Erlent

Gífurlegar sprengingar í vopnageymslu í Úkraínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Talið er að um 188 þúsund tonn af skotfærum hafi verið í vopnageymslunni.
Talið er að um 188 þúsund tonn af skotfærum hafi verið í vopnageymslunni. Vísir/AFP
Rúmlega 30 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín í Úkraínu vegna gífurlegra sprenginga í vopnageymslu. Þar að auki hefur lofthelgi yfir svæðinu verið lokað. Eldurinn kviknaði í herstöð nærri borginni Kalynivka.

Talið er að um 188 þúsund tonn af skotfærum hafi verið í vopnageymslunni. Einn er sagður vera slasaður, samkvæmt frétt Reuters. Engar fregnir hafa borist af mannfalli.

Volodymyr Groysman, forsætisráðherra Úkraínu, segir „ytri þætti“ hafa leitt til sprengingarinnar. Yfirvöld rannsaka atvikið sem skemmdarverk, samkvæmt frétt ABC News.

Þetta mun vera í fjórða sinn á tveimur árum sem eldur kemur upp í vopnageymslum í Úkraínu. Nú síðast gerðist það í mars og þurfti að flytja 20 þúsund manns frá heimilum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×