Fylgdist með fæðingu sonar síns í upphitun í beinni á FaceTime Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2017 10:30 Everson Griffen. Vísir/Getty Everson Griffen, varnarmaður Minnesota Vikings í NFL-deildinni, hélt upp á fæðingu sonar síns með sérstökum hætti í gær og það þótt að hann vissi vel að hann fengi stóra fjársekt fyrir uppátækið sitt. Everson Griffen varð faðir í þriðja sinn nokkrum klukkutímum fyrir leikinn en var engu að síður mættur í vinnuna þar sem hann spilaði Minnesota Vikings á útivelli á móti Detroit Lions. Hann fylgdist með fæðingunni á Face Time í upphitun fyrir leikinn. Þegar Everson Griffen náði leikstjórnendafellu í fyrri hálfleiknum þá fagnaði hann með því að sýna sjónvarpáhorfendum bol með áletrun eins og sést hér fyrir neðan.Vikings DE Everson Griffen announced the birth of his son this AM via @PROcast, then asked for help with names today after a sack. pic.twitter.com/SkyItXYJPS — FOX Sports (@FOXSports) November 23, 2017 „Ég bar að eignast strák. Hvað nafn eigum við að gefa honum?,“ stóð á bolnum. NFL sektar leikmenn um 6.076 fyrir að skrifa skilaboð sem þessi á keppnisklæðnað sinn og Everson Griffen þarf því væntanlega að borga 630 þúsund króna sekt. Everson Griffen og eiginkona hans Tiffany voru þarna að eignast þriðja strákinn sinn en fyrir eiga þau Greyson og Ellis. Everson Griffen var sáttur með að verða orðinn faðir í þriðja sinn og vildi ólmur láta alla vita. Það sést í þessu myndbandi fyrir neðan sem var tekið fyrir leikinn.Thanksgiving and a new BABY! @EversonGriffen and the @Vikings are ready to get this "W" #SKOLpic.twitter.com/AeOVBoVK8I — FOX Sports: PROcast (@PROcast) November 23, 2017 NFL Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Everson Griffen, varnarmaður Minnesota Vikings í NFL-deildinni, hélt upp á fæðingu sonar síns með sérstökum hætti í gær og það þótt að hann vissi vel að hann fengi stóra fjársekt fyrir uppátækið sitt. Everson Griffen varð faðir í þriðja sinn nokkrum klukkutímum fyrir leikinn en var engu að síður mættur í vinnuna þar sem hann spilaði Minnesota Vikings á útivelli á móti Detroit Lions. Hann fylgdist með fæðingunni á Face Time í upphitun fyrir leikinn. Þegar Everson Griffen náði leikstjórnendafellu í fyrri hálfleiknum þá fagnaði hann með því að sýna sjónvarpáhorfendum bol með áletrun eins og sést hér fyrir neðan.Vikings DE Everson Griffen announced the birth of his son this AM via @PROcast, then asked for help with names today after a sack. pic.twitter.com/SkyItXYJPS — FOX Sports (@FOXSports) November 23, 2017 „Ég bar að eignast strák. Hvað nafn eigum við að gefa honum?,“ stóð á bolnum. NFL sektar leikmenn um 6.076 fyrir að skrifa skilaboð sem þessi á keppnisklæðnað sinn og Everson Griffen þarf því væntanlega að borga 630 þúsund króna sekt. Everson Griffen og eiginkona hans Tiffany voru þarna að eignast þriðja strákinn sinn en fyrir eiga þau Greyson og Ellis. Everson Griffen var sáttur með að verða orðinn faðir í þriðja sinn og vildi ólmur láta alla vita. Það sést í þessu myndbandi fyrir neðan sem var tekið fyrir leikinn.Thanksgiving and a new BABY! @EversonGriffen and the @Vikings are ready to get this "W" #SKOLpic.twitter.com/AeOVBoVK8I — FOX Sports: PROcast (@PROcast) November 23, 2017
NFL Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira