Nýtt Cool Runnings ævintýri í uppsiglingu á vetrarólympíuleikunum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2017 11:30 Nígería mætir í snjóinn. mynd/nígería Handritshöfundur kvikmyndarinnar Cool Runnings, sem fjallar um sanna sögu jamaíska bobsleðaliðsins á vetrarólympíuleikunum í Calgary í Kanada árið 1988, er væntanlega byrjaður að ydda blýantinn því annað eins ævintýri gæti verið í uppsiglingu. Kvennalið Nígeríu hefur nefnilega tryggt sér keppnisrétt á þriggja manna bobsleða á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang sem fara fram í byrjun næsta árs en aldrei áður hefur svo mikið sem einn keppandi frá Nígeríu keppt á vetrarólympíuleikunum. Eins og með jamaíska liðið fyrir 29 árum síðan er það byggt upp af fyrrverandi spretthlaupurum en sú sem stýrir vagninum heitir Sean Adigun. Hún er fyrrverandi Afríkumeistari í 100 metra grindahlaupi og keppti fyrir Nígeríu í þeirri grein á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Hún byrjaði að keppa á Bobsleða fyrir þremur árum.Jamaíska bobsleðaliðið velti sleðanum en labbaði með hann í mark sem er ein af sögufrægustu stundum Ólympíuleikanna.vísir/gettyNgozi Onwumere, önnur tveggja sem sér um bremsurnar, var í sigurliði Nígeríu á Afríkuleikunum í 4x100 metra hlaupi en með henni í liði var undrabarnið Blessing Okagbare. Hin bremsukonan heitir Akuoma Omeoga en hún er að keppa fyir Nígeríu í fyrsta sinn. Þremenningarnir tryggðu sér keppnisrétt í Suður-Kóreu í gær með því að klára fimmtu ferðina en lið þurfa að komast klakklaust í gegnum fimm ferðir til að fá að keppa á Ólympíuleikunum. Þær kláruðu eina keppni í Utah, eina í Whistler og þær síðustu í Calgary á þriðjudaginn og aftur í gær. „Þetta er risastórt skref fyrir íþróttir í Nígeríu,“ sagði Adigun við KweséESPN. „Það er ekkert sem gerir mig stoltari en að vita að ég get skapað tækifæri fyrir aðra að taka þátt í vetraríþróttum í Nígeríu.“ Hér að neðan má sjá stutt myndband frá deginum þar sem þær nígerísku kláruðu fimmtu og síðustu ferðina. There's more to bobsled than just sliding on ice! The work these ladies ( @seun_msamazing, @ngozi.onwumere, @akuomaomeoga ) put in before a race is unimaginable. Here's an inside look from start to finish of Race #5 at the North Americas Cup in Calgary, Alberta. : @aminatodunbaku : @baddosneh #teamnigeria #wewill #nigeriabobsled #underarmour #lazer #bsfnigeria #nigerianathletes #calgary #ibsf #love #womenofpower #teamUA A post shared by BOBSLED & SKELETON (@bsfnigeria) on Nov 16, 2017 at 9:17pm PST Aðrar íþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Fótbolti Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Sport „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Sport McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Sport Gæti hætt snemma eins og Björn Borg Sport Luke Littler rústaði úrslitaleiknum og er aftur heimsmeistari Sport Geitungur truflaði úrslitaleik HM í pílu Sport Fleiri fréttir Heiðraði fórnarlömb brunans í heimabænum: „Við skíðuðum fyrir þau“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Geitungur truflaði úrslitaleik HM í pílu Gæti hætt snemma eins og Björn Borg Dagskráin: Körfuboltakvöld, Doc Zone á sunnudegi og lokumferð NFL Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þessi sigur var rosalega mikilvægur“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin 24 fengu atkvæði í kjöri Íþróttamanns ársins í ár „Þetta breytir lífinu“ Luke Littler rústaði úrslitaleiknum og er aftur heimsmeistari „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Jón Arnar nýjasti meðlimurinn í Heiðurshöll ÍSÍ Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Sjá meira
Handritshöfundur kvikmyndarinnar Cool Runnings, sem fjallar um sanna sögu jamaíska bobsleðaliðsins á vetrarólympíuleikunum í Calgary í Kanada árið 1988, er væntanlega byrjaður að ydda blýantinn því annað eins ævintýri gæti verið í uppsiglingu. Kvennalið Nígeríu hefur nefnilega tryggt sér keppnisrétt á þriggja manna bobsleða á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang sem fara fram í byrjun næsta árs en aldrei áður hefur svo mikið sem einn keppandi frá Nígeríu keppt á vetrarólympíuleikunum. Eins og með jamaíska liðið fyrir 29 árum síðan er það byggt upp af fyrrverandi spretthlaupurum en sú sem stýrir vagninum heitir Sean Adigun. Hún er fyrrverandi Afríkumeistari í 100 metra grindahlaupi og keppti fyrir Nígeríu í þeirri grein á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Hún byrjaði að keppa á Bobsleða fyrir þremur árum.Jamaíska bobsleðaliðið velti sleðanum en labbaði með hann í mark sem er ein af sögufrægustu stundum Ólympíuleikanna.vísir/gettyNgozi Onwumere, önnur tveggja sem sér um bremsurnar, var í sigurliði Nígeríu á Afríkuleikunum í 4x100 metra hlaupi en með henni í liði var undrabarnið Blessing Okagbare. Hin bremsukonan heitir Akuoma Omeoga en hún er að keppa fyir Nígeríu í fyrsta sinn. Þremenningarnir tryggðu sér keppnisrétt í Suður-Kóreu í gær með því að klára fimmtu ferðina en lið þurfa að komast klakklaust í gegnum fimm ferðir til að fá að keppa á Ólympíuleikunum. Þær kláruðu eina keppni í Utah, eina í Whistler og þær síðustu í Calgary á þriðjudaginn og aftur í gær. „Þetta er risastórt skref fyrir íþróttir í Nígeríu,“ sagði Adigun við KweséESPN. „Það er ekkert sem gerir mig stoltari en að vita að ég get skapað tækifæri fyrir aðra að taka þátt í vetraríþróttum í Nígeríu.“ Hér að neðan má sjá stutt myndband frá deginum þar sem þær nígerísku kláruðu fimmtu og síðustu ferðina. There's more to bobsled than just sliding on ice! The work these ladies ( @seun_msamazing, @ngozi.onwumere, @akuomaomeoga ) put in before a race is unimaginable. Here's an inside look from start to finish of Race #5 at the North Americas Cup in Calgary, Alberta. : @aminatodunbaku : @baddosneh #teamnigeria #wewill #nigeriabobsled #underarmour #lazer #bsfnigeria #nigerianathletes #calgary #ibsf #love #womenofpower #teamUA A post shared by BOBSLED & SKELETON (@bsfnigeria) on Nov 16, 2017 at 9:17pm PST
Aðrar íþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Fótbolti Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Sport „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Sport McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Sport Gæti hætt snemma eins og Björn Borg Sport Luke Littler rústaði úrslitaleiknum og er aftur heimsmeistari Sport Geitungur truflaði úrslitaleik HM í pílu Sport Fleiri fréttir Heiðraði fórnarlömb brunans í heimabænum: „Við skíðuðum fyrir þau“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Geitungur truflaði úrslitaleik HM í pílu Gæti hætt snemma eins og Björn Borg Dagskráin: Körfuboltakvöld, Doc Zone á sunnudegi og lokumferð NFL Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þessi sigur var rosalega mikilvægur“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin 24 fengu atkvæði í kjöri Íþróttamanns ársins í ár „Þetta breytir lífinu“ Luke Littler rústaði úrslitaleiknum og er aftur heimsmeistari „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Jón Arnar nýjasti meðlimurinn í Heiðurshöll ÍSÍ Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Sjá meira