu myndband – um er að ræða textamyndband sem Andrea Björk Andrésdóttir sá um að hræra í, en hún sá einnig um myndböndin við lögin Bammbaramm og Would You Change? fyrir Hildi. „Hún býr úti í Berlín þannig að þetta er svona samstarf sem fer í gegnum Skype og internetið, alveg ótrúlegt. Ég er mjög ánægð með það sem hún gerir enda er hún rosalega klár þannig að við ákváðum að henda í eitt textamyndband af því að það er svolítið inn núna. Það er fínt að geta sungið með án þess að þurfa að finna karókíútgáfu.“ Hildur segist aðspurð ekkert vera að stefna neitt sérstaklega á nýja plötu og þetta lag sé einfaldlega bara að koma út vegna þess að hana langaði til að gefa út nýtt lag. Það er ekki svo langt síðan hún gaf út EP-plötuna sína Heart to Heart, en hún kom út í vor. „Þetta er svolítið nýr tónn. Ég er ekkert búin að ákveða hvort þetta verður á plötu eða ekki. Eins og svo margir tónlistarmenn þessa dagana þá er ég pínu bara að hugsa í lögum frekar en plötum.“ Það sem er helst annað að frétta af Hildi er að hún hefur verið að semja slatta fyrir aðra og er að fara í sérstakar lagasmíðabúðir. „Ég er að fara til Þýskalands í lagasmíðabúðir í september. Ég fór í tvennar þannig í sumar. Þetta er geðveikt gaman – ég fer þarna sem lagahöfundur og er að semja fyrir aðra. Maður hittir artista frá ýmsum stöðum sem eru kannski að leita að … kántríballöðu, eða eitthvað, og þá bara semur maður það. Ég er líka að fá í heimsókn núna á föstudaginn fólk frá Finnlandi sem ég samdi lag fyrir í svona smiðju í sumar – þau eru að koma til landsins til að taka lagið upp. Maður veit aldrei hvað gerist með þessi lög en þetta er allavega að fara að verða að einhverju,“ segir Hildur að lokum. Tónlist Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Lagið heitir Næsta sumar. Ég vann þetta lag með StopWaitGo – þetta er fyrsta lagið sem ég hef gert með þeim, þannig að þetta lag er poppslagari eins og þeir eru svo frægir fyrir að gera. Þetta finnst mér svolítið forvitnileg samvinna. Næsta sumar var samið í sumar og ég var svolítið innblásin af því hversu uppteknir Íslendingar eru af því að hafa ógeðslega gaman á sumrin og að þeim finnst allt best á þeim árstíma – lagið fjallar svolítið um það að stoppa ekki fjörið þó að sumarið sé búið heldur halda því áfram fram að næsta sumri,“ segir Hildur um nýjasta lagið sem hún sendir frá sér í dag. Og það kemur heldur betur í tæka tíð enda er ágúst um það bil að klárast og haustið fer að taka við. „Já, þetta kemur á réttum tíma, sumarið alveg að verða búið og haustið handan við hornið. Núna getum við haldið áfram að hafa gaman fram á næsta sumar.“Þannig að það má segja að hér sé fæddur poppslagari vetrarins? „Ég er að spá í hvort þetta geti heitið haustslagari eða eitthvað. Þetta er svolítið fyndið – það er eins og fólk geti bara gert slagara á sumrin og það er ekkert viðurkennt orð yfir haust- og vetrarslagara. Ég er vonandi að breyta því,“ segir Hildur hlæjandi. Laginu fylgir að sjálfsögðu myndband – um er að ræða textamyndband sem Andrea Björk Andrésdóttir sá um að hræra í, en hún sá einnig um myndböndin við lögin Bammbaramm og Would You Change? fyrir Hildi. „Hún býr úti í Berlín þannig að þetta er svona samstarf sem fer í gegnum Skype og internetið, alveg ótrúlegt. Ég er mjög ánægð með það sem hún gerir enda er hún rosalega klár þannig að við ákváðum að henda í eitt textamyndband af því að það er svolítið inn núna. Það er fínt að geta sungið með án þess að þurfa að finna karókíútgáfu.“ Hildur segist aðspurð ekkert vera að stefna neitt sérstaklega á nýja plötu og þetta lag sé einfaldlega bara að koma út vegna þess að hana langaði til að gefa út nýtt lag. Það er ekki svo langt síðan hún gaf út EP-plötuna sína Heart to Heart, en hún kom út í vor. „Þetta er svolítið nýr tónn. Ég er ekkert búin að ákveða hvort þetta verður á plötu eða ekki. Eins og svo margir tónlistarmenn þessa dagana þá er ég pínu bara að hugsa í lögum frekar en plötum.“ Það sem er helst annað að frétta af Hildi er að hún hefur verið að semja slatta fyrir aðra og er að fara í sérstakar lagasmíðabúðir. „Ég er að fara til Þýskalands í lagasmíðabúðir í september. Ég fór í tvennar þannig í sumar. Þetta er geðveikt gaman – ég fer þarna sem lagahöfundur og er að semja fyrir aðra. Maður hittir artista frá ýmsum stöðum sem eru kannski að leita að … kántríballöðu, eða eitthvað, og þá bara semur maður það. Ég er líka að fá í heimsókn núna á föstudaginn fólk frá Finnlandi sem ég samdi lag fyrir í svona smiðju í sumar – þau eru að koma til landsins til að taka lagið upp. Maður veit aldrei hvað gerist með þessi lög en þetta er allavega að fara að verða að einhverju,“ segir Hildur að lokum.
Tónlist Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira