Katrín svarar fyrir hvers vegna hún skrifaði ekki undir áskorun stjórnmálakvenna Birgir Olgeirsson skrifar 26. nóvember 2017 22:51 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Vísir/Eyþór Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, greindi frá því í kvöld hvers vegna hún var ekki á meðal þeirra stjórnmálakvenna sem rituðu nafn sitt við áskorun um að tekið verði á kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum. Síðastliðin þriðjudag sendu rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálum hér á landi. Stofnaður var hópur á Facebook þar sem konur, sem tekið hafa þátt í stjórnmálum hér á landi, sögðu frá ofbeldi og áreitni af hendi kollega þeirra í pólitíkinni. Hópurinn fékk nafnið „Í skugga valdsins“ og er það jafnframt yfirskrift áskorunarinnar. Áskorunin vakti mikla athygli en Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, sagði á Twitter fyrr í dag að henni þætti sorglegt að verðandi forsætisráðherra, og vísaði þar til Katrínar Jakobsdóttur, væri ein örfárra stjórnmálakvenna sem ekki höfðu skrifað undir hana. Mér finnst sorglegt að verðandi forsætisráðherra skuli vera ein örfárra stjórnmálakvenna sem ekki hafa skrifað undir #metoo áskorunina. Og undarlegt að það hafi ekki verið gert að umtalsefni.— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) November 26, 2017 Katrín greinir frá því á Twitter fyrr í kvöld að hún hefði verið spurð hvers vegna hún skrifað ekki undir þessa áskorun. Hún segist ekki hafa vitað að það ætti að skrifa undir og bætir við að hún hefði ekki verið mikið á Facebook að undanförnu þar sem umræðan um áskorunina fór fram. „En hefði annars að sjálfsögðu gert það,“ segir Katrín. Var spurð hvers vegna ég skrifaði ekki undir #metoo stjórnmálakvenna. Ég vissi ekki að það ætti að skrifa undir (hef ekki verið mikið á fb að undanförnu) en hefði annars að sjálfsögðu gert það.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) November 26, 2017 MeToo Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00 Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fleiri fréttir „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, greindi frá því í kvöld hvers vegna hún var ekki á meðal þeirra stjórnmálakvenna sem rituðu nafn sitt við áskorun um að tekið verði á kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum. Síðastliðin þriðjudag sendu rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálum hér á landi. Stofnaður var hópur á Facebook þar sem konur, sem tekið hafa þátt í stjórnmálum hér á landi, sögðu frá ofbeldi og áreitni af hendi kollega þeirra í pólitíkinni. Hópurinn fékk nafnið „Í skugga valdsins“ og er það jafnframt yfirskrift áskorunarinnar. Áskorunin vakti mikla athygli en Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, sagði á Twitter fyrr í dag að henni þætti sorglegt að verðandi forsætisráðherra, og vísaði þar til Katrínar Jakobsdóttur, væri ein örfárra stjórnmálakvenna sem ekki höfðu skrifað undir hana. Mér finnst sorglegt að verðandi forsætisráðherra skuli vera ein örfárra stjórnmálakvenna sem ekki hafa skrifað undir #metoo áskorunina. Og undarlegt að það hafi ekki verið gert að umtalsefni.— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) November 26, 2017 Katrín greinir frá því á Twitter fyrr í kvöld að hún hefði verið spurð hvers vegna hún skrifað ekki undir þessa áskorun. Hún segist ekki hafa vitað að það ætti að skrifa undir og bætir við að hún hefði ekki verið mikið á Facebook að undanförnu þar sem umræðan um áskorunina fór fram. „En hefði annars að sjálfsögðu gert það,“ segir Katrín. Var spurð hvers vegna ég skrifaði ekki undir #metoo stjórnmálakvenna. Ég vissi ekki að það ætti að skrifa undir (hef ekki verið mikið á fb að undanförnu) en hefði annars að sjálfsögðu gert það.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) November 26, 2017
MeToo Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00 Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fleiri fréttir „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Sjá meira
Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00
Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24