Ríkið sýknað í Jökulsárlónsdeilu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2017 11:07 Björt Ólafsdóttir, fráfarandi umhverfis-og auðlindaráðherra, við Jökulsárlón í sumar þegar lónið var friðlýst. Umhverfis-og auðlindaráðuneytið Íslenska ríkið hefur verið sýknað í héraðsdómi af kröfu Fögrusala ehf sem taldi ríkissjóð hafa brugðist of seint við að nýta forkaupsrétt sinn til kaupa á jörðinni Felli í Suðursveit sem liggur að Jökulsárlóni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. Fögrusalir keyptu jörðina Fell þann 4. nóvember 2016. Íslenska ríkið hafði í framhaldinu sextíu daga til að ganga inn í kauptilboðið þar sem ríkið hafði forkaupsrétt á jörðinni. 66 dagar liðu þar til ríkið gekk inn í tilboðið þann 9. janúar. Jörðin er á náttúruminjaskrá en eins og öllum er kunnugt er Jökulsárlón einn mest sótti ferðamannastaður landsins. Ríkið greiddi rúman einn og hálfan milljarða króna fyrir jörðina en gert var ráð fyrir kaupunum í fjáraukalögum. Brúðhjón fóru út á ísinn við Jökulsárlón á dögunum. Töluverð umræða hefur verið um slysahættu og öryggi ferðafólks við náttúruperluna.Ragnar Unnarsson Fögrusalir gerðu athugasemdir við að sýslumaður hefði afgreitt kaup ríkisins að liðnum 66 dögum. Héraðsdómur Suðurlands taldi ágreiningin ekki eiga við um nauðungarsölulögin og vísaði málinu frá dómi. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu og fóru Fögrusalir í almennt mál. Niðurstaða í því máli var kveðinn upp í héraði á föstudaginn og sýknaði íslenska ríkið. Koma verður í ljós hvort Fögrusalir ætli að áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar, hins nýja áfrýjunardómstóls, sem tæki þá málið fyrir á næsta ári.Jökulsárlón var friðað síðastliðið sumar og nær Vatnajökulsþjóðgarður nú frá hæsta tindi jökulsins og niður í fjöru. Dómur Héraðsdóms Suðurlands hefur ekki enn verið birtur á vefsíðu dómstólsins. Fjármálaráðuneytið greindi frá niðurstöðunni á Facebook í dag. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ríkið vill tekjur af Jökulsárlóni Fjármálaráðuneytið segir mikilvægt að ríkið fái tekjur af Felli í „eðlilegu hlutfalli við þann mikla kostnað sem lagt hefur verið í vegna kaupa á jörðinni“. 15. júlí 2017 07:00 Sýslumaður segir ríkið eiga Fell Anna Birna Þráinsdóttir segir ríkið vera réttmætan eiganda Fells í Suðursveit. Fresturinn hafi ekki verið liðinn. Telur starfsmann sinn ekki hafa aðhafst rangt í málinu. 12. janúar 2017 11:47 Uppboði Jökulsárslóns frestað Skýrist innan tveggja vikna hvort niðurstaðan standi. Landvernd skorar á ríkisstjórnina að kaupa jörðina. 14. apríl 2016 11:33 Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið sýknað í héraðsdómi af kröfu Fögrusala ehf sem taldi ríkissjóð hafa brugðist of seint við að nýta forkaupsrétt sinn til kaupa á jörðinni Felli í Suðursveit sem liggur að Jökulsárlóni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. Fögrusalir keyptu jörðina Fell þann 4. nóvember 2016. Íslenska ríkið hafði í framhaldinu sextíu daga til að ganga inn í kauptilboðið þar sem ríkið hafði forkaupsrétt á jörðinni. 66 dagar liðu þar til ríkið gekk inn í tilboðið þann 9. janúar. Jörðin er á náttúruminjaskrá en eins og öllum er kunnugt er Jökulsárlón einn mest sótti ferðamannastaður landsins. Ríkið greiddi rúman einn og hálfan milljarða króna fyrir jörðina en gert var ráð fyrir kaupunum í fjáraukalögum. Brúðhjón fóru út á ísinn við Jökulsárlón á dögunum. Töluverð umræða hefur verið um slysahættu og öryggi ferðafólks við náttúruperluna.Ragnar Unnarsson Fögrusalir gerðu athugasemdir við að sýslumaður hefði afgreitt kaup ríkisins að liðnum 66 dögum. Héraðsdómur Suðurlands taldi ágreiningin ekki eiga við um nauðungarsölulögin og vísaði málinu frá dómi. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu og fóru Fögrusalir í almennt mál. Niðurstaða í því máli var kveðinn upp í héraði á föstudaginn og sýknaði íslenska ríkið. Koma verður í ljós hvort Fögrusalir ætli að áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar, hins nýja áfrýjunardómstóls, sem tæki þá málið fyrir á næsta ári.Jökulsárlón var friðað síðastliðið sumar og nær Vatnajökulsþjóðgarður nú frá hæsta tindi jökulsins og niður í fjöru. Dómur Héraðsdóms Suðurlands hefur ekki enn verið birtur á vefsíðu dómstólsins. Fjármálaráðuneytið greindi frá niðurstöðunni á Facebook í dag.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ríkið vill tekjur af Jökulsárlóni Fjármálaráðuneytið segir mikilvægt að ríkið fái tekjur af Felli í „eðlilegu hlutfalli við þann mikla kostnað sem lagt hefur verið í vegna kaupa á jörðinni“. 15. júlí 2017 07:00 Sýslumaður segir ríkið eiga Fell Anna Birna Þráinsdóttir segir ríkið vera réttmætan eiganda Fells í Suðursveit. Fresturinn hafi ekki verið liðinn. Telur starfsmann sinn ekki hafa aðhafst rangt í málinu. 12. janúar 2017 11:47 Uppboði Jökulsárslóns frestað Skýrist innan tveggja vikna hvort niðurstaðan standi. Landvernd skorar á ríkisstjórnina að kaupa jörðina. 14. apríl 2016 11:33 Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Ríkið vill tekjur af Jökulsárlóni Fjármálaráðuneytið segir mikilvægt að ríkið fái tekjur af Felli í „eðlilegu hlutfalli við þann mikla kostnað sem lagt hefur verið í vegna kaupa á jörðinni“. 15. júlí 2017 07:00
Sýslumaður segir ríkið eiga Fell Anna Birna Þráinsdóttir segir ríkið vera réttmætan eiganda Fells í Suðursveit. Fresturinn hafi ekki verið liðinn. Telur starfsmann sinn ekki hafa aðhafst rangt í málinu. 12. janúar 2017 11:47
Uppboði Jökulsárslóns frestað Skýrist innan tveggja vikna hvort niðurstaðan standi. Landvernd skorar á ríkisstjórnina að kaupa jörðina. 14. apríl 2016 11:33
Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22