Trump setur Norður-Kóreu aftur á hryðjuverkalista Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2017 17:56 Ákvörðun Trump gegn ríkisstjórn Kim Jong-un er sögð að mestu táknræn enda beita Bandaríkin Norður-Kóreu þegar hörðum þvingunaraðgerðum. Vísir/AFP Bandarisk stjórnvöld hafa sett Norður-Kóreu á lista yfir ríki sem þau telja styðja við hryðjuverk. Ákvörðun Donalds Trump forseta þýðir að Bandaríkin geta lagt frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu. Trump segir að fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna muni kynna aðgerðirnar á morgun. Mikil spenna hefur ríkt á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu vegna kjarnavopna- og eldflaugatilrauna einræðisríkisins síðustu mánuðina. Trump og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafa ennfremur skipst á svívirðingum. Norður-Kórea var á hryðjuverkalistanum þar til George W. Bush tók landið af honum til að liðka fyrir viðræðum um kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Pjongjang. Á hryðjuverkalistanum eru ríki sem bandarísk stjórnvöld telja að leggið alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi lið. Norður-Kórea bætir þar í hóp Súdan, Sýrlands og Írans. Þegar Trump tilkynnti um ákvörðunin í dag sagði hann að Norður-Kóreumenn yrðu að binda enda á ólöglega þróun sína á eldflaugum og kjarnorkuvopnum, að því er kemur fram i frétt New York Times. Reuters-fréttastofan hefur eftir bandarískum embættismönnum að Norður-Kórea falli ekki undir skilgreiningu ríkja sem styðja hryðjuverkastarfsemi alþjóðlega. Sérfræðingar telji einnig að nýju refsiaðgerðirnar verði að mestu táknrænar enda beiti Bandaríkin stjórnvöld í Pjongjang þegar ströngum þvingunum. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 Mun standa í vegi fyrir „ólöglegri“ kjarnorkuárás John Hyten, yfirmaður kjarnorkuvopnamála innan Bandaríkjahers, sagðist ekki myndu verða að ósk Bandaríkjaforseta ef hann fyrirskipaði kjarnorkuárás. 19. nóvember 2017 10:17 Sérstakur erindreki Xi hyggst heimsækja Norður-Kóreu Háttsettur kínverskur embættismaður mun heimsækja Norður-Kóreu á föstudag sem sérstakur erindreki Xi Jinping forseta Kína. 15. nóvember 2017 08:10 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Bandarisk stjórnvöld hafa sett Norður-Kóreu á lista yfir ríki sem þau telja styðja við hryðjuverk. Ákvörðun Donalds Trump forseta þýðir að Bandaríkin geta lagt frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu. Trump segir að fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna muni kynna aðgerðirnar á morgun. Mikil spenna hefur ríkt á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu vegna kjarnavopna- og eldflaugatilrauna einræðisríkisins síðustu mánuðina. Trump og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafa ennfremur skipst á svívirðingum. Norður-Kórea var á hryðjuverkalistanum þar til George W. Bush tók landið af honum til að liðka fyrir viðræðum um kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Pjongjang. Á hryðjuverkalistanum eru ríki sem bandarísk stjórnvöld telja að leggið alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi lið. Norður-Kórea bætir þar í hóp Súdan, Sýrlands og Írans. Þegar Trump tilkynnti um ákvörðunin í dag sagði hann að Norður-Kóreumenn yrðu að binda enda á ólöglega þróun sína á eldflaugum og kjarnorkuvopnum, að því er kemur fram i frétt New York Times. Reuters-fréttastofan hefur eftir bandarískum embættismönnum að Norður-Kórea falli ekki undir skilgreiningu ríkja sem styðja hryðjuverkastarfsemi alþjóðlega. Sérfræðingar telji einnig að nýju refsiaðgerðirnar verði að mestu táknrænar enda beiti Bandaríkin stjórnvöld í Pjongjang þegar ströngum þvingunum.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 Mun standa í vegi fyrir „ólöglegri“ kjarnorkuárás John Hyten, yfirmaður kjarnorkuvopnamála innan Bandaríkjahers, sagðist ekki myndu verða að ósk Bandaríkjaforseta ef hann fyrirskipaði kjarnorkuárás. 19. nóvember 2017 10:17 Sérstakur erindreki Xi hyggst heimsækja Norður-Kóreu Háttsettur kínverskur embættismaður mun heimsækja Norður-Kóreu á föstudag sem sérstakur erindreki Xi Jinping forseta Kína. 15. nóvember 2017 08:10 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35
Mun standa í vegi fyrir „ólöglegri“ kjarnorkuárás John Hyten, yfirmaður kjarnorkuvopnamála innan Bandaríkjahers, sagðist ekki myndu verða að ósk Bandaríkjaforseta ef hann fyrirskipaði kjarnorkuárás. 19. nóvember 2017 10:17
Sérstakur erindreki Xi hyggst heimsækja Norður-Kóreu Háttsettur kínverskur embættismaður mun heimsækja Norður-Kóreu á föstudag sem sérstakur erindreki Xi Jinping forseta Kína. 15. nóvember 2017 08:10