Trump vekur furðu aðstoðarmanna og fjölmiðla með óljósri viðvörun Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2017 21:56 VIðstaddir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar Trump gaf út torræða viðvörun um að stormur væri í vændum. Vísir/AFP Engar skýringar hafa enn fengist á því hvað Donald Trump Bandaríkjaforseti átti við þegar hann sagði að fundur með herforingjum í dag hafi verið „lognið á undan storminum“. Hvorki aðstoðarmenn hans né fjölmiðlar hafa fengið botn í ummælin. Þegar Trump bauð fréttamönnum inn í borðstofu í Hvíta húsinu þar sem hann var að fara að snæða með hópi herforingja spurði hann hópinn hvort þeir vissu fyrir hvað herforingjarnir stæðu, að því er segir í frétt New York Times. „Kannski er þetta lognið á undan storminum,“ svaraði forsetinn þegar blaðamaður bað hann um að skýra spurninguna frekar. Þegar blaðamenn gengu á hann um hvað það þýddi svaraði Trump aðeins „Þið munið komast að því“.Mögulega ekkert annað en látalætiLeiddi þessi óljósa viðvörun til vangaveltna um hvort að bandarísk stjórnvöld hygðu á einhvers konar hernaðaraðgerðir. Trump hefur um nokkurt skeið látið í veðri vaka að hann gæti beitt herafli gegn Norður-Kóreu. Þá hafa fregnir borist af því að hann ætli að rifta kjarnorkusamkomulagi við Írani sem gæti leitt til þess að Bandaríkin hefji aftur refsiaðgerðir gegn þeim. New York Times segir að aðstoðarmenn forsetans hafi ekki haft hugmynd um hvað Trump átti við með þessum orðum. Blaðið gerir að því skóna að ummæli forsetans hafi mögulega ekki verið annað en látalæti. Donald Trump Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Engar skýringar hafa enn fengist á því hvað Donald Trump Bandaríkjaforseti átti við þegar hann sagði að fundur með herforingjum í dag hafi verið „lognið á undan storminum“. Hvorki aðstoðarmenn hans né fjölmiðlar hafa fengið botn í ummælin. Þegar Trump bauð fréttamönnum inn í borðstofu í Hvíta húsinu þar sem hann var að fara að snæða með hópi herforingja spurði hann hópinn hvort þeir vissu fyrir hvað herforingjarnir stæðu, að því er segir í frétt New York Times. „Kannski er þetta lognið á undan storminum,“ svaraði forsetinn þegar blaðamaður bað hann um að skýra spurninguna frekar. Þegar blaðamenn gengu á hann um hvað það þýddi svaraði Trump aðeins „Þið munið komast að því“.Mögulega ekkert annað en látalætiLeiddi þessi óljósa viðvörun til vangaveltna um hvort að bandarísk stjórnvöld hygðu á einhvers konar hernaðaraðgerðir. Trump hefur um nokkurt skeið látið í veðri vaka að hann gæti beitt herafli gegn Norður-Kóreu. Þá hafa fregnir borist af því að hann ætli að rifta kjarnorkusamkomulagi við Írani sem gæti leitt til þess að Bandaríkin hefji aftur refsiaðgerðir gegn þeim. New York Times segir að aðstoðarmenn forsetans hafi ekki haft hugmynd um hvað Trump átti við með þessum orðum. Blaðið gerir að því skóna að ummæli forsetans hafi mögulega ekki verið annað en látalæti.
Donald Trump Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira