Alþingi samþykkti þingályktunartillögu um að fela utanríkisráðherra að sækja um aðild að ESA að undangenginni nánanri skoðun á skuldbindingum samfara aðild.
Þegar utanríkismálanefnd Alþingis afgreiddi tillöguna sagði í áliti hennar að aðild Íslands að ESA yrði til að efla vísindastarf og hátækniiðnað hér á landi.
Halda áfram að afla upplýsinga um aðild
Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir utanríkisráðuneytið að það hafi aflað upplýsinga um aðild Íslands á undanförnum mánuðum í samræmi við þingsályktunina.
Á fundinum í sumar hafi Wörner kynnt starfsemi stofnunarinnar nánar og skuldbindingar sem kynnu að leiða af huganlegri aðild.

Evrópska geimstofnunin hefur unnið nokkur eftirtektarverð afrek á síðustu árum. Geimfar þess, Philae, varð það fyrsta til að lenda á yfirborði halastjörnu í Rosetta-leiðangrinum árið 2014. Þá stjórnaði ESA lendingarfarinu Huygens sem flaug með Cassini-geimfarinu og lenti á Títani, tungli Satúrnusar árið 2005.
Geimfarar ESA fara einnig reglulega í leiðangra til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu. Stofnunin tekur einnig þátt í James Webb-geimsjónaukanum sem á að taka við af Hubble sem öflugasti geimsjónauki heims.