Frumsýning á Vísi: Lag um afleiðingar kynferðisofbeldis - „Þetta snýst um samþykki” Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. desember 2017 13:00 „Tónlist snýst um að segja sögur og textarnir mínir eru þannig, ég reyni að segja sögur í þeim, bæði mínar og annarra,“ segir Þórunn Erna. Mynd / Úr einkasafni „Þetta lag fjallar um manneskju sem getur ekki sofið því minningar leita á hana stanslaust. Í rauninni fjallar lagið um það að vilja gleyma,“ segir söng- og leikkonan Þórunn Erna Clausen. Hún frumsýnir á Vísi myndband við lagið Man aðeins þig, en textann og lagið samdi Þórunn Erna sjálf, ásamt meðal annars Michael James Down, en þau sömdu Eurovision-smellinn Þú hefur dáleitt mig saman. Laginu er best lýst sem elektró poppi, en texti lagsins fjallar um afleiðingar kynferðisofbeldis. Það má segja að textinn hafi komið til Þórunnar Ernu. „Lög kalla fram einhverjar tilfinningar í mér, sem að lokum verða að sögunni sem mér finnst lagið þurfa að segja. Í þessu tilfelli voru það afleiðingar kynferðisofbeldið. Ég þekki svo marga sem hafa orðið fyrir alls kyns ofbeldi. Í leiklistinni vinn ég við að setja mig í spor annarra og segja sögur, og það sama er uppá teningnum í tónlist. Tónlist snýst um að segja sögur og textarnir mínir eru þannig, ég reyni að segja sögur í þeim, bæði mínar og annarra,“ segir Þórunn Erna. Þórunn Erna frumsýnir nýtt myndband í dag á Vísi en er með þrjú önnur lög í smíðum.Mynd / Úr einkasafni „Auðvitað á enginn að verða fyrir ofbeldi“ Leik- og söngkonan knáa hefur ekki farið varhluta af #metoo byltingunni í þjóðfélaginu og telur, í og með, að sú bylting hafi rutt veginn fyrir lag eins og Man aðeins þig. „Lagið varð til fyrir svolitlu síðan og var tilbúið til útgáfu og fannst mér að nú væri tíminn kominn þar sem fólk væri tilbúið að hlusta á lag sem fjallar um kynferðisofbeldi,“ segir Þórunn Erna og vonar að vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi og áreiti í hinum ýmsu stéttum á Íslandi leiði gott af sér. „Ég vona að þetta geri það að verkum að fólk þori að segja frá og stoppa hluti fyrr. Þetta lag fjallar um allt kynferðisofbeldi sem fólk getur orðið fyrir, allt frá ofbeldi í æsku. Ég vona að einhver geti tengt við lagið og textann. Það eru svo margir sem hafa orðið fyrir ofeldi og lagið fjallar í raun um hve lengi þetta situr í fólki. Auðvitað á enginn að verða fyrir ofbeldi og ég vona að #metoo byltinginn verði til þess að við setjum ábyrgðina á gerendur - ekki þolendur. Þetta snýst um samþykki, samþykki verður að vera til staðar. Semi dæmi getur aðili sem er lyfjaður eða ofurölvi ekki veitt samþykki.“ Þórunn Erna er með þrjú önnur lög í vinnslu sem eru væntanleg á nýju ári. Myndbandið við Man aðeins þig gerði Þórunn sjálf en Arna Rún Ómarsdóttir, eigandi Vocal Art söngskólans ásamt Þórunni Ernu, syngur bakraddir. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan: Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta lag fjallar um manneskju sem getur ekki sofið því minningar leita á hana stanslaust. Í rauninni fjallar lagið um það að vilja gleyma,“ segir söng- og leikkonan Þórunn Erna Clausen. Hún frumsýnir á Vísi myndband við lagið Man aðeins þig, en textann og lagið samdi Þórunn Erna sjálf, ásamt meðal annars Michael James Down, en þau sömdu Eurovision-smellinn Þú hefur dáleitt mig saman. Laginu er best lýst sem elektró poppi, en texti lagsins fjallar um afleiðingar kynferðisofbeldis. Það má segja að textinn hafi komið til Þórunnar Ernu. „Lög kalla fram einhverjar tilfinningar í mér, sem að lokum verða að sögunni sem mér finnst lagið þurfa að segja. Í þessu tilfelli voru það afleiðingar kynferðisofbeldið. Ég þekki svo marga sem hafa orðið fyrir alls kyns ofbeldi. Í leiklistinni vinn ég við að setja mig í spor annarra og segja sögur, og það sama er uppá teningnum í tónlist. Tónlist snýst um að segja sögur og textarnir mínir eru þannig, ég reyni að segja sögur í þeim, bæði mínar og annarra,“ segir Þórunn Erna. Þórunn Erna frumsýnir nýtt myndband í dag á Vísi en er með þrjú önnur lög í smíðum.Mynd / Úr einkasafni „Auðvitað á enginn að verða fyrir ofbeldi“ Leik- og söngkonan knáa hefur ekki farið varhluta af #metoo byltingunni í þjóðfélaginu og telur, í og með, að sú bylting hafi rutt veginn fyrir lag eins og Man aðeins þig. „Lagið varð til fyrir svolitlu síðan og var tilbúið til útgáfu og fannst mér að nú væri tíminn kominn þar sem fólk væri tilbúið að hlusta á lag sem fjallar um kynferðisofbeldi,“ segir Þórunn Erna og vonar að vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi og áreiti í hinum ýmsu stéttum á Íslandi leiði gott af sér. „Ég vona að þetta geri það að verkum að fólk þori að segja frá og stoppa hluti fyrr. Þetta lag fjallar um allt kynferðisofbeldi sem fólk getur orðið fyrir, allt frá ofbeldi í æsku. Ég vona að einhver geti tengt við lagið og textann. Það eru svo margir sem hafa orðið fyrir ofeldi og lagið fjallar í raun um hve lengi þetta situr í fólki. Auðvitað á enginn að verða fyrir ofbeldi og ég vona að #metoo byltinginn verði til þess að við setjum ábyrgðina á gerendur - ekki þolendur. Þetta snýst um samþykki, samþykki verður að vera til staðar. Semi dæmi getur aðili sem er lyfjaður eða ofurölvi ekki veitt samþykki.“ Þórunn Erna er með þrjú önnur lög í vinnslu sem eru væntanleg á nýju ári. Myndbandið við Man aðeins þig gerði Þórunn sjálf en Arna Rún Ómarsdóttir, eigandi Vocal Art söngskólans ásamt Þórunni Ernu, syngur bakraddir. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:
Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira