Meinsemdin dulið eignarhald Sigurður Magnason skrifar 13. nóvember 2017 07:00 Meðal verkefna nýs Alþingis og næstu ríkisstjórnar verður að byggja upp traust í samfélaginu. Ein forsenda trausts er að menn segi deili á sér. Þetta á við í viðskiptalífinu ekki síður en í daglegum samskiptum manna. Íslendingar eru aðilar að alþjóðlegu ríkjasamstarfi Financial action task force um aðgerðir gegn peningaþvætti o.fl., en í því felst m.a. að upplýsa beri um endanlegt eignarhald lögaðila. En Ísland fær þá umsögn að þessi skuldbinding sé aðeins uppfyllt að hluta til (e. „partially compliant“).1,2 Átakanleg mynd af ástandi þessara mála hefur verið að birtast almenningi í fjölmiðlum, vegna gagnaleka um huldufélög í skattaskjólum. Þær upplýsingar gefa bæði tilefni og tækifæri til að færa þessi mál til betri vegar. Fjölmiðlar hafa þar mikilvægu hlutverki að gegna, með því að leita svara og upplýsa um eðli þessara mála og að styðja við frjálsa og gagnrýna umræðu um þau. Bankar munu hafa stofnað til fjölda eignarhaldsfélaga fyrir hönd viðskiptavina sinna á aflandssvæðum, þar sem enginn virðist hafa átt að geta vitað hver stæði á bak við þau. Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru meðal þeirra sem hafa borið að hafa fengið slíka þjónustu.3 Þar sem fjármálastofnanir eru háðar starfsleyfi stjórnvalda, þurfa að fara að íslenskum lögum og sæta eftirliti Fjármálaeftirlitsins, ætti stjórnvöldum að vera í lófa lagið að koma þessum málum í lag. Leita ætti eftir samstarfi um það við greinina, enda mjög í hennar eigin þágu að byggja upp traust almennings til fjármálafyrirtækja. Þá virðist dulið eignarhald vera mikil lenska í viðskiptalífinu. Ákvæði ýmissa laga sem gilda um viðskiptalífið virðast haldlítil á meðan hægt er að dylja eignarhald; s.s. ákvæði skattalaga, samkeppnislaga og laga gegn hringamyndun eða innherjaviðskiptum. Svo virðist sem berja þurfi í einhverja bresti í lagaumhverfinu, s.s. í lögum um eignarhaldsfélög. Með því að fullt gagnsæi ríkti um eignarhald yrðu aðilar markaðarins jafnir fyrir slíkum lögum í reynd. Opinberir aðilar munu jafnvel hafa stofnað og átt í viðskiptum við huldufélög á aflandssvæðum. Það ættu að vera hæg heimatökin fyrir stjórnvöld að setja sjálfum sér og þeim stofnunum sem undir þau heyra þá reglu að eiga ekki í slíkum viðskiptum. Loks hefur sumu venjulegu fólki sem á peninga verið talin trú um að réttmæt eign þess sé best geymd og varin í skattaskjóli. Jafnvel þó svo að þeir peningar verði þá lagalega séð ekki í eigu viðkomandi, heldur umrædds félags.4 (–„Peningarnir eiga sig sjálfir“). Nokkuð virðist vera um slíka tilhögun hér á landi.Farvegur fyrir spillingu Í fræðilegri úttekt Cooley og Sharman er því lýst hvernig dulið eignarhald er ásamt fleiru farvegur fyrir spillingu og peningaþvætti víða um heim. Einnig hvernig aðilar í bankastarfsemi, endurskoðun, fasteignasölu o.fl. löglegum og virtum greinum hjálpa viðskiptavinum sínum að dyljast og skaffa lagalega staðgengla í þeirra stað, í því skyni að veita þeim skjól frá eftirlits- og löggæslustofnunum. Viðmælendur höfundanna við eftirlits- og löggæslustofnanir voru flestir á því að sýndarfyrirtæki (e. shell companies) með duldu eignarhaldi væru stærsta hindrunin í viðureign þeirra við alþjóðleg efnahagsbrot.2 Samtökin Global witness hafa um margt verið brautryðjendur í að opna umræðuna um dulið eignarhald og andæfa því,5 en fleiri hafa lagt þeirri baráttu lið. Skilningur hefur vaxið og vitund aukist um hvað við er að eiga. Og mikilvæg skref hafa verið stigin til að stemma stigu við duldu eignarhaldi, bæði í löggjöf einstakra ríkja og í alþjóðasamstarfi. Það væri verðugt verkefni fyrir Alþingi og næstu ríkisstjórn að hafa forystu um að koma þessum málum í lag. Hvernig væri að grunnur yrði lagður að því í stjórnarsáttmála næstu ríkisstjórnar, að losa samfélag okkar undan þeirri meinsemd sem dulið eignarhald er?Höfundur er læknir.Heimildir 1) Heimasíða The Financial Action Task Force (FATF) 2) Alexander Cooley, Jason C. Sharman: Transnational Corruption and the Globalized Individual Perspectives on Politics (gefið út af APSA, Americal Political Science Assocition) Volume 15, Issue 3 September 2017 , pp. 732-753 Published online: 18 August 2017 3) Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: Málalok. Vísir 2.10.2017 4) The Perfect Offshore Asset Protecion Plan Structure - Belize Trust, LLC w/ Offshore Bank Account 5) Charmian Gooch: My wish: to launch a new era of openness in business Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Meðal verkefna nýs Alþingis og næstu ríkisstjórnar verður að byggja upp traust í samfélaginu. Ein forsenda trausts er að menn segi deili á sér. Þetta á við í viðskiptalífinu ekki síður en í daglegum samskiptum manna. Íslendingar eru aðilar að alþjóðlegu ríkjasamstarfi Financial action task force um aðgerðir gegn peningaþvætti o.fl., en í því felst m.a. að upplýsa beri um endanlegt eignarhald lögaðila. En Ísland fær þá umsögn að þessi skuldbinding sé aðeins uppfyllt að hluta til (e. „partially compliant“).1,2 Átakanleg mynd af ástandi þessara mála hefur verið að birtast almenningi í fjölmiðlum, vegna gagnaleka um huldufélög í skattaskjólum. Þær upplýsingar gefa bæði tilefni og tækifæri til að færa þessi mál til betri vegar. Fjölmiðlar hafa þar mikilvægu hlutverki að gegna, með því að leita svara og upplýsa um eðli þessara mála og að styðja við frjálsa og gagnrýna umræðu um þau. Bankar munu hafa stofnað til fjölda eignarhaldsfélaga fyrir hönd viðskiptavina sinna á aflandssvæðum, þar sem enginn virðist hafa átt að geta vitað hver stæði á bak við þau. Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru meðal þeirra sem hafa borið að hafa fengið slíka þjónustu.3 Þar sem fjármálastofnanir eru háðar starfsleyfi stjórnvalda, þurfa að fara að íslenskum lögum og sæta eftirliti Fjármálaeftirlitsins, ætti stjórnvöldum að vera í lófa lagið að koma þessum málum í lag. Leita ætti eftir samstarfi um það við greinina, enda mjög í hennar eigin þágu að byggja upp traust almennings til fjármálafyrirtækja. Þá virðist dulið eignarhald vera mikil lenska í viðskiptalífinu. Ákvæði ýmissa laga sem gilda um viðskiptalífið virðast haldlítil á meðan hægt er að dylja eignarhald; s.s. ákvæði skattalaga, samkeppnislaga og laga gegn hringamyndun eða innherjaviðskiptum. Svo virðist sem berja þurfi í einhverja bresti í lagaumhverfinu, s.s. í lögum um eignarhaldsfélög. Með því að fullt gagnsæi ríkti um eignarhald yrðu aðilar markaðarins jafnir fyrir slíkum lögum í reynd. Opinberir aðilar munu jafnvel hafa stofnað og átt í viðskiptum við huldufélög á aflandssvæðum. Það ættu að vera hæg heimatökin fyrir stjórnvöld að setja sjálfum sér og þeim stofnunum sem undir þau heyra þá reglu að eiga ekki í slíkum viðskiptum. Loks hefur sumu venjulegu fólki sem á peninga verið talin trú um að réttmæt eign þess sé best geymd og varin í skattaskjóli. Jafnvel þó svo að þeir peningar verði þá lagalega séð ekki í eigu viðkomandi, heldur umrædds félags.4 (–„Peningarnir eiga sig sjálfir“). Nokkuð virðist vera um slíka tilhögun hér á landi.Farvegur fyrir spillingu Í fræðilegri úttekt Cooley og Sharman er því lýst hvernig dulið eignarhald er ásamt fleiru farvegur fyrir spillingu og peningaþvætti víða um heim. Einnig hvernig aðilar í bankastarfsemi, endurskoðun, fasteignasölu o.fl. löglegum og virtum greinum hjálpa viðskiptavinum sínum að dyljast og skaffa lagalega staðgengla í þeirra stað, í því skyni að veita þeim skjól frá eftirlits- og löggæslustofnunum. Viðmælendur höfundanna við eftirlits- og löggæslustofnanir voru flestir á því að sýndarfyrirtæki (e. shell companies) með duldu eignarhaldi væru stærsta hindrunin í viðureign þeirra við alþjóðleg efnahagsbrot.2 Samtökin Global witness hafa um margt verið brautryðjendur í að opna umræðuna um dulið eignarhald og andæfa því,5 en fleiri hafa lagt þeirri baráttu lið. Skilningur hefur vaxið og vitund aukist um hvað við er að eiga. Og mikilvæg skref hafa verið stigin til að stemma stigu við duldu eignarhaldi, bæði í löggjöf einstakra ríkja og í alþjóðasamstarfi. Það væri verðugt verkefni fyrir Alþingi og næstu ríkisstjórn að hafa forystu um að koma þessum málum í lag. Hvernig væri að grunnur yrði lagður að því í stjórnarsáttmála næstu ríkisstjórnar, að losa samfélag okkar undan þeirri meinsemd sem dulið eignarhald er?Höfundur er læknir.Heimildir 1) Heimasíða The Financial Action Task Force (FATF) 2) Alexander Cooley, Jason C. Sharman: Transnational Corruption and the Globalized Individual Perspectives on Politics (gefið út af APSA, Americal Political Science Assocition) Volume 15, Issue 3 September 2017 , pp. 732-753 Published online: 18 August 2017 3) Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: Málalok. Vísir 2.10.2017 4) The Perfect Offshore Asset Protecion Plan Structure - Belize Trust, LLC w/ Offshore Bank Account 5) Charmian Gooch: My wish: to launch a new era of openness in business
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun