Fornleifarannsóknum sniðinn þröngur stakkur Sveinn Arnarsson skrifar 26. september 2017 06:00 Fornleifauppgröfturinn á Dysnesi við Eyjafjörð í sumar var merkilegur fyrir þær sakir að þar fundust nokkuð heilleg bátskuml sem nú er verið að rannsaka. vísir/auðunn „Eins og staðan er í dag er nánast ómögulegt að stunda fornleifarannsóknir án aðstoðar frá sveitarfélögum, áhugamannafélögum,eða öðrum sem sýna rannsóknum á þessi sviði áhuga,“ segir Sólrún Inga Traustadóttir, formaður Félags fornleifafræðinga en í fjárlagfrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að um 45 milljónum verði varið til fornminjasjóðs, óbreytt frá því í ár.Sólrún Inga Traustadóttir, formaður félags fornleifafræðinga F01170917 fornleifar„Það er mikilvægt að fornleifarannsóknir fái þann stuðning sem þær þurfa því þær koma ekki bara fornleifafræðingum við, heldur öllu fólkinu í landinu,“ segir Sólrún Inga. Fornminjasjóður styrkir fornleifaskráningu, uppgröft, úrvinnslu rannsókna, varðveislu og viðhald minja, báta og skipa og miðlun þekkingar á sviði fornminja á Íslandi. Þessar 45 miljónir eiga að duga til þessarar vinnu á næsta ári. Íslenskar fornleifarannsóknir síðustu ára hafa að miklu leyti snúist um að verja fornleifar og kanna landsvæði áður en þau fara undir mannvirki. Til að mynda fundust afar áhugaverð bátskuml á Dysnesi í Eyjafirði í sumar í rannsókn sem var hluti af umhverfismati stórskipahafnar á Dysnesi. „ Afar fáar fastar stöður eru í boði fyrir fornleifafræðinga á Íslandi og því er fornminjasjóður mjög mikilvægur sjálfstætt starfandi fornleifafræðingum og starfsumhverfi þeirra, ekki síður en þeim sem vinna við fornleifarannsóknir í föstum stöðum,“ segir Sólrún Inga. Aðeins lítill hluti þeirra sem sækja um rannsóknarstyrki í fornminjasjóð hljóta styrki til verkefna. Að mati Sólrúnar Ingu virðist það vera sem svo að vísindamenn séu að gefast upp á að sækja um í sjóðinn því líkurnar á að hljóta styrk séu ekki nægilega miklar. Tímafrekt er að útbúa umsókn í vísindasjóði. „Fornleifarannsóknir skapa þekkingu um land og þjóð og þessi þekking nýtist á mörgum sviðum í samfélaginu. Hún er mikilvæg fyrir ferðaþjónustuna, kennslu í skólum, og til að styrkja sjálfsmynd samfélags og einstaklinga svo eitthvað sé nefnt,“ bætir Sólrún Inga við. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Fornminjar fundust á framkvæmdasvæði Fornleifarannsóknir á Dysnesi, rétt norðan við Akureyri, þar sem stórskipahöfn Eyfirðinga á að rísa benda til fjölda kumla á svæðinu. Fyrsta kumlið fundið með haugfé frá víkingaöld. Til stendur að kanna allt svæðið á næstu dögum. 12. júní 2017 07:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
„Eins og staðan er í dag er nánast ómögulegt að stunda fornleifarannsóknir án aðstoðar frá sveitarfélögum, áhugamannafélögum,eða öðrum sem sýna rannsóknum á þessi sviði áhuga,“ segir Sólrún Inga Traustadóttir, formaður Félags fornleifafræðinga en í fjárlagfrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að um 45 milljónum verði varið til fornminjasjóðs, óbreytt frá því í ár.Sólrún Inga Traustadóttir, formaður félags fornleifafræðinga F01170917 fornleifar„Það er mikilvægt að fornleifarannsóknir fái þann stuðning sem þær þurfa því þær koma ekki bara fornleifafræðingum við, heldur öllu fólkinu í landinu,“ segir Sólrún Inga. Fornminjasjóður styrkir fornleifaskráningu, uppgröft, úrvinnslu rannsókna, varðveislu og viðhald minja, báta og skipa og miðlun þekkingar á sviði fornminja á Íslandi. Þessar 45 miljónir eiga að duga til þessarar vinnu á næsta ári. Íslenskar fornleifarannsóknir síðustu ára hafa að miklu leyti snúist um að verja fornleifar og kanna landsvæði áður en þau fara undir mannvirki. Til að mynda fundust afar áhugaverð bátskuml á Dysnesi í Eyjafirði í sumar í rannsókn sem var hluti af umhverfismati stórskipahafnar á Dysnesi. „ Afar fáar fastar stöður eru í boði fyrir fornleifafræðinga á Íslandi og því er fornminjasjóður mjög mikilvægur sjálfstætt starfandi fornleifafræðingum og starfsumhverfi þeirra, ekki síður en þeim sem vinna við fornleifarannsóknir í föstum stöðum,“ segir Sólrún Inga. Aðeins lítill hluti þeirra sem sækja um rannsóknarstyrki í fornminjasjóð hljóta styrki til verkefna. Að mati Sólrúnar Ingu virðist það vera sem svo að vísindamenn séu að gefast upp á að sækja um í sjóðinn því líkurnar á að hljóta styrk séu ekki nægilega miklar. Tímafrekt er að útbúa umsókn í vísindasjóði. „Fornleifarannsóknir skapa þekkingu um land og þjóð og þessi þekking nýtist á mörgum sviðum í samfélaginu. Hún er mikilvæg fyrir ferðaþjónustuna, kennslu í skólum, og til að styrkja sjálfsmynd samfélags og einstaklinga svo eitthvað sé nefnt,“ bætir Sólrún Inga við.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Fornminjar fundust á framkvæmdasvæði Fornleifarannsóknir á Dysnesi, rétt norðan við Akureyri, þar sem stórskipahöfn Eyfirðinga á að rísa benda til fjölda kumla á svæðinu. Fyrsta kumlið fundið með haugfé frá víkingaöld. Til stendur að kanna allt svæðið á næstu dögum. 12. júní 2017 07:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Fornminjar fundust á framkvæmdasvæði Fornleifarannsóknir á Dysnesi, rétt norðan við Akureyri, þar sem stórskipahöfn Eyfirðinga á að rísa benda til fjölda kumla á svæðinu. Fyrsta kumlið fundið með haugfé frá víkingaöld. Til stendur að kanna allt svæðið á næstu dögum. 12. júní 2017 07:00