Reiði, gleði og blendnar tilfinningar Ágúst Már Garðarsson skrifar 14. nóvember 2017 11:59 Ég fór í pólitík til að hafa áhrif á samfélagið okkar, ég er nýkominn frá kosningabaráttu og kosningum þarsem að flokki mínum var snyrtilega hafnað af kjósendum. Kannski gerir þetta mig marktækan eða kannski gerir þetta mig ómarktækann um málefnið pólitík, mér er eiginlega alveg sama. En það sem þetta gerir er að þetta gefur mér frelsi, munað þess sem stendur fyrir utan og horfir yfir sviðið og getur gagnrýnt og fundið að öllu. Ég reyni samt að hemja mig því að það er frekar lítið gefandi hlutskipti að verða bitur næstum því stjórnmálamaður. Að því sögðu verð ég að tjá mig um núverandi stjórnarmyndunarviðræður aðeins, og kannski verða einhverjir mér reiðir og aðrir afskrifa mig sem fábjána. Það verður þá bara svo að vera. Ég trúði því að Ríkisstjórnarmynstrið sem er núna að birtast okkur hefði átt að koma til í fyrra miðað við niðurstöður kosninga, ég trúi því að það sé ágætt að fyrst það er vilji fólks að hér fái að setjast íhaldssöm ríkisstjórn frá vinstri til hægri um miðjuás Framsóknarflokksins. Ekki svo að segja að þetta sé draumaríkisstjórnin mín, þvert á móti hefði draumaríkisstjórnin mín verið meirihlutastjórn Pírata,Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar þar sem að frjálslynd gildi hefðu fengið að ráða og komið hefði fólk að stjórn landsins sem þorir í kerfisbreytingar og samtal við þjóðina um framtíðargildi í jafnréttismálum og umhverfismálum. Þetta er auðvitað eins langt frá niðurstöðum kosninga og hægt er að vera svo frjálslyndi og manneskjulega stjórnmál verða að bíða betri tíma. Svo ekki sé minnst á endurheimt votlendis og önnur mikilvæg mál einsog Miðhálendisþjóðgarð. Ég er einfaldlega bara svo barnalegur að skilja ekki að þessir þrír nýju frjálslyndu flokkar séu ekki með hreinan meirihluta. En sú stjórn sem nú er í burðarliðnum verður eflaust ekkert alslæm og ég skil ekki reiðina sem vaknar meðal margra kjósenda Vinstri Grænna, eru þeir í alvöru svona hissa? Ef þeir eru það þá er það fyrst og fremst þeirra vandamál. Því að það er ljóst að Íhaldsflokkarnir þrír sem nú mynda stjórn passa bara mjög vel saman og standa vörð um gömul gildi í íslenskum stjórnmálum sem fyrst og fremst byggja á völdum og mislélegum hugmyndum um framtíð þjóðarinnar í einangrun og einokunarstefnu. Reiði Samfylkingarfólks ber svo bara að skoða sem eðlilega tækifærismennsku í stjórnarandstöðu og atkvæðaveiðar. Við Í Bjartri Framtíð höfum nýverið fundið það á eigin skinni að vera refsað fyrir samstarf við Sjálfsstæðisflokkinn, en er þetta orðið eðlilegt að meginstefna margra flokka og stórs hluta kjósenda sé hatur á Sjálfsstæðisflokknum? Mér finnst það ekki þó að vissulega þekki ég alveg kosti og galla Sjálfstæðisflokksins. Þá hef ég átt fínt samstarf og samskipti við marga þar inni og trúi því að þar sé algerlega fólk sem vill vel, þó að það hafi örlítið aðra skoðun á því hvernig beri að komast þangað. En nú er ég farinn að gera það sama og ég gagnrýni aðra fyrir að gera svo ég er með ráð til mín og ykkar allra, öndum ofan í maga og leyfum þessu fólki að fá smá vinnufrið. Vissulega munu þau ekki gera neitt stórkostlegt til að breyta hlutunum, til þess eru þeir of íhaldssamir og rótgrónir. Það verða grafin göng og reist kísilver, skattar verða einhvern veginn hækkaðir og lífið mun hafa sinn vanagang hér á eyjunni okkar fallegu. En Ísland verður áfram byggilegt land þar sem gott er að lifa og öruggt að eiga börn. Og ég óska komandi ríkisstjórn all hins besta. Enda væri annað heimskulegt því að hagsmunir mín og þessarar ríkisstjórnar fara algerlega saman. En vonandi með ró á þessu tímabili og smá kyrrstöðu munu frjálslynd öfl dafna í skugganum og koma sterk inn í kosningar 2021 og koma hér á breytingum sem samfélagið á skilið.Höfundur er matreiðslumaður Marel, fyrrverandi varaborgarfulltrúi og var frambjóðandi Bjartrar framtíðar í 4. sæti í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Ég fór í pólitík til að hafa áhrif á samfélagið okkar, ég er nýkominn frá kosningabaráttu og kosningum þarsem að flokki mínum var snyrtilega hafnað af kjósendum. Kannski gerir þetta mig marktækan eða kannski gerir þetta mig ómarktækann um málefnið pólitík, mér er eiginlega alveg sama. En það sem þetta gerir er að þetta gefur mér frelsi, munað þess sem stendur fyrir utan og horfir yfir sviðið og getur gagnrýnt og fundið að öllu. Ég reyni samt að hemja mig því að það er frekar lítið gefandi hlutskipti að verða bitur næstum því stjórnmálamaður. Að því sögðu verð ég að tjá mig um núverandi stjórnarmyndunarviðræður aðeins, og kannski verða einhverjir mér reiðir og aðrir afskrifa mig sem fábjána. Það verður þá bara svo að vera. Ég trúði því að Ríkisstjórnarmynstrið sem er núna að birtast okkur hefði átt að koma til í fyrra miðað við niðurstöður kosninga, ég trúi því að það sé ágætt að fyrst það er vilji fólks að hér fái að setjast íhaldssöm ríkisstjórn frá vinstri til hægri um miðjuás Framsóknarflokksins. Ekki svo að segja að þetta sé draumaríkisstjórnin mín, þvert á móti hefði draumaríkisstjórnin mín verið meirihlutastjórn Pírata,Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar þar sem að frjálslynd gildi hefðu fengið að ráða og komið hefði fólk að stjórn landsins sem þorir í kerfisbreytingar og samtal við þjóðina um framtíðargildi í jafnréttismálum og umhverfismálum. Þetta er auðvitað eins langt frá niðurstöðum kosninga og hægt er að vera svo frjálslyndi og manneskjulega stjórnmál verða að bíða betri tíma. Svo ekki sé minnst á endurheimt votlendis og önnur mikilvæg mál einsog Miðhálendisþjóðgarð. Ég er einfaldlega bara svo barnalegur að skilja ekki að þessir þrír nýju frjálslyndu flokkar séu ekki með hreinan meirihluta. En sú stjórn sem nú er í burðarliðnum verður eflaust ekkert alslæm og ég skil ekki reiðina sem vaknar meðal margra kjósenda Vinstri Grænna, eru þeir í alvöru svona hissa? Ef þeir eru það þá er það fyrst og fremst þeirra vandamál. Því að það er ljóst að Íhaldsflokkarnir þrír sem nú mynda stjórn passa bara mjög vel saman og standa vörð um gömul gildi í íslenskum stjórnmálum sem fyrst og fremst byggja á völdum og mislélegum hugmyndum um framtíð þjóðarinnar í einangrun og einokunarstefnu. Reiði Samfylkingarfólks ber svo bara að skoða sem eðlilega tækifærismennsku í stjórnarandstöðu og atkvæðaveiðar. Við Í Bjartri Framtíð höfum nýverið fundið það á eigin skinni að vera refsað fyrir samstarf við Sjálfsstæðisflokkinn, en er þetta orðið eðlilegt að meginstefna margra flokka og stórs hluta kjósenda sé hatur á Sjálfsstæðisflokknum? Mér finnst það ekki þó að vissulega þekki ég alveg kosti og galla Sjálfstæðisflokksins. Þá hef ég átt fínt samstarf og samskipti við marga þar inni og trúi því að þar sé algerlega fólk sem vill vel, þó að það hafi örlítið aðra skoðun á því hvernig beri að komast þangað. En nú er ég farinn að gera það sama og ég gagnrýni aðra fyrir að gera svo ég er með ráð til mín og ykkar allra, öndum ofan í maga og leyfum þessu fólki að fá smá vinnufrið. Vissulega munu þau ekki gera neitt stórkostlegt til að breyta hlutunum, til þess eru þeir of íhaldssamir og rótgrónir. Það verða grafin göng og reist kísilver, skattar verða einhvern veginn hækkaðir og lífið mun hafa sinn vanagang hér á eyjunni okkar fallegu. En Ísland verður áfram byggilegt land þar sem gott er að lifa og öruggt að eiga börn. Og ég óska komandi ríkisstjórn all hins besta. Enda væri annað heimskulegt því að hagsmunir mín og þessarar ríkisstjórnar fara algerlega saman. En vonandi með ró á þessu tímabili og smá kyrrstöðu munu frjálslynd öfl dafna í skugganum og koma sterk inn í kosningar 2021 og koma hér á breytingum sem samfélagið á skilið.Höfundur er matreiðslumaður Marel, fyrrverandi varaborgarfulltrúi og var frambjóðandi Bjartrar framtíðar í 4. sæti í Reykjavík norður.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun