Nýir leikendur á fjármálamarkaði Friðrik Þór Snorrason skrifar 13. september 2017 07:00 Á næsta ári taka gildi innan ESB ný lög um greiðsluþjónustu (e. PSD2) sem eru nokkuð byltingarkennd. Með tilkomu PSD2 er verið að greina á milli framleiðslu og dreifingar fjármálaþjónustu. Í raun er verið að opna markaðinn með svipuðu móti og gert var með fjarskiptamarkaðinn á tíunda áratug síðustu aldar. Opnun fjarskiptamarkaðarins hafði gríðarleg áhrif á vöruframboð og verð fjarskiptaþjónustu innan Evrópu. Þannig minnkaði markaðshlutdeild gömlu ríkisreknu símafyrirtækjanna víðast hvar um helming eða meira og einingarverð að meðaltali um meira en 60%. Það væri hins vegar óráðlegt að heimfæra þróunina af fjarskiptamarkaði 100% yfir á fjármálamarkaðinn þar sem mun meiri samkeppni hefur ríkt á fjármálamarkaði en var við opnun fjarskiptamarkaðarins og sölu ríkissímafyrirtækja til einkaaðila. Sérfræðingar spá því þó að breytingin verði mikil. Þannig eigi leikendum í greiðslumiðlun eftir að fjölga og þeir muni byggja viðskiptamódel sín á allt öðrum tekjugrunni en bankar og kortafyrirtæki gera í dag. Í stað þess að treysta á tekjur af færslugjöldum, árgjöldum, kortalánum og yfirdráttarvöxtum munu hinir nýju leikendur líklega byggja viðskiptamódel sín á vinnslu og notkun gagna (t.d. auglýsingar sem birtast með reikningsyfirlitum). Því má búast við að færslu- og þóknunargjöld banka verði undir þrýstingi á komandi árum og hafa sérfræðingar spáð því að þau gætu lækkað frá 40% upp í 80%, en þessar tekjur eru um 20-25% af tekjum viðskiptabanka innan Evrópu.Fjórar sviðsmyndir Ef við spyrjum okkur hverjir nýju leikendurnir á fjármálamarkaðnum gætu orðið, þá er gott við skoða það út frá tveimur víddum. Í fyrsta lagi, hvort leikendur á markaðnum verði fyrst og fremst innlendir aðilar eða hvort markaðurinn einkennist í auknum mæli af því að til sé að verða einn sameiginlegur markaður fyrir greiðsluþjónustu innan EES. Í öðru lagi hvort leikendur á markaði verði áfram fyrst og fremst hefðbundin fjármálafyrirtæki eða hvort nýir leikendur byrji að skapa sér stöðu á greiðslumarkaðnum eftir að PSD2 tekur gildi. Út frá þessum tveimur víddum má sjá fyrir sér fjórar sviðsmyndir: Óbreyttur markaður þar sem núverandi leikendur, bankar og færsluhirðar, verða áfram allsráðandi í veitingu greiðsluþjónustu. Opinn innlendur markaður þar sem nýir innlendir leikendur, sprotafyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki eða jafnvel verslunarkeðjur byrja að marka sér stöðu á markaðnum. Opinn alþjóðlegur markaður þar sem erlend fjártæknifyrirtæki, tæknifyrirtæki og netverslanir byrja að bjóða greiðsluþjónustu hér á landi. Stórir alþjóðlegir bankar verða allsráðandi á markaði hér á landi sem erlendis.Með tilkomu PSD2 er líklegt að nýir leikendur á íslenska greiðslumarkaðnum verði til að byrja með fyrst og fremst innlendir. Íslensk sprotafyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki og verslunarkeðjur munu eflaust prófa sig áfram með nýstárlegar PSD2 tengdar þjónustur. Mjög fljótlega er hins vegar líklegt að erlend stórfyrirtæki byrji einnig að bjóða þjónustu sína á Íslandi. Til langtíma stendur íslenskum fjármálafyrirtækjum mun meiri ógn af erlendum stórfyrirtækjum á borð við Amazon Pay, PayPal, AliPay eða Apple Pay en nýjum innlendum samkeppnisaðilum. Tæknirisarnir eru sérfræðingar í að nýta gögn og ljóst að þau munu nýta fjárhagsgögn sem PSD2 veitir aðgengi að til að samtvinna við gnótt annarra gagna sem þau búa yfir til að selja aðra þjónustu til neytenda og fyrirtækja. Færa má þó rök fyrir því að PSD2 og ný reglugerð um persónuvernd jafni í raun samkeppnisstöðu fjármálafyrirtækja gagnvart netrisunum, enda munu þessi fyrirtæki einnig þurfa að opna sýnar gagnalindir fyrir fjármálafyrirtækjunum hafi þau aflað samþykkis viðkomandi viðskiptavinar. Í næsta pistli verður einmitt fjallað um PSD2, nýja reglugerð um persónuvernd og aðgengi þriðja aðila að fjárhagsgögnum. Lengri útgáfu af greininni er að finna á rb.is.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Skoðun Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á næsta ári taka gildi innan ESB ný lög um greiðsluþjónustu (e. PSD2) sem eru nokkuð byltingarkennd. Með tilkomu PSD2 er verið að greina á milli framleiðslu og dreifingar fjármálaþjónustu. Í raun er verið að opna markaðinn með svipuðu móti og gert var með fjarskiptamarkaðinn á tíunda áratug síðustu aldar. Opnun fjarskiptamarkaðarins hafði gríðarleg áhrif á vöruframboð og verð fjarskiptaþjónustu innan Evrópu. Þannig minnkaði markaðshlutdeild gömlu ríkisreknu símafyrirtækjanna víðast hvar um helming eða meira og einingarverð að meðaltali um meira en 60%. Það væri hins vegar óráðlegt að heimfæra þróunina af fjarskiptamarkaði 100% yfir á fjármálamarkaðinn þar sem mun meiri samkeppni hefur ríkt á fjármálamarkaði en var við opnun fjarskiptamarkaðarins og sölu ríkissímafyrirtækja til einkaaðila. Sérfræðingar spá því þó að breytingin verði mikil. Þannig eigi leikendum í greiðslumiðlun eftir að fjölga og þeir muni byggja viðskiptamódel sín á allt öðrum tekjugrunni en bankar og kortafyrirtæki gera í dag. Í stað þess að treysta á tekjur af færslugjöldum, árgjöldum, kortalánum og yfirdráttarvöxtum munu hinir nýju leikendur líklega byggja viðskiptamódel sín á vinnslu og notkun gagna (t.d. auglýsingar sem birtast með reikningsyfirlitum). Því má búast við að færslu- og þóknunargjöld banka verði undir þrýstingi á komandi árum og hafa sérfræðingar spáð því að þau gætu lækkað frá 40% upp í 80%, en þessar tekjur eru um 20-25% af tekjum viðskiptabanka innan Evrópu.Fjórar sviðsmyndir Ef við spyrjum okkur hverjir nýju leikendurnir á fjármálamarkaðnum gætu orðið, þá er gott við skoða það út frá tveimur víddum. Í fyrsta lagi, hvort leikendur á markaðnum verði fyrst og fremst innlendir aðilar eða hvort markaðurinn einkennist í auknum mæli af því að til sé að verða einn sameiginlegur markaður fyrir greiðsluþjónustu innan EES. Í öðru lagi hvort leikendur á markaði verði áfram fyrst og fremst hefðbundin fjármálafyrirtæki eða hvort nýir leikendur byrji að skapa sér stöðu á greiðslumarkaðnum eftir að PSD2 tekur gildi. Út frá þessum tveimur víddum má sjá fyrir sér fjórar sviðsmyndir: Óbreyttur markaður þar sem núverandi leikendur, bankar og færsluhirðar, verða áfram allsráðandi í veitingu greiðsluþjónustu. Opinn innlendur markaður þar sem nýir innlendir leikendur, sprotafyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki eða jafnvel verslunarkeðjur byrja að marka sér stöðu á markaðnum. Opinn alþjóðlegur markaður þar sem erlend fjártæknifyrirtæki, tæknifyrirtæki og netverslanir byrja að bjóða greiðsluþjónustu hér á landi. Stórir alþjóðlegir bankar verða allsráðandi á markaði hér á landi sem erlendis.Með tilkomu PSD2 er líklegt að nýir leikendur á íslenska greiðslumarkaðnum verði til að byrja með fyrst og fremst innlendir. Íslensk sprotafyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki og verslunarkeðjur munu eflaust prófa sig áfram með nýstárlegar PSD2 tengdar þjónustur. Mjög fljótlega er hins vegar líklegt að erlend stórfyrirtæki byrji einnig að bjóða þjónustu sína á Íslandi. Til langtíma stendur íslenskum fjármálafyrirtækjum mun meiri ógn af erlendum stórfyrirtækjum á borð við Amazon Pay, PayPal, AliPay eða Apple Pay en nýjum innlendum samkeppnisaðilum. Tæknirisarnir eru sérfræðingar í að nýta gögn og ljóst að þau munu nýta fjárhagsgögn sem PSD2 veitir aðgengi að til að samtvinna við gnótt annarra gagna sem þau búa yfir til að selja aðra þjónustu til neytenda og fyrirtækja. Færa má þó rök fyrir því að PSD2 og ný reglugerð um persónuvernd jafni í raun samkeppnisstöðu fjármálafyrirtækja gagnvart netrisunum, enda munu þessi fyrirtæki einnig þurfa að opna sýnar gagnalindir fyrir fjármálafyrirtækjunum hafi þau aflað samþykkis viðkomandi viðskiptavinar. Í næsta pistli verður einmitt fjallað um PSD2, nýja reglugerð um persónuvernd og aðgengi þriðja aðila að fjárhagsgögnum. Lengri útgáfu af greininni er að finna á rb.is.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun