Jón Steinar telur Reimar sneiða að sér með ósæmilegum hætti Jakob Bjarnar skrifar 4. desember 2017 11:45 Jón Steinar vísar til orða Reimars og segir það ekki sæmandi félögum og trúnaðarmönnum starfandi lögfræðinga að veitast að fjarstöddum mönnum með stórmælum. visir/Anton/Ernir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur sent stjórn Lögmannafélags Íslands (LMFÍ) erindi þar sem hann skorar á félagið að boða til almenns félagsfundar þar sem honum gæfist færi á að bera hönd fyrir höfuð sér. Tilefni þessarar áskorunar er nýlegur fundur Dómarafélags Íslands þar sem ný bók hans, með „Lognið í fangið“ var til umfjöllunar, með fremur óvægnum hætti að mati Jóns Steinars sem þykir hart að hafa ekki gefst færi á að bera hönd yfir höfuð sér. „Nú síðast frétti ég af því að hún hafi orðið að umtalsefni á aðalfundi Dómarafélags Íslands, sem haldinn var föstudaginn 24. nóvember. Af fréttum að dæma var bókin þar gagnrýnd og sagður á henni ýmis löstur. Meðal annars mun formaður LMFÍ hafa flutt ræðu á fundinum, svo sem venjulegt er, og þar meðal annars vikið að bókinni með frekar óvirðulegum hætti, talið hana innihalda rangfærslur og fela í sér óverðskuldaðar árásir á Hæstarétt Íslands. Mér var ekki boðið á þennan fund og átti þess því ekki kost að taka til andsvara gegn þessum ummælum um bók mína. Svona hættir við umræður um þjóðfélagsmál samrýmast varla þeirri meginreglu sem við flest viljum virða, að vegast á með orðum, þegar ágreiningur rís,“ segir Jón Steinar í bréfi sínu til stjórnar.“Það er að mínum dómi ekki sæmandi félögum og trúnaðarmönnum starfandi lögfræðinga að veitast að fjarstöddum mönnum með stórmælum.Vill fá dómara og fjölmiðla á fundinnEn, Jón Steinar segir að úr þessu megi bæta og það geti stjórn LMFÍ gert með boðun almenns félagsfundar þar sem sér yrði boðið til að gera grein fyrir bók sinni. Og þar geti bæði formaður félagsins og aðrir sem óska, sett fram gagnrýni á bókina og honum gæfist kostur að svara. „Fallist hin virðulega stjórn á að halda svona fund mætti jafnvel bjóða Dómarafélagi Íslands aðild að honum með framsögumanni ef vill. Meira að segja mætti einnig hafa fundinn opinn fyrir fulltrúa fjölmiðla og jafnvel almenning, því málefnið varðar alla þjóðina og við viljum hætta að pukrast með alvarleg þjóðfélagsmál í lokuðum rýmum,“ segir í bréfinu.Ákvæði siðareglna nánast tileinkað Jóni Steinari Víst er að bók Jóns Steinars hefur vakið mikil viðbrögð, bæði meðal lögmanna og þá ekki síður dómara en Benedikt Bogason hæstaréttarlögmaður hefur höfðað mál á hendur honum og krefst þess að fimm ummæli í bókinni verði dæmd dauð og ómerk. Titill bókarinnar, „Með lognið í fangið“, en þar er vísað til þess að Jóni Steinari hefur þótt skorta á viðbrögð vegna gagnrýni sinnar á réttinn, er þannig orðin hálfgerð öfugmælavísa. Jón Steinar þarf ekki að kvarta undan logni. Þann 24. nóvember síðastliðinn var aðalfundur Dómarafélags haldinn. Skúli Magnússon héraðsdómari, sem verið hefur formaður félagsins um árabil, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Ingibjörg Þorsteinsdóttir tók við formennsku. Á fundinum bar það helst til tíðinda að samþykktar voru siðareglur félagsins og vekur 8. grein reglnanna athygli.8. gr.Dómarar sem látið hafa af störfumDómarar sem látið hafa af störfum skulu varast ummæli eða athafnir sem skaðað geta traust til dómsvaldsins eða einstakra dómara. Þeir skulu í hvívetna gæta þess að gagnrýni þeirra á dómskerfið, dómsúrlausnir eða einstaka dómara sé yfirveguð, rökstudd og málefnaleg.Fagnar ákvæðinu að hætti hússins Jóni Steinari þykir þetta skondið þegar Vísir spurði hann út í þetta atriði, hvort þarna væri ekki komin sérstök grein í siðareglur sem nánast má kenna við hann? „Ég er þá áreiðanlega kominn þangað sem lengi hefur verið áfangastaður minn: Spjöld sögunnar!“ Jón Steinar fagnar þessu ákvæði, segir þetta einmitt sínar ær og kýr að haga gagnrýni á dómskerfið á þann hátt að hún sé yfirveguð, rökstudd og málefnaleg. Það hafi hann einmitt alltaf gert. Tengdar fréttir Gagnrýni á hæstaréttardómara verði að vera málefnaleg Eiríkur Tómasson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir það sjálfsagt að úrlausnir dómara séu gagnrýndar. Það verði þó að gera þá kröfu um að sú gagnrýni sé málefnaleg. 13. nóvember 2017 20:33 Fordæmdi fréttir um dómara Formaður Dómarafélags Íslands gerði fjölmiðlaumfjöllun um dómara að aðalefni setningarræðu sinnar á aðalfundi félagsins í gær. Fullyrti þvert á niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins og Fjölmiðlanefndar. 25. nóvember 2017 07:00 Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur sent stjórn Lögmannafélags Íslands (LMFÍ) erindi þar sem hann skorar á félagið að boða til almenns félagsfundar þar sem honum gæfist færi á að bera hönd fyrir höfuð sér. Tilefni þessarar áskorunar er nýlegur fundur Dómarafélags Íslands þar sem ný bók hans, með „Lognið í fangið“ var til umfjöllunar, með fremur óvægnum hætti að mati Jóns Steinars sem þykir hart að hafa ekki gefst færi á að bera hönd yfir höfuð sér. „Nú síðast frétti ég af því að hún hafi orðið að umtalsefni á aðalfundi Dómarafélags Íslands, sem haldinn var föstudaginn 24. nóvember. Af fréttum að dæma var bókin þar gagnrýnd og sagður á henni ýmis löstur. Meðal annars mun formaður LMFÍ hafa flutt ræðu á fundinum, svo sem venjulegt er, og þar meðal annars vikið að bókinni með frekar óvirðulegum hætti, talið hana innihalda rangfærslur og fela í sér óverðskuldaðar árásir á Hæstarétt Íslands. Mér var ekki boðið á þennan fund og átti þess því ekki kost að taka til andsvara gegn þessum ummælum um bók mína. Svona hættir við umræður um þjóðfélagsmál samrýmast varla þeirri meginreglu sem við flest viljum virða, að vegast á með orðum, þegar ágreiningur rís,“ segir Jón Steinar í bréfi sínu til stjórnar.“Það er að mínum dómi ekki sæmandi félögum og trúnaðarmönnum starfandi lögfræðinga að veitast að fjarstöddum mönnum með stórmælum.Vill fá dómara og fjölmiðla á fundinnEn, Jón Steinar segir að úr þessu megi bæta og það geti stjórn LMFÍ gert með boðun almenns félagsfundar þar sem sér yrði boðið til að gera grein fyrir bók sinni. Og þar geti bæði formaður félagsins og aðrir sem óska, sett fram gagnrýni á bókina og honum gæfist kostur að svara. „Fallist hin virðulega stjórn á að halda svona fund mætti jafnvel bjóða Dómarafélagi Íslands aðild að honum með framsögumanni ef vill. Meira að segja mætti einnig hafa fundinn opinn fyrir fulltrúa fjölmiðla og jafnvel almenning, því málefnið varðar alla þjóðina og við viljum hætta að pukrast með alvarleg þjóðfélagsmál í lokuðum rýmum,“ segir í bréfinu.Ákvæði siðareglna nánast tileinkað Jóni Steinari Víst er að bók Jóns Steinars hefur vakið mikil viðbrögð, bæði meðal lögmanna og þá ekki síður dómara en Benedikt Bogason hæstaréttarlögmaður hefur höfðað mál á hendur honum og krefst þess að fimm ummæli í bókinni verði dæmd dauð og ómerk. Titill bókarinnar, „Með lognið í fangið“, en þar er vísað til þess að Jóni Steinari hefur þótt skorta á viðbrögð vegna gagnrýni sinnar á réttinn, er þannig orðin hálfgerð öfugmælavísa. Jón Steinar þarf ekki að kvarta undan logni. Þann 24. nóvember síðastliðinn var aðalfundur Dómarafélags haldinn. Skúli Magnússon héraðsdómari, sem verið hefur formaður félagsins um árabil, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Ingibjörg Þorsteinsdóttir tók við formennsku. Á fundinum bar það helst til tíðinda að samþykktar voru siðareglur félagsins og vekur 8. grein reglnanna athygli.8. gr.Dómarar sem látið hafa af störfumDómarar sem látið hafa af störfum skulu varast ummæli eða athafnir sem skaðað geta traust til dómsvaldsins eða einstakra dómara. Þeir skulu í hvívetna gæta þess að gagnrýni þeirra á dómskerfið, dómsúrlausnir eða einstaka dómara sé yfirveguð, rökstudd og málefnaleg.Fagnar ákvæðinu að hætti hússins Jóni Steinari þykir þetta skondið þegar Vísir spurði hann út í þetta atriði, hvort þarna væri ekki komin sérstök grein í siðareglur sem nánast má kenna við hann? „Ég er þá áreiðanlega kominn þangað sem lengi hefur verið áfangastaður minn: Spjöld sögunnar!“ Jón Steinar fagnar þessu ákvæði, segir þetta einmitt sínar ær og kýr að haga gagnrýni á dómskerfið á þann hátt að hún sé yfirveguð, rökstudd og málefnaleg. Það hafi hann einmitt alltaf gert.
Tengdar fréttir Gagnrýni á hæstaréttardómara verði að vera málefnaleg Eiríkur Tómasson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir það sjálfsagt að úrlausnir dómara séu gagnrýndar. Það verði þó að gera þá kröfu um að sú gagnrýni sé málefnaleg. 13. nóvember 2017 20:33 Fordæmdi fréttir um dómara Formaður Dómarafélags Íslands gerði fjölmiðlaumfjöllun um dómara að aðalefni setningarræðu sinnar á aðalfundi félagsins í gær. Fullyrti þvert á niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins og Fjölmiðlanefndar. 25. nóvember 2017 07:00 Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Gagnrýni á hæstaréttardómara verði að vera málefnaleg Eiríkur Tómasson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir það sjálfsagt að úrlausnir dómara séu gagnrýndar. Það verði þó að gera þá kröfu um að sú gagnrýni sé málefnaleg. 13. nóvember 2017 20:33
Fordæmdi fréttir um dómara Formaður Dómarafélags Íslands gerði fjölmiðlaumfjöllun um dómara að aðalefni setningarræðu sinnar á aðalfundi félagsins í gær. Fullyrti þvert á niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins og Fjölmiðlanefndar. 25. nóvember 2017 07:00
Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37
Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30