Mega snyrtistofur bjóða upp á lækningar? Þorgerður Sigurðardóttir skrifar 28. nóvember 2017 14:39 Í lögum um heilbrigðisþjónustu (nr. 40 frá árinu 2007 með breytingum sem tóku gildi 7. nóvember 2014) er kveðið á um réttindi landmanna til að eiga kost á heilbrigðisþjónustu til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði (https://www.althingi.is/lagas/nuna/2007040.html). Þar er kveðið á um að heilbrigðisstarfsmenn sem hafa hlotið löggildingu landlæknis megi stunda meðferðir og lækningar enda séu þeir undir eftirliti embættisins. Ströng skilyrði eru fyrir veitingu slíkra leyfa bæði hvað varðar menntun og aðbúnað. Í lögum um heilbrigðisstarfsmenn (nr. 34 frá árinu 2012 með breytingum sem tóku gildi 1. júlí 2014) eru taldar upp þær stéttir sem heyra undir skilgreininguna heilbrigðisstarfsmaður. Þar segir ennfremur að sá sem hefur ekki leyfi landlæknis megi ekki veita sjúklingi meðferð eða gefa læknisfræðilegar eða aðrar faglegar ráðleggingar. Heilbrigðisstarfsmenn eru ábyrgir fyrir þeirri meðferð (og/eða lækningu) sem þeir veita enda skylt að vera tryggðir fyrir hugsanlegum skaða sem þeir gætu valdið. (https://www.althingi.is/lagas/nuna/2012034.html)Hvers vegna er ég að rifja þetta upp hér í þessu greinakorni? Ástæðan er sú að ég sá póst á facebooksíðu snyrtistofu (líkamsmeðferðarstofu að sögn eigandans) hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem verið var að mæra eiginleika tækis sem virtist vera til sölu hjá þeim aðila sem stendur að snyrtistofunni, þar sagði orðrétt: “Hvað þýðir þetta fyrir ykkar heilsu- og snyrtifyrirtæki? Ef þið eruð nú þegar að bjóða upp á undir- og yfirþrýstingsmeðferðir getið þið einnig boðið upp á kvensjúkdómaþvagfæralækningar með tækjunum ykkar með því markmiði að konur geti stjórnað þvaglátum betur og sporna við signum grindarbotni. Þetta þýðir augljóslega umtalsverða bót á lífsgæðum!”Á undan þessari málsgrein er tækið umrædda lofað í bak og fyrir, vegna eiginleika sinna og fer höfundur póstsins um víðan völl um sjúkdómafræði og þróun kvenlíkamans í gegn um meðgöngur og eftir fæðingu. Í stuttu máli má segja að það sem sagt er á ekki við mikil rök að styðjast, hvort sem minnst er á lélegan árangur viðurkenndra meðferða né líkamlegar breytingar kvenlíkamans. Svo gripið sé aftur niður í póstinn: “Ástæðan fyrir þessu er að við fæðingar þenst mjaðmagrindin (og allir vöðvar og líffæri sem henna fylgja) um 3,5 falt sitt eigið ummál.” Á öðrum stað er sagt: “Það er hins vegar ljós í myrkrinu hvað þvagfæralækningar kvenna varðar en það er hin svokallaða lofttæmimeðferð en þar er notast við sömu aðferð og með Vacustyler tækninni eða ákveðið undirþrýstingsnudd þar sem undir- og yfirþrýstingi er beitt með reglulegu millibili”. Veit höfundur póstsins hvaða áhrif lofttæmimeðferð hefur á leggöng eða endaþarm kvenna sem eiga við vandamál að stríða? Hvað ætlar höfundur að gera ef einhver versnar af alvarlegum kvillum/sjúkdómum eftir meðferð í töfratækinu? En hvers vegna í ósköpunum er ég að eltast við að svara þessu eins og ég gerði gagnvart umdeildum pósti á facebook og þvældist út í ritdeilur þar sem ég varaði við tækinu? Nokkrar brýnar ástæður eru fyrir því. Fyrst má nefna að markhópur sá sem höfðað er til með loforðum eru konur með vandamál í kvenlíffærum og grindarbotni. Sá hópur er mjög blandaður og þar á meðal eru konur með mjög svo viðkvæma vefi, bæði bandvef, vöðvavef og taugavef. Konur sem þjást af alvarlegum kvillum sem draga mikið úr lífsgæðum þeirra. Þar geta líka verið konur með alvarlega sjúkdóma sem ættu ekki að leita aðstoðar á snyrtistofum. Að sjálfsögðu hafa allir einstaklingar rétt til þess að gera það sem þeir vilja við eigin heilsu en ættu þá að hafa í huga hver er menntun og skyldur þess sem veitir meðferðina. Og eru þá að axla fulla ábyrgð á að leita sér slíkrar meðferðar. Í öðru lagi eru rangfærslur í póstinum slíkar að ekki er við unað. Eftir ýtarlega leit í leitarvélum ritrýndra vísindagreina á netinu finnst ekki neitt sem hægt er að heimfæra upp á staðhæfingar póstsins. Weyergans kvensjúkdómaþvagfærafræði virðist ekki vera til. Einn vísindamaður fannst með þessu eftirnafni en sá/sú skrifar um æxli og aðferðir til að koma lyfjum inn í frumur, sjá hér nýjustu grein sem fannst: (https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/29042319) Ekki tel ég að þessi vísindamaður sé sá sem vitnað er til í facebook póstinum. En þegar upp er staðið snýst þetta í raun og veru um hverjir hafi leyfi til að auglýsa lækningar. Ekki er hægt að sitja hjá þegar aðilar sem ekki hafa til þess leyfi auglýsa lækningar eða lækningatæki. Höfundur póstsins breytti honum nokkuð eftir ritdeilurnar og er það vel þó að mínu mati ætti hún að taka hann alveg niður. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis.Höfundur er sérfræðingur í meðgöngu- og fæðingarsjúkraþjálfun, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands og stundakennari við sjúkraþjálfunarskor HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Sigurðardóttir Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Í lögum um heilbrigðisþjónustu (nr. 40 frá árinu 2007 með breytingum sem tóku gildi 7. nóvember 2014) er kveðið á um réttindi landmanna til að eiga kost á heilbrigðisþjónustu til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði (https://www.althingi.is/lagas/nuna/2007040.html). Þar er kveðið á um að heilbrigðisstarfsmenn sem hafa hlotið löggildingu landlæknis megi stunda meðferðir og lækningar enda séu þeir undir eftirliti embættisins. Ströng skilyrði eru fyrir veitingu slíkra leyfa bæði hvað varðar menntun og aðbúnað. Í lögum um heilbrigðisstarfsmenn (nr. 34 frá árinu 2012 með breytingum sem tóku gildi 1. júlí 2014) eru taldar upp þær stéttir sem heyra undir skilgreininguna heilbrigðisstarfsmaður. Þar segir ennfremur að sá sem hefur ekki leyfi landlæknis megi ekki veita sjúklingi meðferð eða gefa læknisfræðilegar eða aðrar faglegar ráðleggingar. Heilbrigðisstarfsmenn eru ábyrgir fyrir þeirri meðferð (og/eða lækningu) sem þeir veita enda skylt að vera tryggðir fyrir hugsanlegum skaða sem þeir gætu valdið. (https://www.althingi.is/lagas/nuna/2012034.html)Hvers vegna er ég að rifja þetta upp hér í þessu greinakorni? Ástæðan er sú að ég sá póst á facebooksíðu snyrtistofu (líkamsmeðferðarstofu að sögn eigandans) hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem verið var að mæra eiginleika tækis sem virtist vera til sölu hjá þeim aðila sem stendur að snyrtistofunni, þar sagði orðrétt: “Hvað þýðir þetta fyrir ykkar heilsu- og snyrtifyrirtæki? Ef þið eruð nú þegar að bjóða upp á undir- og yfirþrýstingsmeðferðir getið þið einnig boðið upp á kvensjúkdómaþvagfæralækningar með tækjunum ykkar með því markmiði að konur geti stjórnað þvaglátum betur og sporna við signum grindarbotni. Þetta þýðir augljóslega umtalsverða bót á lífsgæðum!”Á undan þessari málsgrein er tækið umrædda lofað í bak og fyrir, vegna eiginleika sinna og fer höfundur póstsins um víðan völl um sjúkdómafræði og þróun kvenlíkamans í gegn um meðgöngur og eftir fæðingu. Í stuttu máli má segja að það sem sagt er á ekki við mikil rök að styðjast, hvort sem minnst er á lélegan árangur viðurkenndra meðferða né líkamlegar breytingar kvenlíkamans. Svo gripið sé aftur niður í póstinn: “Ástæðan fyrir þessu er að við fæðingar þenst mjaðmagrindin (og allir vöðvar og líffæri sem henna fylgja) um 3,5 falt sitt eigið ummál.” Á öðrum stað er sagt: “Það er hins vegar ljós í myrkrinu hvað þvagfæralækningar kvenna varðar en það er hin svokallaða lofttæmimeðferð en þar er notast við sömu aðferð og með Vacustyler tækninni eða ákveðið undirþrýstingsnudd þar sem undir- og yfirþrýstingi er beitt með reglulegu millibili”. Veit höfundur póstsins hvaða áhrif lofttæmimeðferð hefur á leggöng eða endaþarm kvenna sem eiga við vandamál að stríða? Hvað ætlar höfundur að gera ef einhver versnar af alvarlegum kvillum/sjúkdómum eftir meðferð í töfratækinu? En hvers vegna í ósköpunum er ég að eltast við að svara þessu eins og ég gerði gagnvart umdeildum pósti á facebook og þvældist út í ritdeilur þar sem ég varaði við tækinu? Nokkrar brýnar ástæður eru fyrir því. Fyrst má nefna að markhópur sá sem höfðað er til með loforðum eru konur með vandamál í kvenlíffærum og grindarbotni. Sá hópur er mjög blandaður og þar á meðal eru konur með mjög svo viðkvæma vefi, bæði bandvef, vöðvavef og taugavef. Konur sem þjást af alvarlegum kvillum sem draga mikið úr lífsgæðum þeirra. Þar geta líka verið konur með alvarlega sjúkdóma sem ættu ekki að leita aðstoðar á snyrtistofum. Að sjálfsögðu hafa allir einstaklingar rétt til þess að gera það sem þeir vilja við eigin heilsu en ættu þá að hafa í huga hver er menntun og skyldur þess sem veitir meðferðina. Og eru þá að axla fulla ábyrgð á að leita sér slíkrar meðferðar. Í öðru lagi eru rangfærslur í póstinum slíkar að ekki er við unað. Eftir ýtarlega leit í leitarvélum ritrýndra vísindagreina á netinu finnst ekki neitt sem hægt er að heimfæra upp á staðhæfingar póstsins. Weyergans kvensjúkdómaþvagfærafræði virðist ekki vera til. Einn vísindamaður fannst með þessu eftirnafni en sá/sú skrifar um æxli og aðferðir til að koma lyfjum inn í frumur, sjá hér nýjustu grein sem fannst: (https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/29042319) Ekki tel ég að þessi vísindamaður sé sá sem vitnað er til í facebook póstinum. En þegar upp er staðið snýst þetta í raun og veru um hverjir hafi leyfi til að auglýsa lækningar. Ekki er hægt að sitja hjá þegar aðilar sem ekki hafa til þess leyfi auglýsa lækningar eða lækningatæki. Höfundur póstsins breytti honum nokkuð eftir ritdeilurnar og er það vel þó að mínu mati ætti hún að taka hann alveg niður. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis.Höfundur er sérfræðingur í meðgöngu- og fæðingarsjúkraþjálfun, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands og stundakennari við sjúkraþjálfunarskor HÍ
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar