Hvaða æru er verið að reisa við? Bryndís Víglundsdóttir skrifar 1. september 2017 07:00 Nú fer fram í samfélagi okkar mikil umræða um æruna og uppreist æru. Samkvæmt málskilningi mínum ætti uppreist æru að þýða að manni sé aftur fengin eða gefin æran sem tapaðist. Ég er ekki löglærð og ef til vill skilur löggjafinn hugtakið á annan hátt en ég. En á mig sækir hugsunin hvort maður sem nauðgar t.d. fimm ára barni eigi einhverja æru. Nefndarfundi í Alþingi var sjónvarpað 30. ágúst sl. og var þar rætt um uppreist æru og forsendur gjörningsins. Ég heyrði ekki að hugtakið æra væri skilgreint. Í orðabókum og á Netinu eru tilgreind mörg dæmi um notkun hugtaksins og mér virðist sem orðin æra og traust séu yfirleitt nefnd saman. Ég leyfi mér að tilgreina nokkur dæmi úr ýmsum áttum. Æruverðugur einstaklingur nýtur trausts og virðingar vegna frammistöðu sinnar og verka. Hann nýtur trausts og virðingar bæði meðal almennings og nákominna sem þekkja hann best. Æruverðugur einstaklingur umgengst meðbræður sína með virðingu og sjálfur á hann siðferðisstyrk sem ekki verður haggað. Traustið og virðinguna ávinnur einstaklingurinn sér, aðrir geta ekki úthlutað þessum eiginleikum. Andstæðan við ofantaldar lýsingar er svo ærulaus maður. Og enn spyr ég hvaða æru er verið að veita barnaníðingum og öðrum níðingum AFTUR? Áttu þeir einhverja æru þegar þeir voru að vinna óhæfuverkin? Spyr sá sem ekki veit. Dómsmálaráðherra talaði um að ástæða væri til að endurskoða núgildandi lög um það ferli sem kallað er uppreist æru. Verði af því vona ég að vandað verði til verka við lagasetninguna. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri Þroskaþjálfaskólans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bryndís Víglundsdóttir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nú fer fram í samfélagi okkar mikil umræða um æruna og uppreist æru. Samkvæmt málskilningi mínum ætti uppreist æru að þýða að manni sé aftur fengin eða gefin æran sem tapaðist. Ég er ekki löglærð og ef til vill skilur löggjafinn hugtakið á annan hátt en ég. En á mig sækir hugsunin hvort maður sem nauðgar t.d. fimm ára barni eigi einhverja æru. Nefndarfundi í Alþingi var sjónvarpað 30. ágúst sl. og var þar rætt um uppreist æru og forsendur gjörningsins. Ég heyrði ekki að hugtakið æra væri skilgreint. Í orðabókum og á Netinu eru tilgreind mörg dæmi um notkun hugtaksins og mér virðist sem orðin æra og traust séu yfirleitt nefnd saman. Ég leyfi mér að tilgreina nokkur dæmi úr ýmsum áttum. Æruverðugur einstaklingur nýtur trausts og virðingar vegna frammistöðu sinnar og verka. Hann nýtur trausts og virðingar bæði meðal almennings og nákominna sem þekkja hann best. Æruverðugur einstaklingur umgengst meðbræður sína með virðingu og sjálfur á hann siðferðisstyrk sem ekki verður haggað. Traustið og virðinguna ávinnur einstaklingurinn sér, aðrir geta ekki úthlutað þessum eiginleikum. Andstæðan við ofantaldar lýsingar er svo ærulaus maður. Og enn spyr ég hvaða æru er verið að veita barnaníðingum og öðrum níðingum AFTUR? Áttu þeir einhverja æru þegar þeir voru að vinna óhæfuverkin? Spyr sá sem ekki veit. Dómsmálaráðherra talaði um að ástæða væri til að endurskoða núgildandi lög um það ferli sem kallað er uppreist æru. Verði af því vona ég að vandað verði til verka við lagasetninguna. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri Þroskaþjálfaskólans.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar