Trump boðar slag við McCain Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2017 18:00 Donald Trump og John McCain. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi John McCain tóninn í dag og sagðist ætla að berjast á móti öldungadeildarþingmanninum og það yrði „ekki fallegt“. McCain, sem er fyrrverandi flugmaður, varði fimm og hálfu ári í fangabúðum í Víetnam og berst við heilaæxli svaraði um hæl: „Ég hef verið í erfiðari slögum“ og brosti.Tilefni þessara ummæla er ræða McCain í Fíladelfíu í gær, þar sem hann meðal annars fordæmdi „falska þjóðernishyggju“. Ræðuna flutti hann þegar hann tók á móti frelsisorðu Stjórnarskrármiðstöðvar Bandaríkjanna fyrir þjónustu sína við land og þjóð.Sjá einnig: McCain fordæmir „falska þjóðernishyggju“Í þakkarræðu sinni fór hann hörðum orðum um þá pólitísku strauma sem hafa verið ríkjandi vestanhafs síðustu misseri. Augljóst þykir að gagnrýnin hafi beinst að Trump og stuðningsmönnum hans. „Ég hef verið mjög svo almennilegur en á einhverjum tímapunkti mun ég berjast á móti og það verður ekki fallegt,“ sagði forsetinn í útvarpsviðtali í dag. Trump og McCain hafa deilt um nokkuð skeið. Í kosningabaráttunni sagði Trump til dæmis að McCain væri ekki stríðshetja þar sem hann hefði verið handsamaður. Þá kom McCain í veg fyrir að repúblikönum tækist að fella niður sjúkratrygginga- og heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu ObamaCare, þegar hann kaus gegn flokksbræðrum sínum.I've had the good fortune to spend 60 yrs in service to this wondrous land & I'm so very grateful for the privilege https://t.co/D7Yj3Yq1G8 pic.twitter.com/Qr4EQBJL6x— John McCain (@SenJohnMcCain) October 17, 2017 To refuse US leadership for half-baked nationalism is as unpatriotic as any dogma consigned to ash heap of history https://t.co/Y07Sxa1b7V pic.twitter.com/Jf1nit7X3n— John McCain (@SenJohnMcCain) October 17, 2017 Donald Trump Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi John McCain tóninn í dag og sagðist ætla að berjast á móti öldungadeildarþingmanninum og það yrði „ekki fallegt“. McCain, sem er fyrrverandi flugmaður, varði fimm og hálfu ári í fangabúðum í Víetnam og berst við heilaæxli svaraði um hæl: „Ég hef verið í erfiðari slögum“ og brosti.Tilefni þessara ummæla er ræða McCain í Fíladelfíu í gær, þar sem hann meðal annars fordæmdi „falska þjóðernishyggju“. Ræðuna flutti hann þegar hann tók á móti frelsisorðu Stjórnarskrármiðstöðvar Bandaríkjanna fyrir þjónustu sína við land og þjóð.Sjá einnig: McCain fordæmir „falska þjóðernishyggju“Í þakkarræðu sinni fór hann hörðum orðum um þá pólitísku strauma sem hafa verið ríkjandi vestanhafs síðustu misseri. Augljóst þykir að gagnrýnin hafi beinst að Trump og stuðningsmönnum hans. „Ég hef verið mjög svo almennilegur en á einhverjum tímapunkti mun ég berjast á móti og það verður ekki fallegt,“ sagði forsetinn í útvarpsviðtali í dag. Trump og McCain hafa deilt um nokkuð skeið. Í kosningabaráttunni sagði Trump til dæmis að McCain væri ekki stríðshetja þar sem hann hefði verið handsamaður. Þá kom McCain í veg fyrir að repúblikönum tækist að fella niður sjúkratrygginga- og heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu ObamaCare, þegar hann kaus gegn flokksbræðrum sínum.I've had the good fortune to spend 60 yrs in service to this wondrous land & I'm so very grateful for the privilege https://t.co/D7Yj3Yq1G8 pic.twitter.com/Qr4EQBJL6x— John McCain (@SenJohnMcCain) October 17, 2017 To refuse US leadership for half-baked nationalism is as unpatriotic as any dogma consigned to ash heap of history https://t.co/Y07Sxa1b7V pic.twitter.com/Jf1nit7X3n— John McCain (@SenJohnMcCain) October 17, 2017
Donald Trump Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira