Sigríður Andersen segir niðurstöðuna áfellisdóm yfir hæfisnefndinni Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2017 16:03 Dómsmálaráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms fyrst og síðast áfellisdóm yfir hæfisnefndinni. visir/vilhelm Sigríður Andersen dómsmálaráðherra fagnar niðurstöðu sem var kynnt í dag í héraðsdómi, í Landsdómsmálinu. „Það fyrsta sem blasir við í þessu máli er að öllum kröfum stefnanda hefur verið hafnað. Aðalkröfunni var vísað frá sem var um ógildingu skipunarinnar. Ríkið er sýknað bæði af skaðabótakröfunni og miskakröfunni,“ segir Sigríður í samtali við Vísi.Áfellisdómur yfir hæfisnefndinni Vísir birt frétt um niðurstöðuna í málinu undir fyrirsögninni, „Sigríður braut lög“ en ráðherra telur þá framsetningu villandi án þess að hún vilji gera það sem slíkt að einhverju aðalatriði máls. Það sem ég er hugsi yfir, og blasir við, er að þessi dómur er áfellisdómur yfir störfum hæfisnefndarinnar. Í dómnum er bent á að talið sé brot gegn „dómstólalögum og reglum stjórnsýsluréttar að hafa ekki borið saman reynslu og hæfni dómaraefna. Rökstuðningur hafi verið „óljós“ og heildstæður samanburður á umsækjendum hafi ekki farið fram. Ekki verði því fullyrt að ráðherra hafi valið 15 hæfustu einstaklingana í Landsrétt,“ svo vitnað sé í tilkynningu Jóhannesar Karls Sveinssonar sem er lögmaður Ástráðs Haraldssonar, annars kæranda málsins.Annmarkar sagðir á störfum nefndarinnar Ástráður ætlar að áfrýja þeim þætti málsins sem snýr að því að skaðabótakröfu hans er vísað frá. „Þá gerir hann það bara,“ segir Sigríður en staldrar ekki við það atriði. „Það sem ég er hugsi yfir, og það sem blasir við, er að þessi dómur er áfellisdómur yfir störfum hæfisnefndarinnar.“ Sigríður segir að það hafi alltaf verið tilgangur sinn að finna þá hæfustu við skipan dómara við Landsrétt. Og þarna standi hnífurinn í kúnni, það sem hinn nýfallni dómur telur ámælisvert er í því þar sem hún byggir á niðurstöðu og vinnu hæfnisnefndarinnar. Þetta segir ráðherra mikilvægt atriði. „Dómurinn gagnrýnir vissulega mín vinnubrögð en það eru sömu annmarkar og sagðir eru á störfum nefndarinnar. Enda byggði ég mína niðurstöðu á hennar vinnu. Ég er ánægð með þessa niðurstöðu, frá mínum bæjardyrum séð. Fallist er á að ég hafi lagt málefnalegt sjónarmið til grundvallar minni niðurstöðu. Ég er umfram allt sátt við það að öllum kröfum stefnanda hafi verið hafnað í þessu máli.“ Sigríður vísar sérstaklega til 6. kafla dómsins, þar sem nánar er í saumana á því sem hún vísar til. Þar er að finna ítarlega umfjöllun um störf nefndarinnar.Þvergirðingur formanns nefndarinnar Sigríði segir að sér hafi ekki gengið annað til en fjölga þeim sem voru í hópi hæfustu einstaklinganna. Og kröfu kærenda hafi verið vísað frá vegna þess að þeim tókst ekki að sanna að þeir hafi orðið fyrir skaða né að þeim hafi tekist að sýna fram á að þeir væru meðal fimmtán hæfustu. Sigríður segir að dómurinn segi að hún hefði átt að fá aðra niðurstöðu, vandarari, en það sé hægara um að tala en í að komast. „Ég var búin að ræða við formann nefndarinnar og skýra út mín sjónarmið. Hann var mér ekki sammála. Þá var auðvitað tómt mál að óska eftir nýrri niðurstöðu. Það lá fyrir að nefndin ætlað að halda sig við þetta. Uppúr stendur að dómurinn er áfellisdómur yfir hæfisnefndinni og ég er mjög hugsi yfir því.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður Andersen braut lög Dómsmálaráðherra braut lög við skipun Landsréttardómara. 15. september 2017 14:03 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra fagnar niðurstöðu sem var kynnt í dag í héraðsdómi, í Landsdómsmálinu. „Það fyrsta sem blasir við í þessu máli er að öllum kröfum stefnanda hefur verið hafnað. Aðalkröfunni var vísað frá sem var um ógildingu skipunarinnar. Ríkið er sýknað bæði af skaðabótakröfunni og miskakröfunni,“ segir Sigríður í samtali við Vísi.Áfellisdómur yfir hæfisnefndinni Vísir birt frétt um niðurstöðuna í málinu undir fyrirsögninni, „Sigríður braut lög“ en ráðherra telur þá framsetningu villandi án þess að hún vilji gera það sem slíkt að einhverju aðalatriði máls. Það sem ég er hugsi yfir, og blasir við, er að þessi dómur er áfellisdómur yfir störfum hæfisnefndarinnar. Í dómnum er bent á að talið sé brot gegn „dómstólalögum og reglum stjórnsýsluréttar að hafa ekki borið saman reynslu og hæfni dómaraefna. Rökstuðningur hafi verið „óljós“ og heildstæður samanburður á umsækjendum hafi ekki farið fram. Ekki verði því fullyrt að ráðherra hafi valið 15 hæfustu einstaklingana í Landsrétt,“ svo vitnað sé í tilkynningu Jóhannesar Karls Sveinssonar sem er lögmaður Ástráðs Haraldssonar, annars kæranda málsins.Annmarkar sagðir á störfum nefndarinnar Ástráður ætlar að áfrýja þeim þætti málsins sem snýr að því að skaðabótakröfu hans er vísað frá. „Þá gerir hann það bara,“ segir Sigríður en staldrar ekki við það atriði. „Það sem ég er hugsi yfir, og það sem blasir við, er að þessi dómur er áfellisdómur yfir störfum hæfisnefndarinnar.“ Sigríður segir að það hafi alltaf verið tilgangur sinn að finna þá hæfustu við skipan dómara við Landsrétt. Og þarna standi hnífurinn í kúnni, það sem hinn nýfallni dómur telur ámælisvert er í því þar sem hún byggir á niðurstöðu og vinnu hæfnisnefndarinnar. Þetta segir ráðherra mikilvægt atriði. „Dómurinn gagnrýnir vissulega mín vinnubrögð en það eru sömu annmarkar og sagðir eru á störfum nefndarinnar. Enda byggði ég mína niðurstöðu á hennar vinnu. Ég er ánægð með þessa niðurstöðu, frá mínum bæjardyrum séð. Fallist er á að ég hafi lagt málefnalegt sjónarmið til grundvallar minni niðurstöðu. Ég er umfram allt sátt við það að öllum kröfum stefnanda hafi verið hafnað í þessu máli.“ Sigríður vísar sérstaklega til 6. kafla dómsins, þar sem nánar er í saumana á því sem hún vísar til. Þar er að finna ítarlega umfjöllun um störf nefndarinnar.Þvergirðingur formanns nefndarinnar Sigríði segir að sér hafi ekki gengið annað til en fjölga þeim sem voru í hópi hæfustu einstaklinganna. Og kröfu kærenda hafi verið vísað frá vegna þess að þeim tókst ekki að sanna að þeir hafi orðið fyrir skaða né að þeim hafi tekist að sýna fram á að þeir væru meðal fimmtán hæfustu. Sigríður segir að dómurinn segi að hún hefði átt að fá aðra niðurstöðu, vandarari, en það sé hægara um að tala en í að komast. „Ég var búin að ræða við formann nefndarinnar og skýra út mín sjónarmið. Hann var mér ekki sammála. Þá var auðvitað tómt mál að óska eftir nýrri niðurstöðu. Það lá fyrir að nefndin ætlað að halda sig við þetta. Uppúr stendur að dómurinn er áfellisdómur yfir hæfisnefndinni og ég er mjög hugsi yfir því.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður Andersen braut lög Dómsmálaráðherra braut lög við skipun Landsréttardómara. 15. september 2017 14:03 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sigríður Andersen braut lög Dómsmálaráðherra braut lög við skipun Landsréttardómara. 15. september 2017 14:03