Íslenskt skyr í útrás til Asíu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. september 2017 20:00 MS tapaði í sumar einkaréttinum á skyri í Finnlandi og hafði áður tapað sömu réttindum í Svíþjóð. Forstjóri MS segir fyrirtækið búið að sætta sig við niðurstöðuna og leggur áherslu á sókn á nýja markaði með nýtt vörumerki. Í sumar féllst finnskur dómstóll á kröfu sænska mjólkurframleiðandans Arla um að fella úr gildi einkarétt Mjólkursamsölunnar á orðinu skyr. Sænska einkaleyfastofan hefur áður komist að sömu niðurstöðu en skyrið er þó enn skráð vörumerki MS í Noregi. Forstjóri MS segir stjórnendum fyrirtækisins hafa fyrir nokkru orðið það ljóst að finna þyrfti nýtt vörumerki, sem er Ísey skyr. „Það var náttúrulega ágætt meðan var að njóta þessarar verndar í Finnlandi fyrir orðmerkið skyr en við höfum alveg gert okkur grein fyrir því að það væri erfiðleikum bundið núna þegar við erum að fara land úr landi," segir Ari Edwald, forstjóri MS. Það hefur lengi andað köldu milli Arla og MS vegna skyrsölu í Evrópu. Arla hefur tekið upp auglýsingar hér á landi og gengu stjórnendur svo langt að segja starfsemina vera á Höfn á Íslandi. MS svaraði þá fyrir þetta með eigin auglýsingu. Ari segir MS hafa samið við Arla um að málarekstri sé lokið í Finnlandi og telur markaðssetningu þeirra ekki hafa stefnt sérstöðu íslenska skyrsins í hættu. „Við höfum ekki gert athugasemdir við þá nema bara þegar þeir fara rangt með. Eins og á heimasíðu sinni um að þeir væru á Íslandi. Þá höfum við svona skrifað inn á það. En annars höfum við ekki verið að elta ólar við það," segir Ari. MS hefur verið í örri útrás en í fyrra seldi fyrirtækið um þrettán þúsund tonn af skyri á erlendri grundu samanborið við þrjú þúsund tonn á Íslandi. Þar sem MS hefur lokið þessari baráttu er áframhaldandi sókn á nýja markaði með nýtt vörumerki framundan. Til stendur að skrifa undir samninga í Japan eftir tvær vikur. „Við erum að skoða núna Benelux löndin; Lúxemborg, Holland, Belgíu, Frakkland og förum fljótlega af stað á Ítalíu. Og það er bara vinna í gangi víða, líkt og í Rússlandi og Kína. Síðan eru samningar mjög langt komnir í Japan," segir Ari. Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
MS tapaði í sumar einkaréttinum á skyri í Finnlandi og hafði áður tapað sömu réttindum í Svíþjóð. Forstjóri MS segir fyrirtækið búið að sætta sig við niðurstöðuna og leggur áherslu á sókn á nýja markaði með nýtt vörumerki. Í sumar féllst finnskur dómstóll á kröfu sænska mjólkurframleiðandans Arla um að fella úr gildi einkarétt Mjólkursamsölunnar á orðinu skyr. Sænska einkaleyfastofan hefur áður komist að sömu niðurstöðu en skyrið er þó enn skráð vörumerki MS í Noregi. Forstjóri MS segir stjórnendum fyrirtækisins hafa fyrir nokkru orðið það ljóst að finna þyrfti nýtt vörumerki, sem er Ísey skyr. „Það var náttúrulega ágætt meðan var að njóta þessarar verndar í Finnlandi fyrir orðmerkið skyr en við höfum alveg gert okkur grein fyrir því að það væri erfiðleikum bundið núna þegar við erum að fara land úr landi," segir Ari Edwald, forstjóri MS. Það hefur lengi andað köldu milli Arla og MS vegna skyrsölu í Evrópu. Arla hefur tekið upp auglýsingar hér á landi og gengu stjórnendur svo langt að segja starfsemina vera á Höfn á Íslandi. MS svaraði þá fyrir þetta með eigin auglýsingu. Ari segir MS hafa samið við Arla um að málarekstri sé lokið í Finnlandi og telur markaðssetningu þeirra ekki hafa stefnt sérstöðu íslenska skyrsins í hættu. „Við höfum ekki gert athugasemdir við þá nema bara þegar þeir fara rangt með. Eins og á heimasíðu sinni um að þeir væru á Íslandi. Þá höfum við svona skrifað inn á það. En annars höfum við ekki verið að elta ólar við það," segir Ari. MS hefur verið í örri útrás en í fyrra seldi fyrirtækið um þrettán þúsund tonn af skyri á erlendri grundu samanborið við þrjú þúsund tonn á Íslandi. Þar sem MS hefur lokið þessari baráttu er áframhaldandi sókn á nýja markaði með nýtt vörumerki framundan. Til stendur að skrifa undir samninga í Japan eftir tvær vikur. „Við erum að skoða núna Benelux löndin; Lúxemborg, Holland, Belgíu, Frakkland og förum fljótlega af stað á Ítalíu. Og það er bara vinna í gangi víða, líkt og í Rússlandi og Kína. Síðan eru samningar mjög langt komnir í Japan," segir Ari.
Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira