Þrjátíu ár og tugir platna Benedikt Bóas skrifar 13. september 2017 09:00 „Það veit nú enginn hvenær hljómsveitin var stofnuð en hún fagnar allavega 30 ára starfsafmæli um þessar mundir,“ segir Stefán Hjörleifsson, gítarleikari Nýdanskrar, en hljómsveitin fagnar tímamótunum með útgáfu á nýrri plötu. Knattspyrnukappinn og landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason fékk fyrsta eintakið. „Við erum að fagna 30 ára afmæli okkar með smá veislu á Hard Rock. Við höfum ekki haft mjög hátt um þessi tímamót því okkur finnst afmælishátíð vera svolítið sjálfshátíð. En það þarf að fagna engu að síður og við gerum það með þessari plötu,“ segir Stefán, en 13. september er enginn sérstakur dagur í sögu hljómsveitarinnar. „Áður en við Jón komum til sögunnar í hljómsveitinni þá vann hljómsveitin keppni í Húsafelli 1987. Það er fyrsta stóra tækifærið sem þessi hljómsveit fékk.“ Stefán segir plötuna, Á plánetunni jörð, vera örlítið öðruvísi en aðrar plötur. „Hún er ólík öðrum. Við erum í fyrsta skipti að gera plötu með strengjasveit. Það eru strengir í öllum lögum. Hún er lágstemmdari að því leytinu til og enginn rafmagnsgítar til dæmis. Hún er mjög ólík Diskó Berlín sem við gáfum út síðast og okkur finnst við vera að þróast skemmtilega.“ Alls eru stúdíóplöturnar því orðnar tíu þó Stefán bendi á að trúlega séu plötur hljómsveitarinnar um tuttugu. „Það er góður andi í bandinu þó við spilum kannski ekkert sérstaklega mikið lengur. En giggin eru stærri og það fer meira fyrir okkur í hvert sinn. Núna erum við í Eldborginni að spila á tvennum tónleikum í lok september.“ Hann segir að árin 30 hafi liðið hratt og það sé alltaf jafn gaman að koma á æfingu þar sem töfrarnir fæðast. „Við erum búin að ganga í gegnum ýmislegt. Þegar Daníel sneri aftur eftir 12 ára fjarveru var það mikil vítamínsprauta fyrir okkur. Þetta eru tíu hljóðversplötur en þegar allt er tekið til þá eru plöturnar mun fleiri. Upp úr 1990, þegar við Jón komum í bandið, þá spiluðum við ofboðslega mikið. Svo hefur þetta verið með hléum. En í seinni tíð hefur vinskapurinn styrkst mikið og þetta er góður klúbbur. Í eðli okkar erum við ólíkir en það gerist eitthvað þegar við hittumst og búum til tónlist,“ segir Stefán. Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Það veit nú enginn hvenær hljómsveitin var stofnuð en hún fagnar allavega 30 ára starfsafmæli um þessar mundir,“ segir Stefán Hjörleifsson, gítarleikari Nýdanskrar, en hljómsveitin fagnar tímamótunum með útgáfu á nýrri plötu. Knattspyrnukappinn og landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason fékk fyrsta eintakið. „Við erum að fagna 30 ára afmæli okkar með smá veislu á Hard Rock. Við höfum ekki haft mjög hátt um þessi tímamót því okkur finnst afmælishátíð vera svolítið sjálfshátíð. En það þarf að fagna engu að síður og við gerum það með þessari plötu,“ segir Stefán, en 13. september er enginn sérstakur dagur í sögu hljómsveitarinnar. „Áður en við Jón komum til sögunnar í hljómsveitinni þá vann hljómsveitin keppni í Húsafelli 1987. Það er fyrsta stóra tækifærið sem þessi hljómsveit fékk.“ Stefán segir plötuna, Á plánetunni jörð, vera örlítið öðruvísi en aðrar plötur. „Hún er ólík öðrum. Við erum í fyrsta skipti að gera plötu með strengjasveit. Það eru strengir í öllum lögum. Hún er lágstemmdari að því leytinu til og enginn rafmagnsgítar til dæmis. Hún er mjög ólík Diskó Berlín sem við gáfum út síðast og okkur finnst við vera að þróast skemmtilega.“ Alls eru stúdíóplöturnar því orðnar tíu þó Stefán bendi á að trúlega séu plötur hljómsveitarinnar um tuttugu. „Það er góður andi í bandinu þó við spilum kannski ekkert sérstaklega mikið lengur. En giggin eru stærri og það fer meira fyrir okkur í hvert sinn. Núna erum við í Eldborginni að spila á tvennum tónleikum í lok september.“ Hann segir að árin 30 hafi liðið hratt og það sé alltaf jafn gaman að koma á æfingu þar sem töfrarnir fæðast. „Við erum búin að ganga í gegnum ýmislegt. Þegar Daníel sneri aftur eftir 12 ára fjarveru var það mikil vítamínsprauta fyrir okkur. Þetta eru tíu hljóðversplötur en þegar allt er tekið til þá eru plöturnar mun fleiri. Upp úr 1990, þegar við Jón komum í bandið, þá spiluðum við ofboðslega mikið. Svo hefur þetta verið með hléum. En í seinni tíð hefur vinskapurinn styrkst mikið og þetta er góður klúbbur. Í eðli okkar erum við ólíkir en það gerist eitthvað þegar við hittumst og búum til tónlist,“ segir Stefán.
Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira