Kjóstu menntun 28. október Ragna Sigurðardóttir skrifar 2. október 2017 09:00 Þann 14. september síðastliðinn setti Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað greinaskriftarátak vegna undirfjármögnunar háskóla á Íslandi eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2018. Daginn eftir sprakk ríkisstjórnin. Stúdentaráð stöðvaði því greinaskrif tímabundið þar sem ýmislegt, þar á meðal fjárlög, voru í óvissu. Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. Stúdentaráð hefur því blásið á ný til átaks vegna undirfjármögnunar háskólanna og í þetta sinn í samstarfi við LÍS – Landssamtök íslenskra stúdenta. Fulltrúar allra háskólanema á Íslandi sem og íslenskra háskólanema erlendis munu því skrifa greinar á næstu dögum og vikum um málefni sem standa þeim nærri. Íslenskt háskólakerfi fær ekki þá athygli og fjármögnun sem til þarf og stjórnvöld verða að stíga alvöru skref til þess að kerfið þjóni bæði nemendum og samfélaginu sem skyldi. Eins og kunnugt er hefur aðgengi að menntun og menntunarstig þjóða bein áhrif ekki aðeins á efnahag, heldur líka á gildi, þekkingu og viðhorf einstaklinga sem er til hagsbóta fyrir samfélagið.1,2Það er því kominn tími til að íslenskt háskólakerfi sé fjármagnað með fullnægjandi hætti. Til þess þarf metnað stjórnvalda. Í komandi kosningum teljum við í Stúdentaráði að mikilvægt sé að hafa skýra framtíðarsýn fyrir Ísland í alþjóðlegu samhengi. Stúdentaráð Háskóla Íslands hvetur því stjórnmálaflokka á Íslandi til að beita sér fyrir bættri fjármögnun háskólastigsins og kjósendur að kjósa menntun þann 28. október. #kjóstumenntun. 1Barr, N. (2012). The Economics of the Welfare State (5. útgáfa). New York, New York: Oxford University Press. 2Brennan, J., Durazzi, N., og Séné T. (2013, 21. október). Things we know and don't know about the Wider Benefits of Higher Education: A review of the recent literature. BIS research paper number 133 - Department for Business Innovation & Skills. Sótt 1. október 2017 af https://www.gov.uk/government/uploads/system/uploads/attachment_data/file/251011/bis-13-1244-things-we-know-and-dont-know-about-the-wider-benefits-of-higher-education.pdf Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Þann 14. september síðastliðinn setti Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað greinaskriftarátak vegna undirfjármögnunar háskóla á Íslandi eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2018. Daginn eftir sprakk ríkisstjórnin. Stúdentaráð stöðvaði því greinaskrif tímabundið þar sem ýmislegt, þar á meðal fjárlög, voru í óvissu. Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. Stúdentaráð hefur því blásið á ný til átaks vegna undirfjármögnunar háskólanna og í þetta sinn í samstarfi við LÍS – Landssamtök íslenskra stúdenta. Fulltrúar allra háskólanema á Íslandi sem og íslenskra háskólanema erlendis munu því skrifa greinar á næstu dögum og vikum um málefni sem standa þeim nærri. Íslenskt háskólakerfi fær ekki þá athygli og fjármögnun sem til þarf og stjórnvöld verða að stíga alvöru skref til þess að kerfið þjóni bæði nemendum og samfélaginu sem skyldi. Eins og kunnugt er hefur aðgengi að menntun og menntunarstig þjóða bein áhrif ekki aðeins á efnahag, heldur líka á gildi, þekkingu og viðhorf einstaklinga sem er til hagsbóta fyrir samfélagið.1,2Það er því kominn tími til að íslenskt háskólakerfi sé fjármagnað með fullnægjandi hætti. Til þess þarf metnað stjórnvalda. Í komandi kosningum teljum við í Stúdentaráði að mikilvægt sé að hafa skýra framtíðarsýn fyrir Ísland í alþjóðlegu samhengi. Stúdentaráð Háskóla Íslands hvetur því stjórnmálaflokka á Íslandi til að beita sér fyrir bættri fjármögnun háskólastigsins og kjósendur að kjósa menntun þann 28. október. #kjóstumenntun. 1Barr, N. (2012). The Economics of the Welfare State (5. útgáfa). New York, New York: Oxford University Press. 2Brennan, J., Durazzi, N., og Séné T. (2013, 21. október). Things we know and don't know about the Wider Benefits of Higher Education: A review of the recent literature. BIS research paper number 133 - Department for Business Innovation & Skills. Sótt 1. október 2017 af https://www.gov.uk/government/uploads/system/uploads/attachment_data/file/251011/bis-13-1244-things-we-know-and-dont-know-about-the-wider-benefits-of-higher-education.pdf Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar