Segir hugmyndir um borgarlínu óhagkvæmar og óraunhæfar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. september 2017 20:00 Leiðir sem fyrirhuguð borgarlína mun aka. mynd/borgarlinan.is Borgaryfirvöld ættu að endurskoða hugmyndir sínar um borgarlínu með tilliti til væntanlegrar þróunar í sjálfkeyrandi bílum. Þetta segir umferðarverkfræðingur sem telur áform um léttlest óhagkvæmar. Eðlilegra sé að ráðstafa þeim fjármunum sem verja á í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja. Borgarlína er hraðvagnakerfi líkt og þekkist í flestum stórborgum. Markmiðið er að auka hlutdeild almenningssamgangna úr fjórum prósentum í að minnsta kosti tólf prósent af heildarferðum innan höfuðborgarsvæðisins árið 2040, og kemur til með að kosta um sjötíu milljarða.Þórarinn Hjaltason segir eðlilegra að ráðstafa þeim sjötíu milljörðum sem eiga að fara í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja, segir umferðarverkfræðingur.Þórarinn Hjaltason, umferðarverkfræðingur, segir þessar hugmyndir óhagkvæmar og hvetur borgaryfirvöld til þess að kynna sér þá þróun sem sé að eiga sér stað. Sjálfkeyrandi bílar séu framtíðin og að þar af leiðandi sé óraunhæft að fara í svo kostnaðarsamar aðgerðir. „Mér hugnast þessar hugmyndir ekki vel eins og þær líta út núna í síðustu tillögum. Ég held að þarna sé verið að taka mikla áhættu og ég tel að þetta verði ekki hagkvæmt. Jafnvel þó þetta yrði hagkvæmt þá er ég nokkuð viss um að önnur mannvirki – aðrar samgöngubætur myndu lenda framar í forgangsröðinni,“ segir Þórarinn. Þá sé markmið skipulagsyfirvalda um að auka hlutdeild í tólf prósent sömuleiðis óraunhæft „Í fyrsta lagi finnst mér þessi aukning úr fimm prósenta hlutdeild í tólf prósent í hærri kantinum. En það sem gerir stærsta útslagið er að það eru að koma á markaðinn á næstu misserum sjálfkeyrandi bílar. Það eru sjálfkeyrandi leigubílar sem margir meina, og ég tek undir þær skoðanir, sem munu veita strætó og léttlestum harða samkeppni,“ segir hann og bætir við að fyrirtæki muni keppast um að koma sjálfkeyrandi leigubílum á markað. Þórarinn bendir á að skipulagsyfirvöld í borgum á borð við Los Angeles séu þegar farin að gera ráð fyrir þeim breytingum sem sjálfkeyrandi bílar muni hafa í för með sér. Skynsamlegt sé að hið sama verði gert hér á landi og að frekar eigi að nýta milljarðana sjötíu í uppbyggingu samgöngumannvirkja. „Það ætti að endurskoða allar þessar hugmyndir með tilliti til væntanlegrar þróunar í sjálfkeyrandi bílum. Það veit enginn nákvæmlega hvernig þetta verður. Ég get ekki sagt hvenær sjálfkeyrandi leigubílar verða orðnir ráðandi á höfuðborgarsvæðinu, ég myndi giska á tíu ár, en það gætu verið fimm ár eða fimmtán ár.“ Aðspurður telur hann ólíklegt að borgarlínan verði einhvern tímann að veruleika hér á landi. „Ég efast um það. Það verður kannski byrjað á henni og eftir nokkur ár verður öllum ljóst hvernig framtíðin mun þróast. Ég vona bara skattgreiðenda vegna að það verði ekki farið út í þessar miklu fjárfestingar.“ Borgarlína Samgöngur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Borgaryfirvöld ættu að endurskoða hugmyndir sínar um borgarlínu með tilliti til væntanlegrar þróunar í sjálfkeyrandi bílum. Þetta segir umferðarverkfræðingur sem telur áform um léttlest óhagkvæmar. Eðlilegra sé að ráðstafa þeim fjármunum sem verja á í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja. Borgarlína er hraðvagnakerfi líkt og þekkist í flestum stórborgum. Markmiðið er að auka hlutdeild almenningssamgangna úr fjórum prósentum í að minnsta kosti tólf prósent af heildarferðum innan höfuðborgarsvæðisins árið 2040, og kemur til með að kosta um sjötíu milljarða.Þórarinn Hjaltason segir eðlilegra að ráðstafa þeim sjötíu milljörðum sem eiga að fara í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja, segir umferðarverkfræðingur.Þórarinn Hjaltason, umferðarverkfræðingur, segir þessar hugmyndir óhagkvæmar og hvetur borgaryfirvöld til þess að kynna sér þá þróun sem sé að eiga sér stað. Sjálfkeyrandi bílar séu framtíðin og að þar af leiðandi sé óraunhæft að fara í svo kostnaðarsamar aðgerðir. „Mér hugnast þessar hugmyndir ekki vel eins og þær líta út núna í síðustu tillögum. Ég held að þarna sé verið að taka mikla áhættu og ég tel að þetta verði ekki hagkvæmt. Jafnvel þó þetta yrði hagkvæmt þá er ég nokkuð viss um að önnur mannvirki – aðrar samgöngubætur myndu lenda framar í forgangsröðinni,“ segir Þórarinn. Þá sé markmið skipulagsyfirvalda um að auka hlutdeild í tólf prósent sömuleiðis óraunhæft „Í fyrsta lagi finnst mér þessi aukning úr fimm prósenta hlutdeild í tólf prósent í hærri kantinum. En það sem gerir stærsta útslagið er að það eru að koma á markaðinn á næstu misserum sjálfkeyrandi bílar. Það eru sjálfkeyrandi leigubílar sem margir meina, og ég tek undir þær skoðanir, sem munu veita strætó og léttlestum harða samkeppni,“ segir hann og bætir við að fyrirtæki muni keppast um að koma sjálfkeyrandi leigubílum á markað. Þórarinn bendir á að skipulagsyfirvöld í borgum á borð við Los Angeles séu þegar farin að gera ráð fyrir þeim breytingum sem sjálfkeyrandi bílar muni hafa í för með sér. Skynsamlegt sé að hið sama verði gert hér á landi og að frekar eigi að nýta milljarðana sjötíu í uppbyggingu samgöngumannvirkja. „Það ætti að endurskoða allar þessar hugmyndir með tilliti til væntanlegrar þróunar í sjálfkeyrandi bílum. Það veit enginn nákvæmlega hvernig þetta verður. Ég get ekki sagt hvenær sjálfkeyrandi leigubílar verða orðnir ráðandi á höfuðborgarsvæðinu, ég myndi giska á tíu ár, en það gætu verið fimm ár eða fimmtán ár.“ Aðspurður telur hann ólíklegt að borgarlínan verði einhvern tímann að veruleika hér á landi. „Ég efast um það. Það verður kannski byrjað á henni og eftir nokkur ár verður öllum ljóst hvernig framtíðin mun þróast. Ég vona bara skattgreiðenda vegna að það verði ekki farið út í þessar miklu fjárfestingar.“
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira