Siðareglur hjá Reykjavíkurborg endurskoðaðar í kjölfar #Metoo Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. desember 2017 14:59 Tillagan var samþykkt samhljóða í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að fela forsætisnefnd og ofbeldisvarnarnefnd að gera tillögur að aðgerðum til að bregðast við kynferðislegir áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi borgarinnar. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi borgarstjórnar í dag. Lagt var til að umfang vandans verði metið, að siðareglur kjörinna fulltrúa og starfsmanna borgarinnar verði yfirfarnar ásamt samþykktri stefnumörkun, verklagsreglum og viðbragðsáætlunum og að gerðar verði tillögur til úrbóta þar sem þess er þörf. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, átti frumkvæði að áskorun fjölda íslenskra stjórnmálakvenna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni í stjórnmálastarfi landsins.Vísir/stefán „Samráð skal haft við mannauðsdeild ráðhússins og hagsmunaaðila og önnur fyrirtæki og stofnanir borgarinnar sem kunna að skipta máli. Gert er ráð fyrir að nefndirnar skili borgarstjórn tillögu að aðgerðar-, tíma-, og kostnaðaráætlun fyrir 1. febrúar 2018. Borgarstjórn samþykkir jafnframt að fela mannauðsdeild ráðhússins að standa fyrir opnum fundi um kynbundna og kynferðislega áreitni,“ segir í tillögunni sem var samþykkt samhljóða. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, flutti tillöguna. Heiða Björg stofnaði Facebook hópinn Í skugga valdsins þar sem íslenskar stjórnmálakonur úr öllum flokkum og af öllum stigum stjórnmálanna hafa tjáð sig um ofbeldi og áreitni sem þær hafa orðið fyrir í starfi. Á fimmta hundrað stjórnmálakakonur skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þær kölluðu eftir breytingum á stjórnmálamenningu landsins. MeToo Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að fela forsætisnefnd og ofbeldisvarnarnefnd að gera tillögur að aðgerðum til að bregðast við kynferðislegir áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi borgarinnar. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi borgarstjórnar í dag. Lagt var til að umfang vandans verði metið, að siðareglur kjörinna fulltrúa og starfsmanna borgarinnar verði yfirfarnar ásamt samþykktri stefnumörkun, verklagsreglum og viðbragðsáætlunum og að gerðar verði tillögur til úrbóta þar sem þess er þörf. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, átti frumkvæði að áskorun fjölda íslenskra stjórnmálakvenna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni í stjórnmálastarfi landsins.Vísir/stefán „Samráð skal haft við mannauðsdeild ráðhússins og hagsmunaaðila og önnur fyrirtæki og stofnanir borgarinnar sem kunna að skipta máli. Gert er ráð fyrir að nefndirnar skili borgarstjórn tillögu að aðgerðar-, tíma-, og kostnaðaráætlun fyrir 1. febrúar 2018. Borgarstjórn samþykkir jafnframt að fela mannauðsdeild ráðhússins að standa fyrir opnum fundi um kynbundna og kynferðislega áreitni,“ segir í tillögunni sem var samþykkt samhljóða. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, flutti tillöguna. Heiða Björg stofnaði Facebook hópinn Í skugga valdsins þar sem íslenskar stjórnmálakonur úr öllum flokkum og af öllum stigum stjórnmálanna hafa tjáð sig um ofbeldi og áreitni sem þær hafa orðið fyrir í starfi. Á fimmta hundrað stjórnmálakakonur skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þær kölluðu eftir breytingum á stjórnmálamenningu landsins.
MeToo Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira