Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2017 15:45 Sjálfstæðisflokkurnum hefur verið legið á hálsi fyrir að hafa viljað koma í veg fyrir að upplýsingar um afgreiðslu málanna séu opinberaðar. Ætla má að þessi tíðindi muni verða bensín á þann eld. visir/hari Benedikt Sveinsson, fjárfestir og lögmaður, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, skrifaði undir umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. Þetta er samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Mál Roberts Downey, uppreist æra hans, hefur verið gríðarlega umdeilt undanfarna daga og vikur. Meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er að ekki hafi verið um gegnsætt ferli að ræða og upplýsingar um hverjir mæltu með því að umsókn um slíkt yrði samþykkt lægju ekki fyrir. Í vikunni dró til tíðinda þegar úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað uppúr um að dómsmálaráðuneytinu væri ekki stætt á að liggja á þeim upplýsingum. Í kjölfarið kom svo fram hverjir ábekingar umsóknar Roberts voru. Búast má við því að mál þetta kunni að hafa víðtækar pólitískar afleiðingar en Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið sakaður um að vilja halda þessum upplýsingum leyndum vegna þess hverjir skrifuðu uppá réttmæti umsóknanna um uppreist æru.Hugsanlega er yfirlýsingar frá Benedikt að vænta Inn í mál Roberts Downey hefur svo blandast uppreist æra Hjalta Sigurjóns Haukssonar sem dæmdur var fyrir að níðast á stjúpdóttur sinni. Sat hann inni í þrjú og hálft ár vegna þess dóms. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands átti fund með fyrrverandi stjúpdóttur Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Hjalta var sem kunnugt er veitt uppreist æra í september í fyrra, sama dag og Robert Downey. Hjalti var árið 2004 dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti fyrir áralöng kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Þrálátur orðrómur, sem nú hefur verið staðfestur, hefur verið um að einn þeirra sem skrifaði undir umsókn Hjalta hafi verið Benedikt. Vísir ræddi stuttlega við Benedikt í morgun og spurði hann út í málið, en hann vildi ekkert um það tala. Sagði að kannski myndi hann senda frá sér yfirlýsingu, kannski ekki.Hjalti sér eftir því að hafa sótt um uppreist æru Vísir ræddi einnig við Hjalta Sigurjón. Hann vildi ekki láta hafa margt eftir sér, „pass“. En sagði þó að hann sæi mjög eftir því að hafa sótt um uppreist æru. Það hafi hann gert til að fá frið en þær fyrirætlanir hafi snúist upp í andhverfu sína. Hann harmar að menn sem skrifuðu undir umsókn hans í góðri trú, samkvæmt bestu samvisku, skuli nú sitja í þessari súpu. Að sögn Hjalta Sigurjóns er sama hvað hann segir; það muni alltaf vera lagt upp á versta veg. En hann vill meina að hann hafi mátt sæta ofsóknum sem meðal annars hafa beinst að vinnuveitendum hans og svo fjölskyldu. Honum hefur margoft verið sagt upp störfum vegna utanaðkomandi þrýstings og það þýði ekki fyrir sig að sækja um vinnu, svo mikið sem.Uppfært klukkan 16:37 Benedikt sendi frá sér yfirlýsingu venga málsins sem barst fjölmiðlum klukkan 16:28. Guðríður Jónsdóttir, kona hans, sendi yfirlýsinguna fyrir hönd Benedikts. Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni vegna máls Hjalta Sigurjóns Haukssonar Í ljósi alls þess sem fram hefur komið að undanförnu vil ég biðja þá sem um sárt eiga að binda vegna máls Hjalta Sigurjóns Haukssonar, afsökunar á því að hafa ljáð honum atbeina við umsókn um uppreist æru. Hjalti Sigurjón Hauksson var um tíma tengdur kunningjafólki okkar hjóna frá skólaárum. Hann hefur í nokkur skipti leitað aðstoðar hjá mér, fyrst og fremst vegna fjárhagsmála eða í tengslum við atvinnuleit. Engin önnur tengsl hafa verið á milli okkar. Á síðasta ári leitaði Hjalti til mín um meðmæli vegna uppreistar æru. Hann kom til mín með bréf, tilbúið til undirritunar. Ég skrifaði undir bréfið og hef ekki vitað af málinu síðan, fyrr en það kom til opinberrar umfjöllunar nú í sumar. Ég ræddi ekki meðmælabréfið við nokkurn mann, hvorki í stjórnkerfinu né annars staðar, og hef aldrei verið spurður frekar út í málið. Allur aðdragandi og umbúnaður málsins var sá að verið væri að ganga frá formsatriði fyrir umsókn til stjórnsýslunnar. Ég hef aldrei litið svo á að uppreist æru væri annað en lagalegt úrræði fyrir dæmda brotamenn til að öðlast að nýju tiltekin borgaraleg réttindi. Sá hugur bjó ekki að baki að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. Hjalta hef ég sagt að horfast í augu við gjörðir sínar og iðrast þeirra. Það sem átti hér að vera lítið góðverk við dæmdan mann hefur snúist upp í framhald harmleiks brotaþola. Á því biðst ég enn og aftur afsökunar. Benedikt Sveinsson Uppreist æru Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Benedikt Sveinsson, fjárfestir og lögmaður, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, skrifaði undir umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. Þetta er samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Mál Roberts Downey, uppreist æra hans, hefur verið gríðarlega umdeilt undanfarna daga og vikur. Meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er að ekki hafi verið um gegnsætt ferli að ræða og upplýsingar um hverjir mæltu með því að umsókn um slíkt yrði samþykkt lægju ekki fyrir. Í vikunni dró til tíðinda þegar úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað uppúr um að dómsmálaráðuneytinu væri ekki stætt á að liggja á þeim upplýsingum. Í kjölfarið kom svo fram hverjir ábekingar umsóknar Roberts voru. Búast má við því að mál þetta kunni að hafa víðtækar pólitískar afleiðingar en Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið sakaður um að vilja halda þessum upplýsingum leyndum vegna þess hverjir skrifuðu uppá réttmæti umsóknanna um uppreist æru.Hugsanlega er yfirlýsingar frá Benedikt að vænta Inn í mál Roberts Downey hefur svo blandast uppreist æra Hjalta Sigurjóns Haukssonar sem dæmdur var fyrir að níðast á stjúpdóttur sinni. Sat hann inni í þrjú og hálft ár vegna þess dóms. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands átti fund með fyrrverandi stjúpdóttur Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Hjalta var sem kunnugt er veitt uppreist æra í september í fyrra, sama dag og Robert Downey. Hjalti var árið 2004 dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti fyrir áralöng kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Þrálátur orðrómur, sem nú hefur verið staðfestur, hefur verið um að einn þeirra sem skrifaði undir umsókn Hjalta hafi verið Benedikt. Vísir ræddi stuttlega við Benedikt í morgun og spurði hann út í málið, en hann vildi ekkert um það tala. Sagði að kannski myndi hann senda frá sér yfirlýsingu, kannski ekki.Hjalti sér eftir því að hafa sótt um uppreist æru Vísir ræddi einnig við Hjalta Sigurjón. Hann vildi ekki láta hafa margt eftir sér, „pass“. En sagði þó að hann sæi mjög eftir því að hafa sótt um uppreist æru. Það hafi hann gert til að fá frið en þær fyrirætlanir hafi snúist upp í andhverfu sína. Hann harmar að menn sem skrifuðu undir umsókn hans í góðri trú, samkvæmt bestu samvisku, skuli nú sitja í þessari súpu. Að sögn Hjalta Sigurjóns er sama hvað hann segir; það muni alltaf vera lagt upp á versta veg. En hann vill meina að hann hafi mátt sæta ofsóknum sem meðal annars hafa beinst að vinnuveitendum hans og svo fjölskyldu. Honum hefur margoft verið sagt upp störfum vegna utanaðkomandi þrýstings og það þýði ekki fyrir sig að sækja um vinnu, svo mikið sem.Uppfært klukkan 16:37 Benedikt sendi frá sér yfirlýsingu venga málsins sem barst fjölmiðlum klukkan 16:28. Guðríður Jónsdóttir, kona hans, sendi yfirlýsinguna fyrir hönd Benedikts. Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni vegna máls Hjalta Sigurjóns Haukssonar Í ljósi alls þess sem fram hefur komið að undanförnu vil ég biðja þá sem um sárt eiga að binda vegna máls Hjalta Sigurjóns Haukssonar, afsökunar á því að hafa ljáð honum atbeina við umsókn um uppreist æru. Hjalti Sigurjón Hauksson var um tíma tengdur kunningjafólki okkar hjóna frá skólaárum. Hann hefur í nokkur skipti leitað aðstoðar hjá mér, fyrst og fremst vegna fjárhagsmála eða í tengslum við atvinnuleit. Engin önnur tengsl hafa verið á milli okkar. Á síðasta ári leitaði Hjalti til mín um meðmæli vegna uppreistar æru. Hann kom til mín með bréf, tilbúið til undirritunar. Ég skrifaði undir bréfið og hef ekki vitað af málinu síðan, fyrr en það kom til opinberrar umfjöllunar nú í sumar. Ég ræddi ekki meðmælabréfið við nokkurn mann, hvorki í stjórnkerfinu né annars staðar, og hef aldrei verið spurður frekar út í málið. Allur aðdragandi og umbúnaður málsins var sá að verið væri að ganga frá formsatriði fyrir umsókn til stjórnsýslunnar. Ég hef aldrei litið svo á að uppreist æru væri annað en lagalegt úrræði fyrir dæmda brotamenn til að öðlast að nýju tiltekin borgaraleg réttindi. Sá hugur bjó ekki að baki að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. Hjalta hef ég sagt að horfast í augu við gjörðir sínar og iðrast þeirra. Það sem átti hér að vera lítið góðverk við dæmdan mann hefur snúist upp í framhald harmleiks brotaþola. Á því biðst ég enn og aftur afsökunar. Benedikt Sveinsson
Uppreist æru Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira