Dýrin hafa myndað meirihluta og funda í Alþingishúsinu Stefán Árni Pálsson skrifar 17. nóvember 2017 12:00 Skemmtilegt myndband frá Jane Telephonda. Hvergi í stjórnarskrá eða kosningalögum segir að skilyrði fyrir kjörgengi til Alþingis sé að vera mannvera. Hljómsveitin Jane Telephonda tók sig því til, setti upp kjörklefa í fjárhúsum, fjósum, hesthúsum og hænsnakofum víðs vegar um land og efndi til kjörfundar málleysingja. Niðurstöðuna má sjá í meðfylgjandi tónlistarmyndbandi frá setningu Alþingis. Að athöfn í Dómkirkjunni lokinni leiddu æðstuprestarnir hina nýkjörnu fulltrúa þjóðarinnar inn í Alþingishúsið, þar sem við tóku óhefðbundnar umræður í fundarherbergi viðbyggingarinnar. Fyrsta mál á dagskrá var einmanaleiki einhyrningsins, sem vissi ekki sitt rjúkandi ráð í ástarmálum. Hófst þá ævintýraferð, þar sem hersingin þrammaði niður í Laugardal, í leit að hamingjunni fyrir einhyrnda vin sinn. Hljómsveitin Jane Telephonda er hugarfóstur Ívars Páls Jónssonar, en hann er þekktastur fyrir konseptplötuna Revolution in the Elbow, sem var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2014. Með honum í sveitinni eru eiginkona hans, Ásdís Rósa, Albert Þorbergsson, Brynjar Páll Björnsson, Grétar Már Ólafsson, Hans Júlíus Þórðarson, Hólmsteinn Ingi Halldórsson, Pétur Þór Sigurðsson og Rafn Jóhannesson. Samtals eiga meðlimir sveitarinnar 19 börn og er því gjarnan handagangur í öskjunni í tíðum fjölskyldugrillpartíum sveitarinnar.Bóseind kærleikansÍ dag kemur út fyrsta plata sveitarinnar, Boson of Love, hjá bandaríska „indie“ útgáfufyrirtækinu Mother West. Hún er fáanleg á öllum stafrænum veitum, svo sem Spotify og Apple Music. Myndbandið hér að neðan er við titillag þeirrar plötu. „Lagið fjallar um það hvernig við leitum sífellt að uppruna alheimsins og tilverunnar, t.d. með því að leita að Higgs bóseindinni, sem gefur vísbendingu um að til sé eitthvert orkusvið sem gefi öllum hlutum massa. Samt komumst við lítið nær grundvallarsannleikanum. Af hverju er þetta svið þá til? Hvernig varð það til? En, við getum fundið tilgang lífsins í kærleikanum. Við vitum að hann er til og gefur lífinu gildi. Bóseind kærleikans - Boson of Love,“ útskýrir Ívar.Útgáfutónleikar í Tjarnarbíói eftir vikuÚtgáfutónleikar vegna plötunnar fara fram í Tjarnarbíói eftir viku, föstudaginn 24. nóvember og er hægt að kaupa miða á tix.is. Tónlist Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hvergi í stjórnarskrá eða kosningalögum segir að skilyrði fyrir kjörgengi til Alþingis sé að vera mannvera. Hljómsveitin Jane Telephonda tók sig því til, setti upp kjörklefa í fjárhúsum, fjósum, hesthúsum og hænsnakofum víðs vegar um land og efndi til kjörfundar málleysingja. Niðurstöðuna má sjá í meðfylgjandi tónlistarmyndbandi frá setningu Alþingis. Að athöfn í Dómkirkjunni lokinni leiddu æðstuprestarnir hina nýkjörnu fulltrúa þjóðarinnar inn í Alþingishúsið, þar sem við tóku óhefðbundnar umræður í fundarherbergi viðbyggingarinnar. Fyrsta mál á dagskrá var einmanaleiki einhyrningsins, sem vissi ekki sitt rjúkandi ráð í ástarmálum. Hófst þá ævintýraferð, þar sem hersingin þrammaði niður í Laugardal, í leit að hamingjunni fyrir einhyrnda vin sinn. Hljómsveitin Jane Telephonda er hugarfóstur Ívars Páls Jónssonar, en hann er þekktastur fyrir konseptplötuna Revolution in the Elbow, sem var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2014. Með honum í sveitinni eru eiginkona hans, Ásdís Rósa, Albert Þorbergsson, Brynjar Páll Björnsson, Grétar Már Ólafsson, Hans Júlíus Þórðarson, Hólmsteinn Ingi Halldórsson, Pétur Þór Sigurðsson og Rafn Jóhannesson. Samtals eiga meðlimir sveitarinnar 19 börn og er því gjarnan handagangur í öskjunni í tíðum fjölskyldugrillpartíum sveitarinnar.Bóseind kærleikansÍ dag kemur út fyrsta plata sveitarinnar, Boson of Love, hjá bandaríska „indie“ útgáfufyrirtækinu Mother West. Hún er fáanleg á öllum stafrænum veitum, svo sem Spotify og Apple Music. Myndbandið hér að neðan er við titillag þeirrar plötu. „Lagið fjallar um það hvernig við leitum sífellt að uppruna alheimsins og tilverunnar, t.d. með því að leita að Higgs bóseindinni, sem gefur vísbendingu um að til sé eitthvert orkusvið sem gefi öllum hlutum massa. Samt komumst við lítið nær grundvallarsannleikanum. Af hverju er þetta svið þá til? Hvernig varð það til? En, við getum fundið tilgang lífsins í kærleikanum. Við vitum að hann er til og gefur lífinu gildi. Bóseind kærleikans - Boson of Love,“ útskýrir Ívar.Útgáfutónleikar í Tjarnarbíói eftir vikuÚtgáfutónleikar vegna plötunnar fara fram í Tjarnarbíói eftir viku, föstudaginn 24. nóvember og er hægt að kaupa miða á tix.is.
Tónlist Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira