Valkvæð hneysklun forsetans með grugguga fortíð Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2017 21:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni og jafnvel kynferðisbrot af mörgum konum. Hann sagði allar konurnar vera að ljúga og hótaði í fyrra að höfða mál gegn þeim, sem hann gerði þó ekki. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hikaði ekki við að fordæma Al Franken, þingmann Demókrataflokksins, eftir að hann var ásakaður um að hafa káfað á brjóstum sofandi konu og kysst hana gegn vilja hennar á árum áður. Hann vill hins vegar ekkert segja um þingframbjóðanda Repúblikanaflokksins í Alabama, Roy Moore, og mun það vera af því að forsetinn sé svo upptekinn. Nokkrum klukkustundum eftir að ásakanirnar gegn Franken voru gerðar opinberar tísti Trump um málið. Hann kallaði Franken „Frankenstein“ og sagði myndina sem fylgdi ásökunum vera „mjög svo slæma“. Þá spurði forsetinn hvert hendur Franken hefðu farið á næstu myndum. Í öðru tísti um málið, þar sem Trump virðist áfram fylgja gamla viðmiði Twitter um 140 stafa tíst, gagnrýndi hann Franken fyrir að hafa talað gegn kynferðisbrotum og talað um að karlar eigi að bera virðingu fyrir konum.The Al Frankenstien picture is really bad, speaks a thousand words. Where do his hands go in pictures 2, 3, 4, 5 & 6 while she sleeps? ..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2017.And to think that just last week he was lecturing anyone who would listen about sexual harassment and respect for women. Lesley Stahl tape? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2017 Hins vegar. Þegar kemur að ásökunum gegn Roy Moore, þingframbjóðanda Repúblikanaflokksins í Alabama, hefur Donald Trump verið þögull sem gröfin. Tvær konur hafa stigið fram og lýst því hvernig Moore braut á þeim kynferðislega þegar þær voru fjórtán og sextán ára. Þær sögðu hann hafa káfað á þeim og reyndi að þvinga þær til samræðis.Sjá einnig: „Þú ert bara krakki og ég er saksóknari“ Aðrar konur hafa lýst því hvernig Moore, þegar hann var á fertugsaldri, eltist við táningsstúlkur á stöðum eins og verslunarmiðstöðum.Ekki tjáð sig um Moore Sarah Huckabee, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, hefur ítrekað neitað að svara spurningum um hvort að Trump trúði konunum sem hafa stigið fram gegn Moore. Hún hefur sagt að Trump telji að kjósendur Alabama eigi að taka ákvörðun um hver næsti öldungadeildarþingmaður þeirra eigi að vera. Sömuleiðis hefur Huckabee ekki svarað spurningum fjölmiðla um hvort að Trump myndi draga stuðning sinn við Moore til baka. Ivanka Trump, dóttir forsetans, hefur sagt opinberlega að hún hafi enga ástæðu til að trúa konunum ekki. Kellyanne Conway, einn af ráðgjöfum Trump, sagði í vikunni að forsetinn væri of upptekinn við að tjá sig um ásakanirnar gegn Roy Moore. Forsetinn sjálfur ekki flekklaus Þá er fortíð forsetans einnig gruggug og hefur hann verið sakaður um kynferðislega áreitni og jafnvel kynferðisbrot af mörgum konum. Hann sagði allar konurnar vera að ljúga og hótaði í fyrra að höfða mál gegn þeim, sem hann gerði þó ekki. Þar að auki var birt myndband af Trump í fyrra þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar“ á konum í skjóli frægðar sinnar. Trump varði þau ummæli sín með því að segja að um svokallað „búningsklefa-spjall“ hefði verið að ræða. Huckabee sagði við blaðamenn í kvöld að munurinn á Trump og Franken væri sá að Franken hefði viðurkennt ranggjörðir. Það hefði Trump ekki gert.Sarah Huckabee Sanders on Trump sexual misconduct allegations: "Sen. Franken has admitted wrongdoing and the president hasn't." pic.twitter.com/RO2w6jB07H— MSNBC (@MSNBC) November 17, 2017 Donald Trump Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hikaði ekki við að fordæma Al Franken, þingmann Demókrataflokksins, eftir að hann var ásakaður um að hafa káfað á brjóstum sofandi konu og kysst hana gegn vilja hennar á árum áður. Hann vill hins vegar ekkert segja um þingframbjóðanda Repúblikanaflokksins í Alabama, Roy Moore, og mun það vera af því að forsetinn sé svo upptekinn. Nokkrum klukkustundum eftir að ásakanirnar gegn Franken voru gerðar opinberar tísti Trump um málið. Hann kallaði Franken „Frankenstein“ og sagði myndina sem fylgdi ásökunum vera „mjög svo slæma“. Þá spurði forsetinn hvert hendur Franken hefðu farið á næstu myndum. Í öðru tísti um málið, þar sem Trump virðist áfram fylgja gamla viðmiði Twitter um 140 stafa tíst, gagnrýndi hann Franken fyrir að hafa talað gegn kynferðisbrotum og talað um að karlar eigi að bera virðingu fyrir konum.The Al Frankenstien picture is really bad, speaks a thousand words. Where do his hands go in pictures 2, 3, 4, 5 & 6 while she sleeps? ..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2017.And to think that just last week he was lecturing anyone who would listen about sexual harassment and respect for women. Lesley Stahl tape? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2017 Hins vegar. Þegar kemur að ásökunum gegn Roy Moore, þingframbjóðanda Repúblikanaflokksins í Alabama, hefur Donald Trump verið þögull sem gröfin. Tvær konur hafa stigið fram og lýst því hvernig Moore braut á þeim kynferðislega þegar þær voru fjórtán og sextán ára. Þær sögðu hann hafa káfað á þeim og reyndi að þvinga þær til samræðis.Sjá einnig: „Þú ert bara krakki og ég er saksóknari“ Aðrar konur hafa lýst því hvernig Moore, þegar hann var á fertugsaldri, eltist við táningsstúlkur á stöðum eins og verslunarmiðstöðum.Ekki tjáð sig um Moore Sarah Huckabee, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, hefur ítrekað neitað að svara spurningum um hvort að Trump trúði konunum sem hafa stigið fram gegn Moore. Hún hefur sagt að Trump telji að kjósendur Alabama eigi að taka ákvörðun um hver næsti öldungadeildarþingmaður þeirra eigi að vera. Sömuleiðis hefur Huckabee ekki svarað spurningum fjölmiðla um hvort að Trump myndi draga stuðning sinn við Moore til baka. Ivanka Trump, dóttir forsetans, hefur sagt opinberlega að hún hafi enga ástæðu til að trúa konunum ekki. Kellyanne Conway, einn af ráðgjöfum Trump, sagði í vikunni að forsetinn væri of upptekinn við að tjá sig um ásakanirnar gegn Roy Moore. Forsetinn sjálfur ekki flekklaus Þá er fortíð forsetans einnig gruggug og hefur hann verið sakaður um kynferðislega áreitni og jafnvel kynferðisbrot af mörgum konum. Hann sagði allar konurnar vera að ljúga og hótaði í fyrra að höfða mál gegn þeim, sem hann gerði þó ekki. Þar að auki var birt myndband af Trump í fyrra þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar“ á konum í skjóli frægðar sinnar. Trump varði þau ummæli sín með því að segja að um svokallað „búningsklefa-spjall“ hefði verið að ræða. Huckabee sagði við blaðamenn í kvöld að munurinn á Trump og Franken væri sá að Franken hefði viðurkennt ranggjörðir. Það hefði Trump ekki gert.Sarah Huckabee Sanders on Trump sexual misconduct allegations: "Sen. Franken has admitted wrongdoing and the president hasn't." pic.twitter.com/RO2w6jB07H— MSNBC (@MSNBC) November 17, 2017
Donald Trump Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira