Íslensk útgáfa af sænskum rappsmelli Stefán Þór Hjartarson skrifar 21. september 2017 10:45 Logi Pedro ætlar að halda skandinavískt rappkvöld á næstunni. Vísir/GVA Gucci Song með sænska rapparanum Michel Dida fær á morgun sérstakt íslenskt remix þar sem þau Jóhanna Rakel, Jóhann Kristófer og Birnir bæta við það sem sænskir frændur vorir voru búnir að byggja. Gucci Song hefur verið frekar vinsælt lag í Svíþjóð í sumar. Lagið er úr smiðju Trans94, umboðsskrifstofu og útgáfufyrirtækis í Svíþjóð. Hópurinn sér m.a. um sænsku tónlistarmennina Silvönu Imam, sem kom fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í fyrra, fyrrnefndan Michel Dida, Erik Lundin og Cherrie en sú síðastnefnda vann til verðlauna á sænsku Grammi-verðlaunahátíðinni árið 2016 fyrir R&B og hipphopp-plötu ársins. „Það er heiður að vera í sambandi við þetta gengi. Trans94 eru svolítið mikið búnir að vera að gera svona remix-verkefni og fleira – það var að koma út heimildarmynd um Silvana Imam og bók sem heitir Third Culture Kids sem fjallar um krakka sem hafa alist upp í öðrum menningarheimi en foreldrar þeirra koma úr. Þetta er bara nett gengi. Michel Dida er mjög flottur. Síðast þegar hann gerði svona stórt remix var það lagið Höru Mej Bae sem varð risastórt á Norðurlöndunum. Það kom remix með stelpum eingöngu – Zara Larsson er til dæmis með í því. Gucci Song hefur fengið remix með sænskum göturöppurum og Dida vildi gera spes remix með íslenskum röppurum – þeir eru búnir að fylgjast með senunni hérna heima og finnst það náttúrulega mjög spennandi og því lá alveg beint við að gera eitthvað feitt hérna heima, þannig að Jóhann, Jóhanna Rakel og Birnir negldu niður vers. Þetta er allt bara mjög spennandi, þetta eru stærstu og virtustu rappararnir í Svíþjóð í dag, myndi ég segja,“ segir Logi Pedro Stefánsson, einn af heilunum bak við verkefnið.Birnir stökk á remixið ásamt Jóhönnu Rakel og Jóhanni Kristófer. Vísir/Anton BrinkEr eitthvað fleira svona á leiðinni frá ykkur? „Þetta er partur af stærra samstarfi sem við Les Freres Stefson erum búnir að vera að setja upp. Við höfum verið að vinna með röppurum í Danmörku, á Írlandi og svo í Svíþjóð núna. Við erum búnir að að fá til Íslands danska rapparann Emil Stabil – hann kom á Airwaves og svo fengum við hann aftur á MR-ball – við erum líka að vonast til að hann komi og spili aftur í haust. Sama máli gegnir um Unge Ferrari sem er norskur rappari – hann spilaði á Airwaves og svo MR-ballinu. Síðan er það írskt band sem er að koma á Airwaves sem heitir Hare Squead sem við linkuðum upp með þegar við vorum að spila í Brighton og væbuðum með. Við fengum þá til að koma á Airwaves og vonandi í stúdóið. Þeir eru búnir að taka þátt í einu Sturlu Atlas lagi sem kemur vonandi út í haust. Þetta band hefur til dæmis gert lag með Goldlink og er að fá sturlaða spilun. Það er bara gaman að þessi frábæra íslenska sena sé ekki bara að gera hipphopp sem er vinsælt hérna heima heldur í raun samkeppnishæft úti í heimi.“ Lagið Gucci Song „Reykjavík remix“ kemur á streymisveituna Spotify á morgun. Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Gucci Song með sænska rapparanum Michel Dida fær á morgun sérstakt íslenskt remix þar sem þau Jóhanna Rakel, Jóhann Kristófer og Birnir bæta við það sem sænskir frændur vorir voru búnir að byggja. Gucci Song hefur verið frekar vinsælt lag í Svíþjóð í sumar. Lagið er úr smiðju Trans94, umboðsskrifstofu og útgáfufyrirtækis í Svíþjóð. Hópurinn sér m.a. um sænsku tónlistarmennina Silvönu Imam, sem kom fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í fyrra, fyrrnefndan Michel Dida, Erik Lundin og Cherrie en sú síðastnefnda vann til verðlauna á sænsku Grammi-verðlaunahátíðinni árið 2016 fyrir R&B og hipphopp-plötu ársins. „Það er heiður að vera í sambandi við þetta gengi. Trans94 eru svolítið mikið búnir að vera að gera svona remix-verkefni og fleira – það var að koma út heimildarmynd um Silvana Imam og bók sem heitir Third Culture Kids sem fjallar um krakka sem hafa alist upp í öðrum menningarheimi en foreldrar þeirra koma úr. Þetta er bara nett gengi. Michel Dida er mjög flottur. Síðast þegar hann gerði svona stórt remix var það lagið Höru Mej Bae sem varð risastórt á Norðurlöndunum. Það kom remix með stelpum eingöngu – Zara Larsson er til dæmis með í því. Gucci Song hefur fengið remix með sænskum göturöppurum og Dida vildi gera spes remix með íslenskum röppurum – þeir eru búnir að fylgjast með senunni hérna heima og finnst það náttúrulega mjög spennandi og því lá alveg beint við að gera eitthvað feitt hérna heima, þannig að Jóhann, Jóhanna Rakel og Birnir negldu niður vers. Þetta er allt bara mjög spennandi, þetta eru stærstu og virtustu rappararnir í Svíþjóð í dag, myndi ég segja,“ segir Logi Pedro Stefánsson, einn af heilunum bak við verkefnið.Birnir stökk á remixið ásamt Jóhönnu Rakel og Jóhanni Kristófer. Vísir/Anton BrinkEr eitthvað fleira svona á leiðinni frá ykkur? „Þetta er partur af stærra samstarfi sem við Les Freres Stefson erum búnir að vera að setja upp. Við höfum verið að vinna með röppurum í Danmörku, á Írlandi og svo í Svíþjóð núna. Við erum búnir að að fá til Íslands danska rapparann Emil Stabil – hann kom á Airwaves og svo fengum við hann aftur á MR-ball – við erum líka að vonast til að hann komi og spili aftur í haust. Sama máli gegnir um Unge Ferrari sem er norskur rappari – hann spilaði á Airwaves og svo MR-ballinu. Síðan er það írskt band sem er að koma á Airwaves sem heitir Hare Squead sem við linkuðum upp með þegar við vorum að spila í Brighton og væbuðum með. Við fengum þá til að koma á Airwaves og vonandi í stúdóið. Þeir eru búnir að taka þátt í einu Sturlu Atlas lagi sem kemur vonandi út í haust. Þetta band hefur til dæmis gert lag með Goldlink og er að fá sturlaða spilun. Það er bara gaman að þessi frábæra íslenska sena sé ekki bara að gera hipphopp sem er vinsælt hérna heima heldur í raun samkeppnishæft úti í heimi.“ Lagið Gucci Song „Reykjavík remix“ kemur á streymisveituna Spotify á morgun.
Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira