Vogunarsjóðurinn Attestor bætir við hlut sinn í Arion fyrir 800 milljónir Hörður Ægisson skrifar 27. september 2017 06:30 Hlutafjártboð og skráning Arion frestast fram á næsta ár. vísir/anton brink Breski vogunarsjóðurinn Attestor Capital hefur bætt við sig tæplega hálfs prósents eignarhlut í Arion banka fyrir rúmlega 800 milljónir króna en seljandi bréfanna var Kaupþing. Sjóðurinn nýtti sér lítinn hluta kaupréttar sem hann átti í bankanum en eftir kaupin á Attestor Capital rúmlega 10,4 prósenta hlut í Arion banka. Kaup vogunarsjóðsins voru gerð daginn áður en kauprétturinn rann út um miðjan þennan mánuð, samkvæmt heimildum Markaðarins. Attestor Capital og Goldman Sachs, en bæði sjóðurinn og bandaríski fjárfestingabankinn fara nú með atkvæðarétt í Arion banka, eiga í dag samanlagt um 13,01 prósenta hlut í bankanum. Kaup Attestor Capital á um 0,44 prósenta hlut til viðbótar í Arion banka, samkvæmt heimildum Markaðarins, voru gerð í því skyni að vogunarsjóðurinn og Goldman Sachs ættu í sameiningu lítillega stærri hlut í bankanum en Bankasýsla ríkisins. Stofnunin heldur á 13 prósenta hlut í Arion banka fyrir hönd íslenska ríkisins. Fjármálaeftirlitið (FME) komst nýlega að þeirri ákvörðun að Attestor Capital og tengdir aðilar væru hæfir til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka en í kjölfarið fékk sjóðurinn atkvæðarétt í samræmi við hlutafjáreign sína í bankanum. Í lok síðustu viku komst FME að sömu niðurstöðu í tilfelli vogunarsjóðsins Taconic Capital og Kaupþings með þeirri undantekningu að sú ákvörðun tekur ekki gildi fyrr en Arion banki verður skráður á hlutabréfamarkað. Fram að því munu hvorki bandaríski sjóðurinn né Kaupþing fara beint með atkvæðarétt í bankanum heldur verður hann í höndum Kaupskila, dótturfélags Kaupþings. Samkvæmt ákvörðun FME teljast Taconic og Kaupþing vera í samstarfi í skilningi laga um fjármálafyrirtæki. Vogunarsjóðurinn er langsamlega stærsti einstaki hluthafi Kaupþings með rúmlega 40 prósenta hlut en í gegnum dótturfélag sitt á Kaupþing um 57,4 prósent í Arion banka. Taconic eignaðist sem kunnugt er fyrr á árinu 9,99 prósenta hlut í Arion banka og á því samanlangt – beint og óbeint – liðlega þriðjungshlut í bankanum.Kauprétturinn á hærra gengi Þegar vogunarsjóðirnir þrír – Attestor, Taconic og Och-Ziff Capital – ásamt Goldman Sachs keyptu samtals rúmlega 29 prósenta hlut af Kaupþingi í Arion banka í mars á þessu ári fyrir 49 milljarða var einnig um það samið að fjárfestahópurinn hefði kauprétt að um 22 prósenta hlut til viðbótar. Sá kaupréttur rann út 19. september án þess að nokkur fjárfestanna nýtti sér hann fyrir utan Attestor en sjóðurinn ákvað sem fyrr segir að bæta aðeins við sig 0,44 prósentum í bankanum. Kauprétturinn var á hærra gengi en sjóðirnir og Goldman keyptu hlut sinn fyrr á árinu sem var á genginu 0,81 miðað við bókfært eigið fé í lok þriðja fjórðungs 2016. Samkvæmt heimildum Markaðarins þurfti Attestor því að greiða rúmlega 800 milljónir fyrir tæplega hálf prósents hlut í Arion banka en eigið fé bankans var liðlega 222 milljarðar í lok júní á þessu ári. Ekkert verður af fyrirhuguðu útboði og skráningu Arion banka á þessu ári, eins og Markaðurinn greindi fyrst frá síðastliðinn miðvikudag, vegna stjórnarslita og boðaðra kosninga til Alþingis í næsta mánuði. Kaupþing staðfesti þetta í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í lok síðustu viku. Stefnir Kaupþing nú að því að losa um hlut sinn í bankanum í gegnum opið hlutafjárútboð á fyrsta fjórðungi næsta árs þegar væntingar eru um að ný ríkisstjórn hafi tekið til starfa eftir kosningar.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Breski vogunarsjóðurinn Attestor Capital hefur bætt við sig tæplega hálfs prósents eignarhlut í Arion banka fyrir rúmlega 800 milljónir króna en seljandi bréfanna var Kaupþing. Sjóðurinn nýtti sér lítinn hluta kaupréttar sem hann átti í bankanum en eftir kaupin á Attestor Capital rúmlega 10,4 prósenta hlut í Arion banka. Kaup vogunarsjóðsins voru gerð daginn áður en kauprétturinn rann út um miðjan þennan mánuð, samkvæmt heimildum Markaðarins. Attestor Capital og Goldman Sachs, en bæði sjóðurinn og bandaríski fjárfestingabankinn fara nú með atkvæðarétt í Arion banka, eiga í dag samanlagt um 13,01 prósenta hlut í bankanum. Kaup Attestor Capital á um 0,44 prósenta hlut til viðbótar í Arion banka, samkvæmt heimildum Markaðarins, voru gerð í því skyni að vogunarsjóðurinn og Goldman Sachs ættu í sameiningu lítillega stærri hlut í bankanum en Bankasýsla ríkisins. Stofnunin heldur á 13 prósenta hlut í Arion banka fyrir hönd íslenska ríkisins. Fjármálaeftirlitið (FME) komst nýlega að þeirri ákvörðun að Attestor Capital og tengdir aðilar væru hæfir til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka en í kjölfarið fékk sjóðurinn atkvæðarétt í samræmi við hlutafjáreign sína í bankanum. Í lok síðustu viku komst FME að sömu niðurstöðu í tilfelli vogunarsjóðsins Taconic Capital og Kaupþings með þeirri undantekningu að sú ákvörðun tekur ekki gildi fyrr en Arion banki verður skráður á hlutabréfamarkað. Fram að því munu hvorki bandaríski sjóðurinn né Kaupþing fara beint með atkvæðarétt í bankanum heldur verður hann í höndum Kaupskila, dótturfélags Kaupþings. Samkvæmt ákvörðun FME teljast Taconic og Kaupþing vera í samstarfi í skilningi laga um fjármálafyrirtæki. Vogunarsjóðurinn er langsamlega stærsti einstaki hluthafi Kaupþings með rúmlega 40 prósenta hlut en í gegnum dótturfélag sitt á Kaupþing um 57,4 prósent í Arion banka. Taconic eignaðist sem kunnugt er fyrr á árinu 9,99 prósenta hlut í Arion banka og á því samanlangt – beint og óbeint – liðlega þriðjungshlut í bankanum.Kauprétturinn á hærra gengi Þegar vogunarsjóðirnir þrír – Attestor, Taconic og Och-Ziff Capital – ásamt Goldman Sachs keyptu samtals rúmlega 29 prósenta hlut af Kaupþingi í Arion banka í mars á þessu ári fyrir 49 milljarða var einnig um það samið að fjárfestahópurinn hefði kauprétt að um 22 prósenta hlut til viðbótar. Sá kaupréttur rann út 19. september án þess að nokkur fjárfestanna nýtti sér hann fyrir utan Attestor en sjóðurinn ákvað sem fyrr segir að bæta aðeins við sig 0,44 prósentum í bankanum. Kauprétturinn var á hærra gengi en sjóðirnir og Goldman keyptu hlut sinn fyrr á árinu sem var á genginu 0,81 miðað við bókfært eigið fé í lok þriðja fjórðungs 2016. Samkvæmt heimildum Markaðarins þurfti Attestor því að greiða rúmlega 800 milljónir fyrir tæplega hálf prósents hlut í Arion banka en eigið fé bankans var liðlega 222 milljarðar í lok júní á þessu ári. Ekkert verður af fyrirhuguðu útboði og skráningu Arion banka á þessu ári, eins og Markaðurinn greindi fyrst frá síðastliðinn miðvikudag, vegna stjórnarslita og boðaðra kosninga til Alþingis í næsta mánuði. Kaupþing staðfesti þetta í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í lok síðustu viku. Stefnir Kaupþing nú að því að losa um hlut sinn í bankanum í gegnum opið hlutafjárútboð á fyrsta fjórðungi næsta árs þegar væntingar eru um að ný ríkisstjórn hafi tekið til starfa eftir kosningar.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira