Green Bay og Dallas byrja vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. september 2017 12:36 Elliott var magnaður í liði Dallas í gær. Vísir/Getty Tólf leikir fóru fram á annasömum degi í NFL-deildinni í gær þar sem stórlið Green Bay Packers og Dallas Cowboys byrjuðu á sigurbraut. Bæði lið lögðu sterka andstæðinga að velli í fyrstu umferðinni. Dallas sendi skýr skilaboð með sigri á New York Giants, sem var án útherjans skrautlega Odell Beckham sem meiddist á undirbúningstímabilinu. Án Beckham skoraði Giants aðeins eitt vallarmark í leiknum og ekki eitt einasta snertimark. Sjá einnig: Meistararnir flengdir í fjórða leikhluta Ezekiel Elliott spilaði hins vegar í leiknum en þessi magnaði hlaupari í liði Dallas hafði verið dæmdur í sex leikja bann af NFL-deildinni fyrir heimilsofbeldi. Hann kærði hins vegar deildina fyrir bannið og fékk sínu í gegn. Elliot var því heimilt að spila á meðan að mál hans þvælist í dómskerfinu í Banda´rikjunum. Elliot skilaði samtals 140 jördum í leiknum sem gerði það að verkum að Dallas stýrði ferðinni í leiknum. Leikstjórnandinn Dak Prescott gaf eina snertimarkssendingu í leiknum, á innherjann þaulreynda Jason Witten.Russell Wilson.Vísir/GettyWilson hikstaði Sókn Seattle-liðsins og leikstjórnandinn Russell Wilson hafa átt betri daga en gegn Green Bay Packers í gærkvöldi. Þrátt fyrir að hin magnaða vörn Seattle hafi staðið sína plikt - fellt Aaron Rodgers fjórum sinnum og með eitt inngrip - náði sóknin ekki að færa sér það í nyt. Rodgers nýtti sér það og gaf snertimarkssendingu á Jordy Nelson í síðari hálfleik sem fór langt með að gera út um leikinn fyrir Green Bay. Lokatölur voru 17-9 en Seattle náði aldrei að ógna forystunni undir lok leiksins. Wilson skilaði aðeins 158 sendingajördum í leiknum og eini maðurinn sem skoraði stig í leiknum var sparkarinn Blair Walsh. Meðal annarra úrslita má nefna stórsigur LA Rams á Indianapolis Colts, 46-9, í fyrsta leik Sean McVay sem aðalþjálfara Rams. McVay er aðeins 31 árs gamall. Andrew Luck er fjarri góðu gamni vegna meiðsla en Scott Tolzien fyllti í skarð hans í stöðu leikstjórnanda Colts. Tolzien var felldur fjórum sinnum og kostaði boltanum tvívegis í hendur andstæðinganna. Næstu leikir sem sýndir verða beint á Stöð 2 Sport verða viðureignir New Orleans Saints og New England Patriots (kl. 17.00) og leikur Denver Broncos og Dallas Cowboys (kl. 20.20) á sunnudag.Úrslit gærdagsins: Buffalo - NY Jets 21-12 Chicago - Atlanta 17-23 Cincinnati - Baltimore 0-20 Cleveland - Pittsburgh 18-21 Detroit - Arizona 35-23 Houston - Jacksonville 7-29 Tennesse - Oakland 16-26 Washington - Philadelphia 17-30 LA Rams - Indianapolis 46-9 Green Bay - Seattle 17-9 San Francisco - Carolina 3-23 Dallas - NY Giants 19-3 NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Tólf leikir fóru fram á annasömum degi í NFL-deildinni í gær þar sem stórlið Green Bay Packers og Dallas Cowboys byrjuðu á sigurbraut. Bæði lið lögðu sterka andstæðinga að velli í fyrstu umferðinni. Dallas sendi skýr skilaboð með sigri á New York Giants, sem var án útherjans skrautlega Odell Beckham sem meiddist á undirbúningstímabilinu. Án Beckham skoraði Giants aðeins eitt vallarmark í leiknum og ekki eitt einasta snertimark. Sjá einnig: Meistararnir flengdir í fjórða leikhluta Ezekiel Elliott spilaði hins vegar í leiknum en þessi magnaði hlaupari í liði Dallas hafði verið dæmdur í sex leikja bann af NFL-deildinni fyrir heimilsofbeldi. Hann kærði hins vegar deildina fyrir bannið og fékk sínu í gegn. Elliot var því heimilt að spila á meðan að mál hans þvælist í dómskerfinu í Banda´rikjunum. Elliot skilaði samtals 140 jördum í leiknum sem gerði það að verkum að Dallas stýrði ferðinni í leiknum. Leikstjórnandinn Dak Prescott gaf eina snertimarkssendingu í leiknum, á innherjann þaulreynda Jason Witten.Russell Wilson.Vísir/GettyWilson hikstaði Sókn Seattle-liðsins og leikstjórnandinn Russell Wilson hafa átt betri daga en gegn Green Bay Packers í gærkvöldi. Þrátt fyrir að hin magnaða vörn Seattle hafi staðið sína plikt - fellt Aaron Rodgers fjórum sinnum og með eitt inngrip - náði sóknin ekki að færa sér það í nyt. Rodgers nýtti sér það og gaf snertimarkssendingu á Jordy Nelson í síðari hálfleik sem fór langt með að gera út um leikinn fyrir Green Bay. Lokatölur voru 17-9 en Seattle náði aldrei að ógna forystunni undir lok leiksins. Wilson skilaði aðeins 158 sendingajördum í leiknum og eini maðurinn sem skoraði stig í leiknum var sparkarinn Blair Walsh. Meðal annarra úrslita má nefna stórsigur LA Rams á Indianapolis Colts, 46-9, í fyrsta leik Sean McVay sem aðalþjálfara Rams. McVay er aðeins 31 árs gamall. Andrew Luck er fjarri góðu gamni vegna meiðsla en Scott Tolzien fyllti í skarð hans í stöðu leikstjórnanda Colts. Tolzien var felldur fjórum sinnum og kostaði boltanum tvívegis í hendur andstæðinganna. Næstu leikir sem sýndir verða beint á Stöð 2 Sport verða viðureignir New Orleans Saints og New England Patriots (kl. 17.00) og leikur Denver Broncos og Dallas Cowboys (kl. 20.20) á sunnudag.Úrslit gærdagsins: Buffalo - NY Jets 21-12 Chicago - Atlanta 17-23 Cincinnati - Baltimore 0-20 Cleveland - Pittsburgh 18-21 Detroit - Arizona 35-23 Houston - Jacksonville 7-29 Tennesse - Oakland 16-26 Washington - Philadelphia 17-30 LA Rams - Indianapolis 46-9 Green Bay - Seattle 17-9 San Francisco - Carolina 3-23 Dallas - NY Giants 19-3
NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira