Ófelía skekur Írland og neyðarástandi lýst yfir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. október 2017 06:00 Gífurlegur öldugangur fylgdi óveðrinu frá Ófelíu. vísir/afp Tré rifnuðu upp með rótum, rafmagn fór af á írska þinginu, skólar lokuðu, stúkur knattspyrnuvalla féllu saman, varað var við flóðum og að minnsta kosti einn lét lífið þegar stormurinn Ófelía gekk yfir Írland í gær. Sterkustu vindhviður mældust rúmlega fjörutíu metrar á sekúndu. Veðurfræðingar bandarísku veðurstofunnar AccuWeather spá því að stormurinn haldi áfram yfir norðurhluta Skotlands í dag og þaðan aftur út á sjó. Lögreglan á Írlandi varaði í gær við því að stormurinn væri lífshættulegur og vegna Ófelíu var á annað hundrað þúsunda heimila án rafmagns. Írska veðurstofan tók í sama streng og lögreglan. Sendi hún frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við eyðileggingarmætti vindhviðanna. „Þessi stormur ógnar lífi og eignum,“ sagði í yfirlýsingunni. Áður hafði Ófelía gengið á land á Asoreyjum sem þriðja stigs fellibylur. Setti hún þar með heimsmet sem sá þriðja stigs fellibylur sem hefur geisað austast á Atlantshafi. Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, og Shane Ross samgönguráðherra boðuðu til blaðamannafundar vegna hamfaranna. Ítrekaði Varadkar að almenningur ætti að halda sig innandyra. Sagði hann að jafnvel eftir að stormurinn hefði gengið yfir bæri að vara sig, meðal annars vegna fallinna trjáa og rafmagnslína sem gætu legið á jörðinni. „Ég vil að fólk átti sig á því að þetta er algjört neyðarástand,“ sagði Varadkar. Ófelía er langt frá því að vera fyrsti Atlantshafsfellibylurinn sem veldur miklu tjóni á síðustu mánuðum. Alls hafa tíu fellibyljir myndast á Atlantshafi á þessu ári og þar af fóru sex á þriðja stig eða hærra. Aldrei hafa fleiri en sjö fellibyljir á þriðja stigi eða hærra mælst á Atlantshafi, það gerðist síðast árið 2005. Fellibylurinn Maria, sem kostaði að minnsta kosti 68 lífið á eyjum Karíbahafsins og olli hundraða milljarða tjóni, mældist sterkastur. Meðalvindhraði Mariu var 78 metrar á sekúndu þegar mest var. Auk Mariu ollu Irma, Harvey, Katia og Nate miklu tjóni á Karíbahafi og við Mexíkóflóa. Kostaði Irma til að mynda að minnsta kosti 134 lífið og Harvey 63. Birtist í Fréttablaðinu Veður Tengdar fréttir Fylgjast með hitabeltisstormi sem gæti náð til Íslands Hitabeltisstormurinn Ófelía gæti náð til vestanverðrar Evrópu á næstu dögum. Íslenskur veðurfræðingur segir alltof snemmt að segja til um hvort að hann gæti náð til Íslands sem kröpp lægð. 10. október 2017 17:00 Mannskaði af völdum Ófelíu á Írlandi Kona lést og önnur slasaðist þegar tré féll á bíl þeirra á suðausturhluta Írlands. 16. október 2017 14:01 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Tré rifnuðu upp með rótum, rafmagn fór af á írska þinginu, skólar lokuðu, stúkur knattspyrnuvalla féllu saman, varað var við flóðum og að minnsta kosti einn lét lífið þegar stormurinn Ófelía gekk yfir Írland í gær. Sterkustu vindhviður mældust rúmlega fjörutíu metrar á sekúndu. Veðurfræðingar bandarísku veðurstofunnar AccuWeather spá því að stormurinn haldi áfram yfir norðurhluta Skotlands í dag og þaðan aftur út á sjó. Lögreglan á Írlandi varaði í gær við því að stormurinn væri lífshættulegur og vegna Ófelíu var á annað hundrað þúsunda heimila án rafmagns. Írska veðurstofan tók í sama streng og lögreglan. Sendi hún frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við eyðileggingarmætti vindhviðanna. „Þessi stormur ógnar lífi og eignum,“ sagði í yfirlýsingunni. Áður hafði Ófelía gengið á land á Asoreyjum sem þriðja stigs fellibylur. Setti hún þar með heimsmet sem sá þriðja stigs fellibylur sem hefur geisað austast á Atlantshafi. Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, og Shane Ross samgönguráðherra boðuðu til blaðamannafundar vegna hamfaranna. Ítrekaði Varadkar að almenningur ætti að halda sig innandyra. Sagði hann að jafnvel eftir að stormurinn hefði gengið yfir bæri að vara sig, meðal annars vegna fallinna trjáa og rafmagnslína sem gætu legið á jörðinni. „Ég vil að fólk átti sig á því að þetta er algjört neyðarástand,“ sagði Varadkar. Ófelía er langt frá því að vera fyrsti Atlantshafsfellibylurinn sem veldur miklu tjóni á síðustu mánuðum. Alls hafa tíu fellibyljir myndast á Atlantshafi á þessu ári og þar af fóru sex á þriðja stig eða hærra. Aldrei hafa fleiri en sjö fellibyljir á þriðja stigi eða hærra mælst á Atlantshafi, það gerðist síðast árið 2005. Fellibylurinn Maria, sem kostaði að minnsta kosti 68 lífið á eyjum Karíbahafsins og olli hundraða milljarða tjóni, mældist sterkastur. Meðalvindhraði Mariu var 78 metrar á sekúndu þegar mest var. Auk Mariu ollu Irma, Harvey, Katia og Nate miklu tjóni á Karíbahafi og við Mexíkóflóa. Kostaði Irma til að mynda að minnsta kosti 134 lífið og Harvey 63.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Tengdar fréttir Fylgjast með hitabeltisstormi sem gæti náð til Íslands Hitabeltisstormurinn Ófelía gæti náð til vestanverðrar Evrópu á næstu dögum. Íslenskur veðurfræðingur segir alltof snemmt að segja til um hvort að hann gæti náð til Íslands sem kröpp lægð. 10. október 2017 17:00 Mannskaði af völdum Ófelíu á Írlandi Kona lést og önnur slasaðist þegar tré féll á bíl þeirra á suðausturhluta Írlands. 16. október 2017 14:01 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Fylgjast með hitabeltisstormi sem gæti náð til Íslands Hitabeltisstormurinn Ófelía gæti náð til vestanverðrar Evrópu á næstu dögum. Íslenskur veðurfræðingur segir alltof snemmt að segja til um hvort að hann gæti náð til Íslands sem kröpp lægð. 10. október 2017 17:00
Mannskaði af völdum Ófelíu á Írlandi Kona lést og önnur slasaðist þegar tré féll á bíl þeirra á suðausturhluta Írlands. 16. október 2017 14:01