80 handteknir eftir þriðju nótt mótmæla Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2017 13:15 Frá mótmælum í St. Louis. Vísir/Getty Lögreglan í St. Louis í Bandaríkjunum hefur handtekið rúmlega áttatíu manns eftir þriggja daga mótmæli. Efnt var til mótmæla eftir að lögregluþjónn var sýknaður af því að hafa myrt svartan mann. Einhverjir mótmælenda hafa verið sakaðir um skemmdarverk og óeirðir og jafnvel um að hafa ráðist á lögregluþjóna. „Einhverjir glæpamenn réðust á lögregluþjóna og köstuðu efnum og grjóti að þeim. Öll meðsli voru smávægileg og þeir verða allir mættir fljótt aftur á vakti,“ sagði starfandi lögreglustjóri St. Louis, Larry O'Toole við fjölmiðla. Lyfa Krewson, borgarstjóri, kenndi fáum aðilum um skemmdirnar og sagði ljóst að þegar hefðbundnum og friðsömum mótmælum hefði lokið, hefðu hópur aðila verið eftir til að valda usla. Hún sagði að slík hegðun yrði ekki liðin.Mótmælin hófust í raun á föstudaginn þegar dómari úrskurðaði að lögregluþjónninn Jason Stockley væri saklaus af morðákæru. Hann skaut Anthony Lamar Smith til bana árið 2011. Stockley og annar lögregluþjónn höfðu þá veitt Smith eftirför vegna gruns um fíkniefnasölu. Á upptöku úr lögreglubílnum mátti heyra Stockley segja: „Ég ætla að drepa þennan drullusokk“ um mínútu áður en hann skaut Smith fimm sinnum. Stockley sagðist hafa séð skammbyssu í hendi Smith en saksóknarar sögðu hann hafa komið byssunni fyrir. Lífsýni úr Stockley fundust á byssunni en ekki lífssýni úr Smith. Einnig sýna myndbönd að Stockley fór aftur í bíl sinn og teygði sig í tösku. Skömmu seinna settist hann upp í bíl Smith. Dómarinn segir að umrædd byssa hefði verið of stór til að rökrétt væri að Stockley hefði getað falið hana fyrir myndavélunum og það væri ólíklegt að Smith, sem hefði að öllum líkindum verið fíkniefnasali, ætti ekki byssu. Hér að neðan má sjá myndband sem St. Louis Post-Dispatch hefur klippt saman. Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Lögreglan í St. Louis í Bandaríkjunum hefur handtekið rúmlega áttatíu manns eftir þriggja daga mótmæli. Efnt var til mótmæla eftir að lögregluþjónn var sýknaður af því að hafa myrt svartan mann. Einhverjir mótmælenda hafa verið sakaðir um skemmdarverk og óeirðir og jafnvel um að hafa ráðist á lögregluþjóna. „Einhverjir glæpamenn réðust á lögregluþjóna og köstuðu efnum og grjóti að þeim. Öll meðsli voru smávægileg og þeir verða allir mættir fljótt aftur á vakti,“ sagði starfandi lögreglustjóri St. Louis, Larry O'Toole við fjölmiðla. Lyfa Krewson, borgarstjóri, kenndi fáum aðilum um skemmdirnar og sagði ljóst að þegar hefðbundnum og friðsömum mótmælum hefði lokið, hefðu hópur aðila verið eftir til að valda usla. Hún sagði að slík hegðun yrði ekki liðin.Mótmælin hófust í raun á föstudaginn þegar dómari úrskurðaði að lögregluþjónninn Jason Stockley væri saklaus af morðákæru. Hann skaut Anthony Lamar Smith til bana árið 2011. Stockley og annar lögregluþjónn höfðu þá veitt Smith eftirför vegna gruns um fíkniefnasölu. Á upptöku úr lögreglubílnum mátti heyra Stockley segja: „Ég ætla að drepa þennan drullusokk“ um mínútu áður en hann skaut Smith fimm sinnum. Stockley sagðist hafa séð skammbyssu í hendi Smith en saksóknarar sögðu hann hafa komið byssunni fyrir. Lífsýni úr Stockley fundust á byssunni en ekki lífssýni úr Smith. Einnig sýna myndbönd að Stockley fór aftur í bíl sinn og teygði sig í tösku. Skömmu seinna settist hann upp í bíl Smith. Dómarinn segir að umrædd byssa hefði verið of stór til að rökrétt væri að Stockley hefði getað falið hana fyrir myndavélunum og það væri ólíklegt að Smith, sem hefði að öllum líkindum verið fíkniefnasali, ætti ekki byssu. Hér að neðan má sjá myndband sem St. Louis Post-Dispatch hefur klippt saman.
Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira