Lausir kjarasamningar BHM – skýr krafa um afturvirkni Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 16. október 2017 06:00 Sautján aðildarfélög BHM hafa verið með lausa samninga við ríkið frá 1. sept. sl. eða frá því að úrskurður gerðardóms, sem settur var í kjölfar lagasetningar á lögmætar verkfallsaðgerðir, féll úr gildi. Um er að ræða 6.000 starfsmenn á 200 ríkisstofnunum. Hvert félaganna sautján fer með samningsréttinn fyrir hönd félagsmanna sinna. Það eru um margt óvenjulegar aðstæður uppi í stjórnarráðinu. Ríkisstjórnin er fallin tæpu ári eftir kosningar og boðað hefur verið að nýju til alþingiskosninga. Í þessu róti er mikilvægt að missa ekki sjónar á því mikilvæga verkefni að ná kjarasamningum við BHM-félögin. Af okkar hálfu er skýrt að samningur tekur við af samningi, þ.e.a.s. nýir kjarasamningar þurfa að gilda frá 1. september 2017. Fyrir afturvirkni eru fjölmörg fordæmi og varla þarf að eyða orku samningafólks í að þrasa um sjálfsagða hluti. Það er nóg annað um að ræða við samningaborðið. Samninganefndir BHM hafa ítrekað bent ríkinu á þann vanda sem skapast þegar launasetning stétta er ólík á milli stofnana, auk þess sem fyrir liggur hvaða ríkisstofnanir eru krónískar láglaunastofnanir og hverjar ekki. Stofnanasamningakerfið stendur víða á brauðfótum. Nýtt lífeyriskerfi opinberra starfsmanna kallar á leiðréttingu launa á milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins og enn er krafan um að menntun skuli metin til launa jafn brýn og áður. Ríkið er stærsti vinnuveitandi landsins en ber einnig ásamt sveitarfélögunum ábyrgð á almannaþjónustu við alla landsmenn á sviði heilbrigðis- og menntamála. Það heldur úti stjórnsýslu og réttarvörslukerfi og ber ábyrgð á uppbyggingu innviða hvort heldur er samgöngum eða sjúkrahúsbyggingum. Það er afar mikilvægt að stjórnvöld hafi vilja og getu til að aðgreina þetta tvíþætta hlutverk hins opinbera sem framkvæmdarvald annars vegar og vinnuveitandi hins vegar í kjaraviðræðum vetrarins.Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Sautján aðildarfélög BHM hafa verið með lausa samninga við ríkið frá 1. sept. sl. eða frá því að úrskurður gerðardóms, sem settur var í kjölfar lagasetningar á lögmætar verkfallsaðgerðir, féll úr gildi. Um er að ræða 6.000 starfsmenn á 200 ríkisstofnunum. Hvert félaganna sautján fer með samningsréttinn fyrir hönd félagsmanna sinna. Það eru um margt óvenjulegar aðstæður uppi í stjórnarráðinu. Ríkisstjórnin er fallin tæpu ári eftir kosningar og boðað hefur verið að nýju til alþingiskosninga. Í þessu róti er mikilvægt að missa ekki sjónar á því mikilvæga verkefni að ná kjarasamningum við BHM-félögin. Af okkar hálfu er skýrt að samningur tekur við af samningi, þ.e.a.s. nýir kjarasamningar þurfa að gilda frá 1. september 2017. Fyrir afturvirkni eru fjölmörg fordæmi og varla þarf að eyða orku samningafólks í að þrasa um sjálfsagða hluti. Það er nóg annað um að ræða við samningaborðið. Samninganefndir BHM hafa ítrekað bent ríkinu á þann vanda sem skapast þegar launasetning stétta er ólík á milli stofnana, auk þess sem fyrir liggur hvaða ríkisstofnanir eru krónískar láglaunastofnanir og hverjar ekki. Stofnanasamningakerfið stendur víða á brauðfótum. Nýtt lífeyriskerfi opinberra starfsmanna kallar á leiðréttingu launa á milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins og enn er krafan um að menntun skuli metin til launa jafn brýn og áður. Ríkið er stærsti vinnuveitandi landsins en ber einnig ásamt sveitarfélögunum ábyrgð á almannaþjónustu við alla landsmenn á sviði heilbrigðis- og menntamála. Það heldur úti stjórnsýslu og réttarvörslukerfi og ber ábyrgð á uppbyggingu innviða hvort heldur er samgöngum eða sjúkrahúsbyggingum. Það er afar mikilvægt að stjórnvöld hafi vilja og getu til að aðgreina þetta tvíþætta hlutverk hins opinbera sem framkvæmdarvald annars vegar og vinnuveitandi hins vegar í kjaraviðræðum vetrarins.Höfundur er formaður BHM.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun