Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2017 07:55 Bjarni Benediktsson átti nokkra fundi með forseta Íslands í fyrra og mætti sömuleiðis til veislu að Bessastöðum ásamt þingmönnum. Vísir/Eyþór Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir um stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórnarsamstarfi sé slitið. Athyglisvert sé að þetta sé í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn fellur eftir kröftug mótmæli almennings. „Almennir leikmenn, kjósendur, mótmæla harðlega einhverjum gjörningi ríkisstjórnarinar og rísa upp. Í kjölfarið hrökklast ríkisstjórnin frá,“ segir Baldur. Árið 2009 sleit Samfylkingin samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn eftir fall bankanna haustið 2008 og hávær mótmæli um „vanhæfa ríkisstjórn“. Í fyrra hrökklaðist svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frá völdum eftir mótmæli í kjölfar Panamaskjalanna.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Kristinn Ingvarsson„Þessi mótmæli núna voru ekki á götum úti en mikill hiti og þungi í umræðunni. Ég upplifði umræðuna í samfélaginu og á samfélagsmiðlum þannig að hún minnti óþægilega mikið á stöðuna 2009, þó svo að málin séu gjörólík,“ segir Baldur. Bendir hann á þá staðreynd að frá árinu 2007 hafi aðeins ein ríkisstjórn náð að sitja út kjörtímabilið. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem tók við búinu árið 2009.„Eina ríkisstjórnin sem situr út kjörtímabilið er vinstri stjórn. Það eru tíðindi í íslenskum stjórnmálum,“ segir Baldur en í sögulegu samhengi hafa vinstri stjórnir átt erfiðara með að halda samstarfi gangandi en kollegar þeirra lengra til hægri.Baldur segir að í stöðunni sem upp sé komið sé hefðbundið að forsætisráðherra gangi á fund forseta Íslands og biðjist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forseti biðji þá forsætisráðherra um að sitja áfram í svokallaðri starfsstjórn. Það samþykki forsætisráðherra nær undantekningalaust og situr þar til ný stjórn er mynduð eða þar til eftir kosningar.„En munu ráðherrar Bjartrar framtíðar sitja í stjórn með Sjálfstæðisflokknum?“ spyr Baldur. Þau gætu ákveðið að ganga út en þá sé mögulegt að Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn sitji áfram í starfsstjórn þótt flokkarnir væru bara með 28 þingmenn. Þeir gætu starfað með stuðningi flokka á þingi. Baldur segir óvíst hvort flokkar vilji ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í augnablikinu.„Í augnablikinu er Sjálfstæðisflokkurinn dálítið eins og heit kartafla. Það er ekki hlaupið að því að mynda stjórn með honum. Hvað gerist á næstu dögum og vikum er ómögulegt að segja til um,“ segir Baldur. Í stöðunni gæti Sjálfstæðisflokkurinn myndað minnihlutastjórn eins til tveggja flokka sem njóti stuðnings einhvers þriðja flokks en svo er spurning hvað Bjarni Ben vilji gera.„Hann gæti metið stöðuna svo að hann vilji boða til kosninga.“Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni í allan dag.
Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir um stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórnarsamstarfi sé slitið. Athyglisvert sé að þetta sé í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn fellur eftir kröftug mótmæli almennings. „Almennir leikmenn, kjósendur, mótmæla harðlega einhverjum gjörningi ríkisstjórnarinar og rísa upp. Í kjölfarið hrökklast ríkisstjórnin frá,“ segir Baldur. Árið 2009 sleit Samfylkingin samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn eftir fall bankanna haustið 2008 og hávær mótmæli um „vanhæfa ríkisstjórn“. Í fyrra hrökklaðist svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frá völdum eftir mótmæli í kjölfar Panamaskjalanna.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Kristinn Ingvarsson„Þessi mótmæli núna voru ekki á götum úti en mikill hiti og þungi í umræðunni. Ég upplifði umræðuna í samfélaginu og á samfélagsmiðlum þannig að hún minnti óþægilega mikið á stöðuna 2009, þó svo að málin séu gjörólík,“ segir Baldur. Bendir hann á þá staðreynd að frá árinu 2007 hafi aðeins ein ríkisstjórn náð að sitja út kjörtímabilið. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem tók við búinu árið 2009.„Eina ríkisstjórnin sem situr út kjörtímabilið er vinstri stjórn. Það eru tíðindi í íslenskum stjórnmálum,“ segir Baldur en í sögulegu samhengi hafa vinstri stjórnir átt erfiðara með að halda samstarfi gangandi en kollegar þeirra lengra til hægri.Baldur segir að í stöðunni sem upp sé komið sé hefðbundið að forsætisráðherra gangi á fund forseta Íslands og biðjist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forseti biðji þá forsætisráðherra um að sitja áfram í svokallaðri starfsstjórn. Það samþykki forsætisráðherra nær undantekningalaust og situr þar til ný stjórn er mynduð eða þar til eftir kosningar.„En munu ráðherrar Bjartrar framtíðar sitja í stjórn með Sjálfstæðisflokknum?“ spyr Baldur. Þau gætu ákveðið að ganga út en þá sé mögulegt að Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn sitji áfram í starfsstjórn þótt flokkarnir væru bara með 28 þingmenn. Þeir gætu starfað með stuðningi flokka á þingi. Baldur segir óvíst hvort flokkar vilji ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í augnablikinu.„Í augnablikinu er Sjálfstæðisflokkurinn dálítið eins og heit kartafla. Það er ekki hlaupið að því að mynda stjórn með honum. Hvað gerist á næstu dögum og vikum er ómögulegt að segja til um,“ segir Baldur. Í stöðunni gæti Sjálfstæðisflokkurinn myndað minnihlutastjórn eins til tveggja flokka sem njóti stuðnings einhvers þriðja flokks en svo er spurning hvað Bjarni Ben vilji gera.„Hann gæti metið stöðuna svo að hann vilji boða til kosninga.“Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni í allan dag.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent